Tíminn - 27.08.1978, Síða 22

Tíminn - 27.08.1978, Síða 22
22 Sunnudagur 27. ágúst 197X Ef menn komast um borð - þá geta — rætt við Brynjar Valdimarsson formann Siglingasambands íslands A góoviorisdogum er alltaf mikió um aó vera á Skcrjafiróinum og sérstaklega þá cr gefur góóan iiyr. Formaður Siglingasam- bands islands heitir Brynj- ar Valdimarsson og náði blaðamaður Timans tali af honum/ þar sem hann var önnum kafinn við að leið- beina ungum siglingaköpp- um i vikinni fyrir framan aðsetur siglingaklúbbanna Vmis og Sigluness í Kópa- vogi. Brynjar var fyrst spurður að þvi hvert hlut- verk Siglingasambands Is- lands væri. — t>að má i grófum dráttum segja aó hlutverk Siglingasam- bandsins sé fyrst og fremst að sjá um keppnir i siglingum, útgáfu- starfsemi innan sambandsins og samskipti við innlenda og erlenda aðila. Hvað annarri starfsemi viðvikur, þá höldum við árlega Arsþing, sem haldin eru á haust- in, en að öðru leyti er okkar starf- semi mjög svipuð þvi sem gerist um önnur sérsambönd innan l.S.t. Hvað stunda margir hérlendis siglingar innan siglingaklúbb- anna? — Það er nú ekki gott að henda reiður á þvi. Innan S.l.L. eru fimm siglingaklúbbar sem heyra undir fjögur héraðssambönd, en ég gæti trúað þvi að skráðir félag- ar i þessum klúbbum séu ein- hvers staðar á milli 400 og 500 talsins. Annars eru það miklu fleiri einstaklingar sem stunda siglingar en þessar tölur gefa til kynna, þvi að bæði Æskulýðsráð Keykjavikur og Tómstundaráð Kópavogs reka siglingaklúbba sem ekki eiga aðild að S.I.L., en ef tala þeirra unglinga sem sigl- ingar stunda innan fyrrgreindra samtaka væri tekin ineð i reikn- inginn, þá myndi ég áætla að fjöldi þeirra sem siglingar hefðu stundað væri hátt i tvö þúsund talsins. Hveruig er starfsemi hinna ein- stöku klúbba háttaó? — Það má segja að það sé allur gangur á þvi. t þeim klúbbum ' sem heyra undir S.t.L. eiga féiagsmenn i flestum tilvikum báta þá, er þeir sigla, sjálfir, en æskulýðsklúbbarnir eiga sina báta og svo er reyndar einnig um klúbbana Þyt og Vog, en þeir eru reknir i nánum tengslum við æskulýðsstarfið i Hafnarfirði og Garðabæ. Nú, ef rætt er sérstaklega um klúbbana innan S.I.L., þá koma félagsmenn gjarnan á kvöldin og um helgar til þess áð sigla, og þá á eigin bátum i flestum tilfellum eins og áður segir, en algengt er að menn eigi bát i félagi og eru þá allt að sex saman um bát. Hvaóa tegundir báta eru al- gengastar? .— Það eru nokkrar tegundir sem eru algengastar, en það eru „Flipper”, „Fireball”, „Optimist", „Mirror” og reyndar nokkrar fleiri. Einnig er nokkuð um stærri báta, svo kallaða kjöl- báta, en þeir eru enn tiltölulega fáir, enda kosta slikar skútur allt upp i 5 milljónir króna og þar yfir, þó að revndar sé hægt að fá þær ódýrari. Minni bátarnir, eins og Flipper og Optimist. eru fluttir hingað inn frá Bretlandi og Danmörku, en svo eru bátar eins og Fireball mikið smiðaðir hér heima og þá i flestum tilfelium alveg frá grunni, ef frá er talinn segla- búnaðurinn, og kosta slikir bátar allt upp i 500 þúsund krónur. Þá er hægt að fá Mirror, sem er bresk- ur, hingað i einingum sem hægt er að setja saman, og munu slikir bátar vera tiltölulega ódýrir. A hvaða aldri eru siglingamenn og hvaöa öryggiskröfur gerið þið til báta og þeirra sem sigla á ykk- ar vegum? — Einu öryggisreglurnar sem við setjum eru þær að viðkomandi siglari sé i bjargvesti, og um minni bátana gilda þær reglur að þeir verða að fljóta með þeirri áhöfn sem þeim sigla og bátarnir eru gefnir upp fyrir, og þá á ég við að bátarnir verða að fljóta vel. Um aldurinn á siglingamönn- um er það að segja að núorðið eru þeir á ölium aldri. Lengi vel var ég einn þeirra elstu sem siglingar stunduðu, en nú er það að breyt- ast sem betur fer. Einu kröfurn- ar, sem við gerum til okkar sigl- ara til að þeir fái að sigla, eru þær að viðkomandi komist hjálpar- laust um borð, og ef það tekst, þá er allt i lagi. Svo að við vfkjum að framtiðar- áformum Siglingasambandsins, hvað er næst á döfinni? Brynjar Valdimarsson, formaður Siglingasambands tslands Það er eins gott að kunna réttu handbrögðin þegar glimt er viö Ægi... ....annars gæti sjóferðin endað eitthvað i likingu við það sem við sjá- um á mvndinni, en þar eru ungir siglarar á góðri leið með að kaf- sigla sjálfa sig. Meðfylgjandi mynd sýnir unga siglingakappa sigla bát af Flipper gerð, en þeir eru einstakiega létt- ir danskir plastbátar. — Nú er nýiokið Norðurlanda- meistaramóti unglinga i sigling- um á svo kölluðum Flipper bátum en keppni þessi var haldin i Dan- mörku 9. — 13. ágúst s.l. Við erum að vona að framhald verði á sam- starfi okkar bæði við siglinga- sambönd á Norðurlöndum og annars staðar, en eins og málum hefur verið háttað, hefur S.t.L. Þó að farið sé að skyggja láta sjó- hetjur á Skerjafirði ekki deigan siga, og þeirra eina von er að það gefi góðan byr næsta dag. vJL Timamyndir Róbert

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.