Tíminn - 11.08.1978, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.08.1978, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 11. ágúst 1978 í dag Föstudagur 11. ágúst 1978 Lögregla og slökkvilið Reykjavik: Lögreglan simi 11166, slökk viliðiö og sjúkrabifreið, simi 11100 Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkviliðið og sjúkra- bifreið simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvilið simi 51100, sjUkrabifreið simi 51100. Bilanatilkynningar Vatnsveitubilaiiir simi 86577. Siinabilanir simi 05. Kilanavakt borgarstofnana. Sfmi: 27311 svarar alla virka daga frá kl. 17 siðdegis til kl. 8 árdegis og á helgidögum er svarað ailan sölarhringinn. Rafmagn: i Reykjavik og Kópavogi i' sima 18230. I Hafnarfiröi i sima 51336. Ilitaveitubilanir: kvörtunum verður veitt móttaka i sim- svaraþjónustu borgarstarfs-i manna 27311. Heilsugæzla Ferðalög Kvöld-, nætur- og helgidaga- varzla apóteka i Reykjavik vikuna 4. ágUst til 10. ágUst er i Háaleitis Apóteki og Vestur- bæjar Apóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörzlu á sunnudögum, helgi- dögum og almennum fridög- um. Slysavarðstofan: Simi 81200, eftir skiptiborðslokun 81212. Sjúkrabifreið: Reykjavik og Kópavogur, simi 11100, Hafnarfjörður, simi 51100. llafnarfjörður — Garðabær: Nætur- og lielgidagagæzki: Upplýsingar á Slökkvistöð- inni, simi 51100. Lækuar: Reykjavik — Kópavogur. Dagvakt: Kl. 08:00-17:00 mánud.-föstudags, ef ekki næst i heimilislækni, simi 11510. Hafnarbúðir. Heimsóknartimi kl. 14-17 og 19-20. Ileimsóknartiniar á Landa- kotsspitala: Mánudaga til föstud. kl. 18.30 til 19.30. Laugardag og sunnudag kl. 15 til 16. Barnadeild alla daga frá kl. 15 til 17. Kópavogs Apótek er opið öll kvöld til kl. 7 nema laugar- daga er opið kl. 9-12 og sunnudaga er lokað. Föstudagur 11. ágúst kl. 20.00 1. Þórsmörk 2. Gönguferð um norðurhllðar Eyjafjalla. Komið m.a. i Nauthúsagil, Kerið, að Stein- holtslóniog viðar. (Gisti húsi) 3. Landmannalaugar — Eld- gjá (gist i húsi) 4. Hveravellir — Kerlingarfjöll (gist I húsij Su marleyfisferöir: 12.-20. ágúst. Gönguferð um Hornstrandir. Gengiö frá Veiöileysufirði, um Hornvik, Furufjörð til Hrafns- fjarðar. Fararstjóri: Sigurður Kristjánsson. 22.-27. ágúst. Dvöl i Land- mannalaugum. Ekið eöa gengið til margra skoðunar- verðrastaða þar i nágrenninu. 30. ág. - 2. sept. Ekið frá Hveravöllum fyrir norðan Hofejökul á Sprengisandsveg. Nánari upplýsingar á skrif- stofunni. — Ferðfélag tslands. Sumarleyfisferöir: 10.-15. ágúst Gerpir 6 dagar. Tjaldaö i Viðfirði, gönguferö- ir, mikið steinariki. Fararstj. Erlingur Thoroddsen. 10.-17. ágúst Fræeyjar. 17.-24. ágúst Grænland, farar- stj. Ketill Larsen. Útívist. Föstud. 11/8 kl. 20 Landmannalaugar — Eldgja —Skaftártunga, gengið á Gjá- tind, hringferð um Fjalla- baksleið nyrðri, Tjöld eöa hús, fararstj. Jón I. Bjarnason. Þorsmörk TjaJdaö i Stóra- enda. Góðar gönguferðir. Upplýsingar og farseölar á skrifst . Lækjargj. 6a simi 14606. Útivist. Kvenfélag Háteigssóknar: Sumarferðin verður farin fimmtudaginn 17. ágúst á Landbúnaðarsýninguna á Sel- fossi. Aðrir viðkomustaðir: Hulduhólar i Mosfellssveit, Valhöll á Þingvöllum og á heimleið komiö i Stranda- kirkju. Þátttaka tilkynnist i siöasta lagi sunnudaginn 13. ágúst i sima 34147, Inga, og simi 16917, Lára. Afmæli 70ára er i dag, föstudaginn 11. ágúst, Guðmundur Guömundsson, bóndi I Vorsa- bæjarhjáleigu, Arnessýslu. Tilkynning, Listasafn Einars Jónssonar. Opið alla daga frá kl. 13.30 til kl. 16 nema mánudaga. Kjarvalsstaöir: Sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarval er opin alla daga nema mánudaga. Laugardaga og sunnudaga kl. 14 til kl. 22. þriðjudaga til föstudaga kl. 16 til 22. Aögangur og sýninga- skrá er ókeypis. Al-Anon fjölskyldur Svarað er i sima 19282 á mánudögun^. kl. 15-16 og á fimmtudögum kl. 17-18. Fundir eru haldnir i Safn- aðarheimili Grensáskirkju á þriðjudögum, byrjendafundir kl. 20og almennir fundir kl. 21, i AA húsinu Tjarnargötu 3C á miðvikudögum, byrjenda- fundir kl. 20 og almennir fund- ir kl. 21 og i Safnaðarheimili Langholtskirkju á laugardög- um kl. 14. lsenzka dýrasafnið Skóla- vörðustig 6b er opiö daglega kl. 13-18. Geðvernd. Muniö frimerkja- söfnun Geðverndar pósthólf 1308, eða skrifstofu félagsins ^Hafnarstræti 5, simi 13468. Arbæjarsafn er opið kl. 13 til 18 alla daga nema mánudaga. Leið 10 frá Hlemmi. Frá Mæðrastyrksnefnd. Skrif- stofa nefndarinnar er opin þriðjudaga og föstudaga frá kl. 2-4. Lögfræðingur Mæðra- styrksnefndar er til viðtals á mánudögum kl. 10-12 simi 14349. Heilsuverndarstöð Reykjavik- ur. Ónæmisaðgerðir fyrir full- orðna gegn mænusótt fara fram i Heilsuverndarstöð Reykjavikur á mánudögum kl. 16.30-17.30. Vinsamlegast hafiö meðferðis ónæmiskortin. Asprestakall: Safnaðarferðin verðurfarin 12. ágúst n.k. kl. 8 frá Sunnutorgi, fariö verður að Reykhólum og messað þar sunnudaginn 13. ágúst kl. 14. Upplýsingar um þátttöku til- kynnist I sima 32195 og 82525 fyrir föstudaginn 11. ágúst. krossgáta dagsins 2828. Krossgáta Lárétt: 1) Lok 6) Sómann 10) Timabil 11) Keyröi 12) Geymana 15) Vi'sa. Lóðrétt: 2) Lærdómur 3) Hreyfist 4) Sammála 5) Borg 7) Heiður 8) Bið 9) Miödegi 13) Egg 14) Ennfremur. Ráöning á gátu No. 2827. Lárétt: 1) Vetur 6) Lystugt 10) Ok. 11) AA 12) Tignast 15) Iönin. Lóörétt: 1) Ess 3) Unu 4) Bloti 5) Státa 7) Yki 8) Tin 9) Gas 13) Guð 14) Ali. r [ David Graham Phillips: 3 WSmmm 277 úr lifi sinu — hvernig hún hafði sigrazt á sorginni og einstæöings- skapnum eftir fráfall Burlinghams — hvernig hún hafði afborið þaö, að Etta fór sinn veg án hennar — hvernig hún hafði skilið við Roderick — og Fridda Palmer. Og nú siöast þessi stærsta raun. — Já, ég er fædd til þess að láta allt verða mér aö sem mestum notum, endurtók hún. — Þú hefur hlotið mikla hamingju I vöggugjöf, sagði Clélie, sem var ein af þvi fólki, sem alltaf veröur að styðja sig við aðra til þess að falla ekki og fær aldrei risiö á fætur, ef það hrasar. Það setti snögglega hlátur að Súsönnu — ekki glaðværan, heldur blandinn hæðni. — Þetta hefur mér aldrei dottið i hug, en ég held, að þú hafir rétt fyrir þér, sagði hún. Og hún rak aftur upp einkennileg- an hlátur. — Ef þú þekktir Hfsferil minn, myndir þú halda, að ég væri að gera að gamni mlnu. En ég er ekki að þvi. Jafnvel það eitt, að ég er enn á lifi og er það, sem ég er, sýnir, hve mikil hamingja mér hefur hlotnazt i vöggugjöf. Hún fór að hugsa um, hvernig Brent hafði komizt að orði um það, hvilikur hamingjuhrólfur hún væri, af þvi að hún væri gædd þeim hæfileika að geta hafiö sig yfir hina saurugu féhyggju, sem hann áfelldist svo oft. Brent! Ef það hefði nú verið hann, sem stóð þarna við hliðina á henni og hallaöi sér að henni! Og nú fannst henni hún vera svo einmana og yfirgefin. Alein — alitai alein. Garvey kom út i skipið, þegar landgöngubrúnni hafði verið komið fyrir. Hann var I svörtum fötum — allt svart. En sorgin, sem varp- aði skugga sínum á stórt, góðmannlegt andlit hans, virtist falslaus. Og hún var falslaus. Hann hafði ekki annað gert en syrgja fráfall húsbónda sins — hafði ekki snert við neinu af þvi, sem maðurinn, er hann elskaði og syrgði, hefði umfram allt viljað, að hann kæmi i lag. Þegar Garvey heilsaði þeim, fylltust augu Clélie tárum, og hún sneri sér undan. En Súsanna horfði fast á hann. 1 hennar augum voru ekki tár, heldur blik, sem knúði Garvey til þess að kæfa klökkvann og lúta höfði til þess að dylja geðshræringu sina. Þaö, sem hann sá eða fann, bak við rótt yfirbragð hennar, fyllti hann lotningu —hér um bil ótta. En hann gat ekki skynjað þar neina sorg. Það liktist ekki sorg, sem hann hafði nokkurn tlma þekkt eða heyrt getið um. — Hann samdi gjafabréf rétt áður en hann dó, sagði hann við Súsönnu. — Hann eftirlét yður allar eignir sinar. Svo aðhún hafði þá ekki farið vill vegar. Hann hafði elskaö hana, eins og hún elskaði hann. Hún sneri sér undan og gekk hratt brott. Hún hraðaöi sér inn I klefa sinn, læsti hurðinni og fleygði sér upp I rúmið. Og nú féllst henni allur ketill I eld I fyrsta skipti. t þessum stormi var hún eins og litill landfugl, sem borizt hefur á haf út i fár- viðri. Hún skildi sjálfa sig ekki.Hún gat ekki skilið það, að hann væri látinn, og þó hefði hún ekki nötrað átakanlegar af harmi, tárvana og ekkalaus, þótt andvana likami hans hefði hvilt i örmum hennar. Hún gróf andlitið niður i koddana. Clélie kom, opnaði, leit inn, lokaði aftur. Klukkustund leiö — hálfönnur klukkustund leiö. Þá kom Sús- anna upp á þilfar — náföl, stillileg, fögur, heimskona I feröafötum. — Ég hef aldrei fyrr séð þig með ólitaöar varirnar, sagöi Clélie. — Þú munt aldrei framar sjá þær litaðar, sagði Súsanna. — En þú sýnist eldri svona. — Ekki samt eins gömul og ég er, svaraði Súsanna. Þegar þær voru setztar upp I vagn og lagðar af stað til gistihúss- ins, var eins og hún vaknaði af leiðslu. Hún rauf óþægilega þögnina og sagði: — Hvað ætli ég fái mikið? Spurningin kom algerlega óvænt. Hún lét illa 1 eyrum Garveys. Hann leit forviða á hana og roðnaði. Það duldist ekki, hve honum var þessi spurning ógeðfelld. Súsanna sá það, en afsakaði sig ekki. Henn stóð á sama, þótt heimurinn móðgaðist. Hún beið róleg. Eftir langa þögn svaraði hann eins ásakandi og bliðlynd undirtylla vogaði sér: — Þér munið fá eftir hann hér um bil þrjátiu þúsund dali á ári, ungfrú Lenox. Hann varð agndofa, þegar hann sá gleðiljóma, er skein úr augum hennar. Clélie varð einnig órótt, þótt hún skildi betur lunderni Súsönnu og bæri ekki aðra eins lotningu fyrir hræsni samfélagsins og Garvey. En Súsönnu bauö ekki lengur nein ógn af dómum annarra. Það var ekki ætlun hennar að sýnast sorgbitin. Sorg henn- /■■" ........................................

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.