Tíminn - 27.08.1978, Qupperneq 16

Tíminn - 27.08.1978, Qupperneq 16
16 Sunnudagur 27. ágúst 1978 Við erum ekki ein I algeimnum. Hér segir frá ferð geimskips yfir Sjáland, á milli kl. 16 og 17, 10. desember 1975 Hvað gerist daginn, sem við fáum heim- Stjarnfræðingur danska út- varpsins er ekki lengur eindreg- inn andstæðingur þess mögu- ieika, að sögurnar um fljúgandi furðuhluti eigi við rök að styðj- ast. Grágrænn hlutur, i laginu eins og tundur- skeyti með stuttum út- öngum, leið hljóðlaust yfir himinninn. Kl. var þrjú eftir hádegi og desembermyrkrið var þegar skollið yfir smá- bæinn Kongsted, við Dianalund á Vestur- Sjálandi. Kona ein og börn hennar virtu hlutinn fyrir sér úr austur- glugga á stofu húss sins. Þetta var undarleg sjón. öðru hverju voru útlinur þessa farartækis nokkuðóljósar, en skýrar annað slagið. Undarleg óhugnaðartil- finning greip þau. Þau sneru sér undan og hvernig eða hvert þetta hvarf, gátu þau þvl ekki sagt. Hitt sýnist ljóst, að hér var um að ræöa sýn, sem er ein af ráðgátum þeim sem snerta þaö svið, sem kallast fljúgandi furðuhlutir, UFO. Annaö fólk á öðrum stöðum og á nokkuö öðr- um tima, kunni frá svipuðu að segja, svo óhætt er að fullyrða að ókennilegt farartæki var á ferð yfir Sjálandi siðdegis þann 10. desember, 1975. Klukkan 16sáu maður nokkur og stálpuð dóttir hans þennan hlut, þar sem hann stóð kyrr i loftinu yfir Karise. Þessu sinni virtust miklir ljóskastarar I gangi, sem gerðu það ómögu- legt að sjá útlinur hlutarins. En þeir næstu, sem komu auga á hann, heil fjölskylda i Köge, gat bæði séð hið ilanga form hlutar- ins og einnig tvo ljósgeisla, sem frá honum komu. Fjölskyldan, sem býr nærri aöflugsleiöum á Kastrupflugvöll, er alvön að sjá flugtæki allra tegunda, en þetta minnti ekki á neitt, sen þau fyrr höfðu séð. Samkvæmt lýsingu þessarar fjölskyldu tók hluturinn nú stefnu til suðausturs, — án þess að nokkurt hljóð yröi heyrt, — og við Hellested bar það ein- kennilegasta við i lifi ler.gubil- stjóra eins frá Kaupmannahöfn, sem hann hafði lifað. Tvö risastór augu horfðu á mig Ég var á andaveiðum, segir bilstjórinn, — en afraksturinn hafði ekki verið mikill. Aftur á móti var gaman að horfa á vest- urhimininn, sem ljómaði I öllum regnbogans litum um sólarlag. Veður var bjart og kyrrt. Þegar ég sneri mér við til þess að lita á austurhimininn kom þetta. Fyrst var þetta eins og stór, skinandistjarna, en ég uppgötv- aði fljótt aö hún nálgaðist með miklum hraða þann stað sem ég stóð á. Hluturinn þaut niður á við i boga. Hljóðlaust og fór griðarhratt, þar til hann stans- aði i litilli fjarlægð frá mér, kannske i 100 metra hæð. Þessi leigubilstjóri hafði aldrei verið áhangandi þeirrar „gömlu goðsagnar,” sem hann nefnir sögur um fljúgandi furðuhluti, en nú varð hann aö hugsa sig um, þvi hér stóð einn slikur hreyfingarlaus i loftinu fyrir ofan hann. Af hlutnum stafaði bláleitum bjarma, segir bilstjórinn, — en efst var hann appelsínulitur og neðsti hlutinn hulinn myrkri. Liklega hefur hluturinn veriö um það bil 30 metra langur. Skyndilega var kveikt á tveim griðarstórum ljóskösturum, um sókn utan úr geínmum? það bil fimm metra breiðum. Ég sá greinilega Ihvolf glerin og þótti helst sem griðarstór augu störðu á mig. Eða réttara sagt: mörg augu. Þvi ljósunum var skipt i marga fleti, i laginu eins og hólf i býflugnabúi, litla sex- hyrninga. Fann til friðar og feg- urðar 1 andstöðu við reynslu kon- unnar frá Kongsted, fann bil- stjóri þessi ekki til ótta, — þvert á móti. — Ég var gripinn sterkri til- finningu friðar og fegurðar, og ég gleymdi stund og stað. Ljósið var milt og fagurt. Þetta var það fegursta sem ég hef reynt um mina daga. Likt og tveir demantar, sem lýstu innanfrá. Hann vaknaði skyndilega úr þessu dáleiðsluástandi, þegar ljósið skyndilega slokknaði, en hluturinn sneri við, jók hratt skriðinn og hvarf. Að nokkrum sekúndum liðnum var hann að- eins sem lýsandi strik á himnin- um. Ekkert hljóð varð heyrt. Ekkert vitnanna hefur á neinn hátt gölluö skynfæri, og öll óska þau eftir að nöfnum þeirra sé haldið leyndum. Þó má geta hér smá atburöar, sem kannski mætti setja I samband við þetta, en hann gerðist i Köge um kl. 16. Hanne Nielsen var úti að viðra hundinn sinn Bob. Bob er hvers- dagslega gæfur hundur og hlýð- inn, en vis til aö gelta að ókunn- um. En skyndilega tók hann upp á nokkru, sem hann aldrei hafði gert fyrr. Hann stoppaði, lagðist flatur á gangstéttina og skalf af ótta. Enginn var i grenndinni. Engin sérstök hljóð gátu hafa hrætt hann. Hanna einbeitti sér að hundinum, reyndi að fá hann til að risa á fætur, reyndi að róa hann. Þess vegna leit hún ekki upp — hefði hún gert það er ekki loku fyrir skotið að hún hefði orðið þeirra fágætu reynslu að- njótandi, að sjá fljúgandi furðuhlut. Konan frá Kongsted fann til ótta. Leigubllstjórinn fylltist friði og hugboði um óskiljanlega fegurð. Sannar þetta ef til vill hið fornkveðna um að „það sem séð er, fer eftir augunum sem á horfa.” Það er ekki gott að segja. Fljúgandi furöuhlutir eru sama gátan og fyrr. Komið ekki nærri UFO Reyndur sérfræðingur um þann hluta geimsins, sem okkur er kunnur, er Christian Rovs- ing, en hann hefur séð um allt slikt efni fyrir danska sjónvarp- ið. Fyrir fáum árum hefði hann blákalt visað á bug öllum kenn- ingum um ójarðnesk geimför. En i samtali við hann nýlega, komst hann furðulega að orði. 1 stað þess að visa UFO fullkom- lega á bug sem staðleysum, varaði hann fólk við að nálgast eða að reyna að setja sig I sam- band við áhafnir sliks geim- skips, ef það þá væri til, — og menn yrðu viðstaddir lendingu þess. 1 þessari aðvörun, sem verður að teljast aðalatriðið i orðum hans, verður vart við glufu i skoðunum þessa annars einsýna raunvisindamanns. Sú skoðun Christian Rovsing, að menn skyldu halda sig fjarri er byggð á þeirri aiar rökrænu hugsun, aö þarna mundu menn standa gagnvart verum á svo háu vitsmunastigi, aö I augum þeirra mundu jarðarbúar minna á apa eöa I besta lagi á frumstæðustu villimenn. 1 frásögnum af fljúgandi furðuhlutum rikir hið mesta öngþveiti. Skifur, diskar, vindl- ar, kúlur, sporöskjulaga hlutir með litla vængi, sporöskjulaga án vængja. Með gluggum og án glugga. Hljóðlaus, drynjandi, suðandi. Hverju á að trúa? Er hér um að ræða mismunandi farartæki frá sömu plánetu? Kemur þetta frá mörgum plánetum? Eru áhafnirnar fjandsamlegar frá einni plánetunni, en vinveittar frá annarri? Eru slikir furðuhlutir yfirleitt til? Þótt ekki séu fengnar sannan- ir, svo ótviræðar, að höröustu efasemdarmenn sannfærist, eru allir i aðalatriðum sammála um að ekki getum við verið einu vitsmunaverurnar i algeimn- um. Séu hugaróramenn og svikahrappar undanskildir og litið framhjá öllum þeim hlut- um sem fólk sér og flokka mætti undir veðurbelgi, sjaldgæfar tegundir flugvéla, loftspeglanir, gervihnetti og svo framvegis, eru jafnan nokkur dæmi eftir, sem um verður að segja að „lik- lega séu gestir úr himingeimn- um.” Almannavarna-stjórinn I Köge, Ejner Nielsen, sem sjálf- ur hefur ekki óbilandi trú á UFO, hefur oft séð fljúgandi hluti, sem hann ber ekki kennsl á. Fyrst á árunum eftir heims- styrjöldina, seinna I skóglendi Kanada og seinna fyrir þrem til fjórum árum.i garöi sinum I Köge. Þessir atburðir hafa full- vissað hann um að „það er eitt- hvað”, án þess að hann hafi endanlega látið sannfærast. Hann er nú þátttakandi I störf- um SUFOI, en það er félag, sem leitast við að rannsaka þau til- felli, þegar óþekktir hlutir sjást á lofti yfir Danmörku. Einar Nielsen á sér sina einkaskoðun, — og hana ekki al- veg fráleita, — um það, hvers vegna verur frá öðrum hnöttum mundu ekki taka af skarið og eiga samband við jarðarbúa. — Hér á jörð erum við þannig skapi farnir, að ég geri ráð fyrir að öll lönd mundu lita á það sem áreitni eða árás, ef skyndilega kæmu framandi farartæki og skertu lofthelgi landanna. í fyrstu yrði litið svo á að um árás væri að ræða og viðbrögðin yrðu eftir þvi. Verur, sem ef til vill hafa náð svo háu stigi, að öll strið eru þeim framandi, óska ef til vill ekki að koma af stað slik- um viðbrögðum hjá okkur, sjálfra sin og ekki sist okkar vegna. Nú er aðeins að biða. Meðan segja má aö allt sé kvikt af fljúgandi furðuhlutum I kring um okkur, eigum við ekki annars kost en aö biða. Biða eft- ir að eðlileg skýring fáist, eða eftir hinum mikla fundi við óþekkta menningu á fjarlægum stað i óendanlegum himin- geimnum. i

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.