Tíminn - 08.09.1978, Qupperneq 3
Föstudagur 8. september 1978
3
Farmanna- og fiskimannasambandiö:
Af hverju fáum við
ekki að vera með
í viðræðum rikisstjórnarinnar og launþega? [
MÓL — Stjórn og formenn sam-
bandsfélaga Farmanna- og
fiskimannasambands lslands
hafa lýst yfir furöu sinni og
hneykslan á þvi ,,að samtökum
sjómanna skuli ekki hafa verið
boðið til þeirra viðræðna sem
staðið hafa milli ríkisstjórnar-
flokkanna og fulltrúa sumra
launþegasamtaka i landinu um
ráöstafanir i kjaramáium, en
ofangreind áform fengin sam-
tökunum i hendur til umsagnar,
þegar enginn eða mjög Iitill
möguieiki er að hafa áhrif á
gang mála og koma sjónarmið-
um samtakanna fram. Svo ekki
sé taiað um að ætla tima til að
vinna tillögum fylgi i félögunum
og fá þannig traustari grunn
fyrir það sem á að gera.”
t gær lauk fundi stjórnar og
formanna sambandsfélaganna
innan félagsins og var ofan-
greind ályktun m.a. samþykkt.
Varðandi skerðingu samnings-
réttar mótmælti fundurinn einn-
ig harlega áformum rikis*
stjórnarinnar að binda með lög-
um alla kjarasamninga til 1.
desember 1979 að ööru en verö-
bótum. Um verðbætur á laun
ályktaöi fundurinn:
Vegna þeirrar ákvörðunar
rikisstjórnarinnar að, takmarka
veröbætur á laun og setja
samningana ekki i gildi, þrátt
fyrir marggefin fyrirheit þar
um, vill fundurinn benda á hina
algjöru sérstöðu sjómanna, að i
kjarasamningum þeirra eru
engin ákvæði um skilgreiningu
vinnutima og þvi enginn af-
markaður dagvinnutimi né
heldur skilgreind álög eins og
vaktaálag. Hljóta þvi samtök
sjómanna að krefjast þess að
fullt tillit sé tekið til sérstööu
þessara manna við ákvöröun
verðbóta.
Sambandsfyrirtæki:
Fá greitt
í hluta-
bréfum
fyrir Arnarflug
Sam
T..r - »'* '"”labrf'“”
HR — í Morgunblaðinu i gær er skýrt _frá þvi,
að þrjú Samvinnufyrirtæki, Oliufélagið h.f.,
Reginn h.f. og Oliustöðin i Hvalfirði h.f. hafi
keypt 25 millj. kr. hlutabréf i Flugleiðum. Til
seit Ftugtéiö' a& grennslastnanar fyrir um þetta hafði Tim-
bandsfyr»r 1 ®k'tw*—*og tenK.iö tnn samband við Hjört Hjartar, stjórnarfor-
i 'Xrnar_.u^Afum Fiugfe»f>a mann Oliufélagsins og innti hann nánar eftir
þessu máli.
ÍOlía við landið
best geymd
á hafsbotni
V___________________________
Samtök um náttúruvernd á
Noröurlandi (SUNN) héldu aðal
fund sinn i Hafralækjarskóla I
Aðaldal fyrstu dagana i septem-
ber. A fundinum var mikið rætt
og á siðasta degi fundarins voru
samþykktar 8 ályktanir. Þeirra á
meðal var ályktun um oliuleit viö
Noröausturland:
„Aðalfundur SUNN varar ein-
dregið við þeirri hættu sem er þvl
samfara, að erlendum auðfélög-
um sé veitt leyfi til oliuleitar hér
við land. Telur fundurinn, að Is-
lendingar eigi sjálfir að annast
slikar rannsóknir. Fundurinn
bendir á að oliuvinnsla við Norð
austurland hljóti að valda geysi-
legri byggðaröskun i þeim lands-
hluta og raunar I öllu landinu,
sem leiöa mmyndi til eyði-
leggingar hefðbundinna atvinnu-
vega. Einnig myndi hún valda
mikilli mengunarhættu i sjónum
á þessu svæði sem leitt gæti til
eyðingar fiskimiðanna þar og
gæti haft áhrif á sjávarllf um-
hverfis landið. Fundurinn telur
sýnt, að Islenskir aðilar muni ekki
hafa fjárhagslegt bolmagn til
oliuvinnslu við landið og þvi muni
það veröa erlendir auöhringar
sem fyrst og fremst hagnast á
vinnslu oliunnar hér. Umsvifum
oliuhringana mun fylgja marg-
visleg Ihlutum i málefni þjóðar-
innar, svo hætta er á aö sjálfstæði
hennar verði stórlega skert.
Þvi ályktar fundurinn að olia,
sem hugsanlega er til staðar við
landið sé best geymd á hafsbotni
fyrst um sinn.”
Fundurinn ályktar einnig um
hvalveiðar islendinga og beinir
þeim tilmælum til stjórnvalda aö
þau beiti sér fyrir þvi að hval-
veiðum okkar á úthafinu veröi
hætt, og að hvalveiðar i N-At-
lantshafi verði bannaðar a.m.k. I
tvo áratugi.
Fundurinn samþykkti einnig
ályktanir um: Varnir gegn oliu-
mengun, um nýtingu úrgangs-
efna, um virkjun fallvatna á
Norðurlandi vestra um verndun
Aðaldals og Laxárdals, um
stjórnun verndarsvæða i Þing-
eyjarþingi og um verndun
Hraunsréttar i Aðaldal.
Stjórn SUNN er nú þannig
skipuð: Arni Sigurðsson, Blöndu-
ósi, Bjarni Guðleifsson, Möðru-
— fyrst um
sinn, segir
í ályktun
frá SUNN
völlum, Helgi Hallgrimsson,
Akureyri, Hjörtur Þórarinsson,
Tjörn og Sigurður Jónsson Yzta-
felli. Varamenn eru: Helga Ólafs-
dóttir, Höllustööum, Hjörtur
Tryggvason, Kröfluvirkjun, Jó-
hannes Sigvaldason Akureyri
Sigurður Þórisson Grænavatni og
Svavar Hjörleifsson, Lyngholti.
Hjörtur sagöi að rekstrar-
staða Arnarflugs hefði breytst
mjög vegna nýrra viðhorfa i
flugmálum og harönandi sam-
keppni. Leiguflugfélög af
svipaðri stærð og Arnarflug
ættu örðugt uppdráttar. Af
þessum ástæðum og einnig
vegna rekstraróhappa hefði
veriö aðkallandi að endur-
skoða starfsaðstöðu félagsins
og tryggja fjárhag þess.
Samningar hefðu tekist við
Flugleiðir að félagiö legöi
fram 44 millj.kr. I nýju hlutafé
og samtímis eignaðist það 25
millj. kr. af eldra hlutafé I
Arnarflugi. Samstarfsfyrir-
tæki Sambandsins seldu Flug-
leiöum 25 millj. af sinum hlut,
en þau eiga áfram 19 milij. kr.
af hlutafé Arnarflugs.
Að lokum sagöi Hjörtur, að
áöurnefnd samstarfsfélög
Sambandsins yrðu um leið
eigendur að 25 millj. af hinu
nýja hlutafé Flugleiöa, sem
v.eri i heild 2,9 millj, króna.
Þóröur Gíslason, varaoddvlti, Staðarsveit:
„Óttast röskun
á félagslegri
þjónustu
— veröi sveitarfélögin
stækkuö”
SS — „Hugsanleg stækkun um-
dæma sveitarfélaganna veröur aö
athugast mjög gaumgæfilega
áöur en stórt skref er stigið i þá
átt,” sagði Þóröur Gislason vara-
oddviti I Staðarsveit, Snæfellsnesi
og fulltrúi á nýloknu landsþingi
Sambands fsl. sveitarfélaga.
Eins og frá var greint I Tlman-
um I gær, ályktaði þingiö að at-
huga bæri stækkun sveitarfélaga
og stofnun stærri umdæma. Um
helstu vandkvæði iþessum efnum
sagði Þórður: „Ég óttast röskun
á félagslegri aðstöðu fólksins ef
umdæmin verða of stór. En þótt
slik sameining sé ekki I sjónmáli
þá verður að skoöa þetta rækilega
og ekki si'st þarf að ganga úr
skugga um þaö hvort hinn fjár-
hagslegi ávinningur við slika
stækkun sé slikur og þess viröi aö
félagslega þættinum sé aö ein-
hverju leyti fórnað.”
Um upptöku staðgreiðslukerfis
skatta sagði Þórður: „Éghygg að
þaöhafi verið sjónarmið margra
á þinginu, að staðgreiöslukerfi sé
heppilegt og horfi til framfara frá
Framhald á bls. 23