Tíminn - 27.08.1978, Qupperneq 14
14
Sunnudagur 27. ágúst 1978
Sigurvegarar kappreiðanna, frá vinstri: Alli á Fannari
sem sigraði í skeiði á 23,1 sek. Sigurbjörn á Faxa sigraði í
800 m brokki á 1:44,4, Atli Guðmundsson sat Glóu í úrslit-
um i 350 m stökki, því Fríða gat ekki setið bæði á Glóu og
Loku, sem hljóp þarna sinn síðasta sprett i keppni. Glóa
hljóp á 25,1 sek. en Loka á 25,2 sek. Friða hleypti Reyk til
sigurs í folahlaupinu á 18,5 sek. og Pálmi Guðmundsson
sat Gutta, sem sigraði i 800 m stökki á 71,2 sek.
Myndirnartók S.V.
Gustur, jarpstjörnótti vekring-
urinn hans Högna Bæringsson-
ar varð efstur A-flokks gæð-
inga með 8,36 í meðaleinkunn,
knapi var Ragngr Hinriksson.
Sörli, jarpi 6 v. stóðhesturinn
hans Jónasar Þorsteinssonar á
Ytri-Kóngsbakka, varð. annar
Á KALDÁRMELUM
Loka hefur lokið keppni
Félagar Jónasar á Ytri-Kóngsbakka i Snæfellingi heiðr-
uðu hann sérstaklega með þessum bikar.
Áður en ég kom að
Kaldármelum hélt ég að
mót Snæfellings væru
smámót, haldin á kulda-
legum mel, einhvers stað-
ar þar sem hefði tekist að
ryðja nægilega langa braut
til að hleypa á. Nafnið
Kaldármelar verkaði
þannig á mig, og ég er ekki
frá því að svipað sé farið
um fleiri ókunnuga.
Snæfellingar komu mér
þar í opna skjöldu.
Mótstaður þeirra er frá
náttúrunnar hendi einn af
þeim fegurstu sem hesta-
mannafélög hafa yfir að
ráða og félagar í Snæfell-
ingi hafa komið sér þar
upp þokkalegri keppnisað-
stöðu og eru stöðugt að
græða upp mela og bæta
vellina þannig að innan
fárra ára verður þar besta
aðstaða á Vesturlandi til
mótahalds og sennilega
fyllilega sambærileg við
Vindheimamela og
Rangárbakka. Daginn sem
mótið var haldið var auk
þess dýrðar veður og
margir knáir kappar
mættir til leiks svo mótið
varð allt hið skemmtileg-
asta. S.V.
Gösli, brúnskjóttur sem Guð-
mundur Eiðsson á, en Guð-
mundur Teitsson sat, varð
efstur í B-flokki með 8,18 og
sömu einkunn hlaut Sörli,
Hildibrandar Bjarnasonar,
sem Jónas á Ytri-Kóngs-
bakka sat og Blakkur,
Ingveldar Kristjánsdóttur
varð þriðji með 8,04. Knapi
var Andrés Kristjánsson.-
Unglingarnir kepptu i tveim
flokkum, eins og víðast er
gert. í eldri flokki sigraði
Kristjana Bjarnadóttir á Eld-
ingu með 8,0 í einkunn, Jóna-
tan Ragnarsson á Jarp varð
annar með 7,50 og Sigrún
ólafsdóttír á Skjóna varð
þriðja með 7,33. Sigurður
Ábyrgðin hvílir þungt á tima-
vörðum og einbeitnin skín úr
svip þeirra.