Tíminn - 11.08.1978, Blaðsíða 20

Tíminn - 11.08.1978, Blaðsíða 20
Sýrð eik er sígild eign IIUtCiQC TRÉSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 - SÍMI: 8682? Gagnkvæmt tryggingafélag Föstudagur 11. ágúst 1978 172. tölublað — 62. árgangur i sími 29800. (5 línur) Verzlið í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki Stjórn verkamannabústaða: Verksamníngnum við Breiðholt h.f. rift vissu alltaf um fjárhagsörðugleika fyrirtækisins MóL- Slöustu tvo daga hefur stjórn verkamannabústaöa i Reykjavik setiö á fundum til aö ræöa fjárhagsöröugleika bygg- ingaverktakans Breiöholt h.f. og samning þann, sem stjórnin hefur gert viö fyrirtækiö um byggingu verkamannabústaöa I Hóla- hverfi. Timanum barst i gær samþykkt stjórnarinnar um þetta mál og segir þar m.a.: „Stjórn V.B. telur aö vei athug- uöu máli, aö nú liggi alveg ljóst fyrir aö Breiöholt h.f. geti ekki vegna stórfelldra fjárhagsöröug- leika lokiö samningsskyldum sin- um viö V.B. samkvæmt verk- samningi um byggingu 18 fjölbýl- ishúsa i Hólahverfi i Reykjavik dags. 3. febr. 1978. Telur stjórnin fjárhagslegt hrun fyrirtækisins vera á næsta leiti. Þvi samþykkir stjórnin meö til- visun til almennra verkskilmála, liö 30, aö rifta nú þegar framan- greindum verksamningi viö Breiöholt h.f. Jafmframt áskilur stjórnin sér allan rétt til skaöa- bóta úr hendi Breiöholts h.f., vegna þessarar óhjákvæmilegu riftunar, þar meö talinn rétt til aö ganga aö verktryggingum.” 1 framhaldi af þessari sam- þykkt stjórnarinnar hefur veriö ákveöiö, aö stjórnin sjálf yfirtaki framkvæmdirnar I Hólahverfi og annist þær uns annaö veröur ákveöiö. Verksamningur þessara aöila, sem geröur var 3. febrúar I ár, hljóöaöi upp á 674.5 milljónir króna. Þegar samningurinn var undirritaöur var þó stjórninni ljóst, að fjárhagur Breiöholts h.f. var slæmur og að fyrirtækiö skuldaöi stórar fjárupphæöir. Forráöamenn fyrirtækisins töldu sig þó geta létt á shuldarbyröinni meö þvi að selja steypustöö sina, en i ljós kom aö þaö tókst ekki. Nokkrar bréfaskriftir uröu milli stjórnar verkamannabú- staöanna og Breiðholts h.f. Viöur- kenndi fyrirtækiö þar m.a., aö fjárhagsstaöa þess væri slæm, en lagöi til aö nýr aðili, Noröurás h.f., yfirtæki verksamninginn. Þeirri tillögu hafnaöi stjórn V.B. Um 60% af verkinu viö Hóla- garöa er lokiö, en verksamning- urinn náði til tveggja ára. Skráning atvinnulausra: Skríðan af stað í MÓL —Stööugt bætast fleiri nöfn á atvinnuleysisskrár I Vest- mannaeyjum og á Suöurnesjum, en allflest frystihús á þessum svæöum hafa veriö lokuö út alla vikuna vegna rekstraröröugleika. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Timinn hefur aflaö sér eru eitthvaö á þriöja hundraö manns komnir á atvinnuleysisskrá á þessum svæöum. 1 eyjum voru 78 komnir á skrá i gær, en um siö- ustu mánaöamót var enginn á skrá þar og svo hefur veriö i lang- an tima. Af þessum 78 voru 65 konurog 8karlmenn,sem voru öll i fiskvinnslu. Hinir fimm voru all- ir sjómenn. I Keflavik fjölgar einnig stööugt á atvinnuleysisskránni og voru 91 komnir á hana i gær og hefur þaö fólk yfirleitt allt veriö i frystihúsavinnu. Þar af voru 78 konur atvinnuiausar. dag? 1 Sandgeröi voru 24 konur á skrá, enfimmhaföi veriöútveguö vinna. Enginn karlmaöurvar þar á skrá. 1 Grindavik voru hins vegar aö- eins þr jár konur skráöar atvinnu- lausar, en þess ber þó aö geta aö hvorugt frystihúsið hefur stööv- ast enn. Þá voru fimm á skrá i Nja rövikunum. Vitaö er, aö hátt á annað þús- und mannshefur misst vinnu sina i vikunni vegna stöövunar frysti- húsanna og hefur þvi ýmsum komiö á óvart hve fáir eru komnir á skrá. A sumum þeim stööum, sem Timinn haföi samband viö i gær, kom fram sú skoöun, aö skriöan gæti fariö af staö i dag, þar sem hiöatvinnulausa fólk fær ekki‘launaumslagið sitt eins og venjulega. Vandamál frystihúsanna: Sjö stöðvast um næstu mánaðarmót á Stór-Reykjavíkursvæðinu MóL —Sjö frystihús I Reykjavik, Hafnarfiröi og Kópavogi hafa á sameiginlegum fundi ákveöiö aö hætta starfsemi um næstu mánaöamót. Er þá miðaö viö, aö ástand frystihúsaiönaöarins sé óbreytt frá þvi sem nú er. Þessi ákvöröun var tekin á fundi forsvarsmanna sjö frysti- húsa á Stór-Reykjavikursvæöinu. Þessi hús eru Baröinn hf., Kópa- vogi, Hraöfrystistööin i Reykja- vik h.f., Isbjörninn h.f., Reykja- vik, Ishús Hafnarfjaröar h.f., Kirkjusandur h.f., Reykjavik, Sjófang h.f.. Reykjavik og Sjóla- stööin h.f.,Hafnarfiröi. A fundinum var bent á, aö vinnsla á þessu svæöi væri nú rekin meö 4-6% halla þrátt fyrir 11% greiöslur úr veröjöfnunar- sjóöi ofan á söluverö framleiösl- unnar. Þá var bent á, aö um næstu mánaöamót væru miklar kauphækkanir fyrirsjáanlegar, auk hækkana á margvislegri þjónustu svo sem rafmagni o.fl. Eins og kunnugt er hafa allflest frystihús á Suöurnesjum, svo og i Eyjum, lokast vegna rekstrar- erfiöleika og hafa mörg hundruð manns misst atvinnu sina af þeim sökum. Þegar fréttamaöur Tlmans var á ferö f Breiöholtshverfi s.I. miöviku- dag hitti hann þessa stráka sem sjást á meöfylgjandi mynd. Þeir sögö- ust aöspuröir alitaf þurfa aö ganga eöa hjóla á götunni þar sem engar gangstéttir væru til staöar. Engar gangstéttir — flelri slys Daginn eftir var hin myndin tekin, en þá haföi oröiö slys rétt hjá þeim staösem fyrri myndin var tekin á. Litill drengur á reiöhjóli féll f götuna er bil bar þar aö, en sem betur fer þá reyndist hann aöeins hafa oröiö fyrir minni háttar meiöslum. Ljósm.Ksn. Seðla- bankinn bíður en sænska frystihúsið fær að standa HR — Fyrir skömmu barst Timanum fréttatilkynning frá Bæjarútgerð Reykja- vikur þar sem greinir frá þvi, aö borgarráö hafi sam- þykkt að heimila óbreyttan rekstur á sænska frystihús- inu til haustsins 1979. Timinn hafði samband við Davið ólafsson, bankastjóra hjá Seðlabankanum, og spurði hann hvort þetta kæmi ekki þvert á allar byggingaráætlanir Seöla- bankans. Davíð sagði, að þetta væri ekkert nýtt, þvi aö rekstrar- heimild til handa sænska frystihúsinu hefði verið framlengd um eitt ár I einu nú siðustu árin. A meöan væri veriö að vinna viö teikn- ingar að hinu nýja húsi Seðlabankans og undirbúa byggingu þess. Hins vegar hefði ekki enn veriö samiö við borgaryfirvöld um lóö undir húsiö, en þeir hjá Seðlabankanum heföu þó mikinn augastaö á lóö sænska frystihússins. Að lokum sagöi Daviö, aö það væri fyrir löngu oröiö að- kallandi að byggja nýtt hús undir starfsemi Seðlabank- ans, þvi aö núverandi hús- næði væri alltof litiö. Blaðburðor fólk óskast Timann vantar fólk til blaðburðar i eftirtalin hverfi: Njálsgata Grettisgata Bólstaðarhlið Bergstaðarstræti Óðinsgata. SÍMI 86-300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.