Tíminn - 11.08.1978, Blaðsíða 6
6
Föstudagur 11. ágúst 1978
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurósson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Kitstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og' auglýsingar Sióumúla 15. Sfmi
86300.
Kvöldsimar blaóamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verb i lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á
mánuði.
Blaðaprent h.f.
Bragð er að
Eins og alþjóð veit hefur Alþýðubandalagið tekið
að sér að vera málsvari fyrir skuldakóngana og
verðbólgubraskarana með tillögum sinum i efna-
hagsmálum. Þessar tillögur hafa sem kunnugt er
vakið reiði margra þeirra sem greiddu Alþýðu-
bandalaginu atkvæði i siðustu kosningum.
Svo ramt kveður nú að þessu að i Þjóðviljanum i
gær birtist grein eftir Magnús Kjartansson, fyrrum
ráðherra Alþýðubandalagsins, þar sem hann segir
þessar tillögur hafa gengið alveg fram af sér. Mun
mörgum þykja bragð að ummælum Magnúsar um
efnahagsmoðsuðu og undanfærsluleið flokksbræðr-
anna, Lúðviks, Ólafs Ragnars Grimssonar og ann-
arra.
I upphafi greinar sinnar segir Magnús Kjartans-
son:
,,Ég hef ekki lagt orð i belg þótt ég hafi oft orðið
hissa, en nú er svo komið að ég get ekki orða bundist
lengur. Astæðan er sú tillaga forustumanna Alþýðu-
bandalagsins að vandi útflutningsatvinnuveganna
skuli að hluta til leystur með þvi að lækka vexti.”
Siðan f jallar Magnús nánar um þessar tillögur og
segir svo:
„Mig skortir greind til þess að skilja það hvernig
4.500 milljóna króna rýrnun sparifjár og 5% almenn
verðbólga geti tryggt að spariféð haldi „raungildi”
sinu, og væri fróðlegt að fá skiljanlegar skýringar á
þvi.”
Þarna hitti Magnús Kjartansson naglann á höfuð-
ið, þvi að menn hafa einmitt verið að biðja um
skiljanlegar skýringar á tillögum Alþýðubanda-
lagsins til útbóta i efnahagsmálum almennt.
Hringavitleysa Lúðviks og nóta hans er slik að jafn-
vel Magnúsi Kjartanssyni ofbýður.
í grein sinni rekur Magnús Kjartansson sam-
hengið milli neikvæðra vaxta og verðbólgubrasks,
hvernig menn geta beinlinis grætt á þvi að skulda
vegna verðbólgunnar af þvi að vextir eru öfugir,
hvernig skynsemi og vit i fjárfestingu rýkur út i
veður og vind meðan bankarnir eru látnir borga
með lánspeningunum, og hvernig ránshöndum er
farið um sparifé ráðdeildarfólksins.
Undir lok greinar sinnar heldur Magnús Kjart-
ansson áfram að senda foringjum Alþýðubanda-
lagsins tóninn svo sem réttilegt er. Hann segir:
„Vilji menn draga úr verðbólgu og uppræta
hana er leiðin sú ein að koma i veg fyrir að unnt sé
að græða á verðbólgu. Það verður að tryggja að
sparifé haldi ævinlega verðgildi sinu. Dragi úr
verðbólgu, er auðvitað sjálfsagt að lækka vexti sem
þvi nemur”.
Ákvarðanir um vexti verða jafnan deiluefni og
sjálfsagt er að þeir geti verið eitthvað mismunandi
eftir þvi hvort um raunverulega þörf eða hreinan
munað er að ræða. Sliku mismunandi mati verður
þó að stilla i hóf, þvi að ella getur það alið af sér
pólitiska skömmtun og gjörspillt úthlutunarkerfi
sem þjóðin hefur þegar fengið alltof mikið af.
Kjarni málsins er sá að vextir mæli raunveruleg-
an fjármagnskostnað, raunverulegt „verð” láns-
fjár i samfélaginu. Og eins og Magnús Kjartansson
reynir að kenna Lúðvik Jósepssyni, eru vextir af-
leiðing en ekki orsök i efnahagsmálum. Þeir hljóta
að hækka og hækka i verðbólgu, en hjaðna siðan og
lækka með henni ef hún er tekin föstum tökum.
JS.
ERLENT YFIRLIT
Tuttugu kardinálar
keppa um páfadæmið
Sextán kardinálar hafa misst kosningarétt
SJALDAN hefur þaö veriö taliö
eins óráöiö og nú, hver eftir-
maöur páfa veröur. Þegar
Jóhannes páfi, tuttugasti og
þriöji lézt 1963, haföi hann
undirbúiö hver eftirmaöur
hans yröi. Hann haföi skapaö
Giovanni Battista Montini,
sem siöar varö Páll páfi sjötti,
slika aöstööu, aö hann átti
nokkurn veginn auövelda
kosningu. Páll sjötti geröi hins
vegar engar ráöstafanir til aö
velja sér eftirmann. Sumir
fréttaskýrendur hafa gizkaö á,
aö Páll sjötti hafi helst haft
Giovanni Benelli kardinála f
Flórens i huga. Hann var um
fjórtán ára skeiö hægri hönd
Páls sjötta í páfagaröi unz
Páll skipaöi hann kardináia i
Flórens fyrir réttu ári. Meö
þvi aö veita Benelli kardinála-
titálinn tryggöi hann honum
vist kjörgengi, þvi aö venju-
lega koma ekki aörir en
kardinálar til greina viö páfa-
kjör. Benelli þótti röggsamur
stjórnandi meöan hann var i
páfagaröi, en kom sér
miöur vel viö kardi-
nálana, einkum þá itölsku,
sökum hreinskilni og
ihlutunarsemi. Hann þótti
einnig ihaldssamur I skoö-
unum, en vera má, aö hann
hafi þar veriö bergmál Páls
sjötta, en barátta hans gegn
fóstureyöingum og þátttöku
kommúnista i rikisstjórn
Itali'u setti á hann ihalds-
saman stimpil siöustu
stjórnarár hans. Þaö er einnig
andstætt Benelli, aö hann
þykir helzt til ungur sem páfi,
enda þótt hann sé oröinn 57
ára.
ÞAÐ gerir kjör páfa nú enn
óvissara, aö kardinálarnir eru
orönir mun fjölmennari en
áöur. Páll páfi sjötti fjölgaöi
kardinálum verulega,en aöal-
lega utan ttaliu. Tilgangur
hans meö þvi var aö gera
katólsku kirkjuna alþjóölegri
en áöur. Kardinálarnir eru nú
131 og aöeins 26 þeirra eru
Italskir. ttölsku kardinálarnir
hafa aldrei veriö hlutfallslega
eins fámennir og gerir þaö úr-
slitin enn óvissari, en þeir
hafa löngum haldiö hópinn,
einkum þó þegar til úrslita
dró. Þótt kardinálarnir séu
131, eins og áöur segir, hafa
aöeins 115 þeirra kosninga-
rétt, en Páll páfi sjötti setti
m.a. þáreglu, aö kardinálarn-
ir missa kosningaréttinn, þeg-
ar þeir veröa áttræöir. Sektán
kardinálar eru komnir yfir
aldurstakmarkiö.
Þaö gerir páfakjöriö einnig
óvissara, aö margir þykja
geta komiö til greina, en eng-
inn þykir bera sérstaklega af
öörum. Ekki færri en 12 italsk-
ir kardinálar hafa veriö til-
nefndir sem páfaefni, og átta
sem eru búsettir utan Italiu.
Vel getur fariö svo, aö enginn
þessara kardinála nái kjöri,
heldur veröi einhver, sem enn
hefur ekki veriö sérstaklega
nefndur,fyrir kjörinu.
SIÐAN 1523 hafa allir páfarnir
veriö Italskir, en ekki þykir
ósennilegt aö breyting veröi
nú á því. Ef hinn nýi páfi verö-
ur ítalskur, hafa eftirfarandi
kardinálar helst veriö nefndir,
auk Benelli, sem áöur hefur
veriö sagt frá: Sebastiano
Baggie, 64 ára. Hann þykir
hafa sýnt mikla diplómatiska
hæfileika, en er talinn íhalds-
samur.
Sergio Pignedoli, 67
ára, sem hefur veriö eins kon-
ar erindreki páfa f löndum,
þar sem rikjandi eru önnur
trúarbrögö en kristni. Alls
hefur hann heimsótt 156 lönd
Sebastiano Baggie
Sergio Plgnedoll
Franz König
sem fuiltrúi páfa. Hann og
Páll sjötti voru taldir nánir
vinir. Sumir kirkjunnar menn
eru sagðir hafa þaö á móti
honum, aö hann sé sagður
alþýölegri I framgöngu en
sæmi kardinála.
Pericle Felici, 69 ára, sem
talinn er einn besti ræðu-
maöur i hópi kardinálanna.
Auk þessara fjögurra
kardinála, sem oftast eru
nefndir, þykja átta aörir
italskir kardinálar koma til
greina.
Af kardinálum utan Italiu
hafa eftirgreindir kardinálar
oftast veriö nefndir.
Franz König, 73 ára,
kardináli I Vinarborg. Hann
hefur átt mikinn þátt I
þvi aö bæta sambúðina milli
páfastólsins og rikisstjórna
Austur-Evrópu. Hann hefur
veriö kardináli siöan 1954.
Hann er mestur málagarpur I
hópi kardinálanna. Hann
talar vei ensku, Itölsku,
spönsku, frönsku og
rússnesku, auk þýzkunnar.
Hann talar einnig allvel
grisku, hebresku og arablsku.
Jóhannes Willebrands, 68
ára, kardináli I Hollandi.
Hann þykir frjálslyndur I
skoöunum, og kann þvi aö
hafa ihaldssamari kardinála á
Giovanni Benelli
Edaardo Pironio
Johannes Wllebrands
móti sér. Hann þykir hins veg-
ar góöur stjórnandi og ákveð-
inn.
Leon Duval, 75 ára,
kardináli 1 Alsir. Hann hefur
unniö mikiö aö útbreiöslu
katólskrar trúar I löndum
Múhameöstrúarmanna og
hefur þvi stundum veriö
nefndur Muhamed erkibiskup.
Hann er sagöur mikill gáfu-
maður, en kann aö þykja orö-
inn of gamall til aö taka viö
páfadómi.
Eduardo Pironio, 58 ára,
kardináli í Argentinu. Hann
hefur unniö sér mikiö álit og
veriö vel séður I páfagaröi.
Hann er af itölskum ættum og
gæti þaö aflaö honum fylgis
meöal itölsku kardinálanna.
Fleiri kardinálar, sem eru
búsettir utan ítaliu, eru taldir
koma til greina, og alls hafa
einir tuttugu kardinálar veriö
nefndir af fréttaskýrendum
sem hugsanleg páfaefni.
Þaö veröur fyrsta verk
nýkjörins páfa, sem veröur
hinn 265. i röðinni, aö velja sér
nafn, en fyrirrennarar hans
hafa ýmist heitið Jóhannes,
Pius, Benedikt, Leo eöa Páll.
Hann er þó ekki bundinn af þvi
aö velja eitthvert þeirra.
Þ.Þ.