Tíminn - 08.09.1978, Qupperneq 6

Tíminn - 08.09.1978, Qupperneq 6
J 6 r Föstudagur 8. september 1978 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ititstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og' auglýsingar SiOumúla 15. Sfmi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. VerO i lausasölu kr. 100.00. Áskriftargjald kr. 2.000 á mánuöi. Blaöaprenth.f. Upphaf nýrrar sóknar Kosningarnar sem fram fóru i vor og sumar voru versta áfall sem samtök Framsóknarmanna hafa orðið fyrir. Nú er það orðið ljóst hve staða og stefna Framsóknarflokksins er mikilvæg i stjórn- málum þjóðarinnar, þrátt fyrir þetta mikla áfall. Framsóknarflokkurinn gegnir eftir sem áður ótviræðu forystuhlutverki sem alhliða umbóta- flokkur frjálslyndis, þjóðlegra sjónarmiða og félagshyggju. En sú staða sem upp er komin eftir myndun rikisstjórnar Ólafs Jóhannessonar má ekki verða til þess að Framsóknarmenn gleymi ósigrinum i vor og sumar. Það er ljóst að það verður að huga vel að innviðum flokksins, málflutningi, starfs- háttum og allri starfsemi yfirleitt. Markmiðið hlýtur að vera að endurheimta það fylgi sem rásaði fyrr á þessu ári — og auka enn um fram það áhrif flokksins i þjóðmálunum. Við höf- um lifað á skeiði hinnar pólitisku sýndarmennsku, og Framsóknarmenn ætla ekki að taka upp slika ósiðu, heldur vinna traust fólksins með ósleitilegu starfi að framförum og uppbyggingu. Framsóknarflokkurinn getur, stefnu sinnar og stöðu vegna, átt alla kosti á þvi að verða stærsti flokkur landsmanna. Þess vegna eiga flokksmenn ekki að láta neinar timabundnar hindranir eða mótbyr draga úr sér kjark eða áræði i störfum og baráttu. Margt bendir til þess að á höndum sé að auka áhrif Framsóknarflokksins um allan helming meðal unga fólksins, en það verður þvi aðeins gert að áhrif og völd ungs fólks i flokknum verði aukin verulega. Að þessu leyti verða ungir Framsóknarmenn að sýna frumkvæði og framtak sjálfir. í dag hefst ein- mitt þing Sambands ungra Framsóknarmanna að Bifröst. Timinn sendir ungum Framsóknarmönn- um bestu óskir að tilefni þingins, en nú er SUF fertugt að aldri. Þau timamót ættu að verða for- ystumönnum sambandsins hvatning til yngingar og endurnýjunar. Það er enn fremur ljóst að áhrif kvenna þurfa að aukast að mun i starfsemi og mörkun stefnu innan flokksins. En alveg sérstaklega er það brýnt að Framsóknarmenn, sem virkir eru i störfum laun- þegahreyfinganna, komi meira fram innan flokks- ins og láti þar miklu meira til sin taka en verið hef- ur. Tengsl flokksins við launþegahreyfingarnar verður að auka og styrkja að miklum mun. Hjá þvi getur ekki farið að menn hugleiði þau úr- slit kosninganna að Framsóknarflokkurinn varð hvergi fyrir svo alvarlegum hnekki sem á Suðvest- urlandi. 1 þeim landshluta býr yfirgnæfandi meiri- hluti islensku þjóðarinnar, og eru þar miðstöðvar þjónustu- og iðngreina og stjórnunar- og mennta- stofnana. Augljóslega er mikið starf fram undan i samtökum Framsóknarmanna i þessum lands- hluta til þess að brjótast þar aftur gegn hindrun- um og andstöðu. Umræður þær sem orðið hafa i Timanum um málefni Framsóknarflokksins að undan förnu hafa vakið óskipta athygli. Þessar umræður eiga að geta orðið upphafið að nýrri og öflugri framsókn flokksins, en til þess að slikt geti orðið má enginn liggja á liði sinu. JS Haraldur Ólafsson skrifar: Hvenær á að segja satt? Franskir kommúnistar rýna í söguna Franski kommúnistaflokkur- inn hefur veriö áhrifamesti kommúnistaflokkurinn utan þeirra rikja þar, sem kommún- istar eru viö völd. Ekki er hann fjölmennastur, hinn italski er fjölmennari, en hann hefur oft- ast nær veriö sá flokkurinn, sem mest hefur veriö eftir tekiö og leiötogar hans og hugmynda- fræöingar hafa stýrt umræöum Um þjóöfélagsmál. A mánudaginn var kom út bók eftir nokkra . leiöandi mennta- menn i flokknum. Bókin nefnist Sovétrikin og viöog kemur þar fram mikil gagnrýni á stefnu flokksforystunnar sl. 20 ár. Mál- gagn flokksins, dagblaöiö L’Humanite birtir i vikunni for- málann að bókinni og hvetur flokksmenn til að kaupa hana og lesa. I tilkynningu frá flokksstjórn- inni segir, aö á siðasta flokks- þinginu hafi menn verið hvattir til að ihuga og ræða allar hug- myndir þeirra, sem vilji koma á sósialisma er hæfi Frökkum. 20. flokksþingið i Moskvu Kveikjan að þessari bók virð- ist vera vitnisburður tveggja manna á fundi miðstjórnar flokksins fyrir hálfu öðru ári. Þessir tveir menn, Georges Cogniot og Pierre Doize eru þeir einu sem enn eru á lifi úr sendi- nefnd franska kommúnista- flokksins á hiö sögurika 20. flokksþing sovéska flokksins árið 1956. Á þvi þingi flutti Krústjov leyniræðuna frægu um Stalin og ógnaröldina á stjórnartima hans. Tvi- menningarnir kváðust hafa vitað um efni skýrslu Krústjovs en haldið þvi leyndu i þágu hagsmuna flokksins og Sovét- rikjanna. t formálanum aö bókinni kemur fram að kommúnista- flokkurinn franski hafi veriö seinn að draga lærdóma af 20. flokksþinginu og hafi það haft skaðleg áhrif fyrir flokkinn og þar af leiðandi sé skynsamlegt að rannsaka hvað valdið hafi viðbrögöum flokksforystunnar. Nikita Krústjov Frakkar trúðu Krústjov varlega Ein af niðurstöðum bókarinn- ar er að Frakkarnir hafi van- treyst hinum nýja leiðtogum Sovétrikjanna og þeim hafi sýnst ieyniskýrslan ekki byggð á þvi sem þeir héldu vera rétt. Þá kemur einnig fram að þá- verandi foringi franska kommúnistaflokksins, Maurice Thorez, hafi talið innanlands- ástandið i Frakklandi svo ótryggt, að stauðningsmenn flokksins hefðu varla haft gott af að heyra sannleikann og auk þess hefði álit Sovétrikjanna út á við hlotið að biða mikinn hnekki ef franskir kommúnistar hefðu snúist gegn þeim á einn eða annan hátt. Þar af leiöandi Georges Marchais neitaði Thorez að leyniræöa Krústjovs væri til, enda þótt bú- ið væri að birta hana i mörgum blöðum á Vesturlöndum. Um þetta leyti var Alsirstriðið i hámarki og ýmsar blikur á lofti i Frakklandi og Vestur- Evrópu. Það skipti miklu máli fyrir kommúnistaflokkana að ■ litið væri á þá sem málsvara kúgaðra og frumherja bræðra- lags og réttlætis. Uppljóstranir um dómsmorð og ógnaröld i fyrirmyndarríki sósialismans hlutu að veikja trú manna á sósialismann og möguleika hans til að skapa réttlátt og gott samfélag. Lýðræði innan flokks- ins verður aukið En það er ekki bara gagnrýni á látna og horfna leiðtoga flokksins sem fram kemur i bókinni. Núverandi formaður flokksins, Georges Marchais fær sinn skammt. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vilja ekki heyra gagnrýni og forðast að hlusta á kröfur flokksmanna sinna. Nú hefur hann sjálfur óskað eftir gagnrýni og hann hefur heitið þvi að á flokksþing- inu næsta ár verði tryggt að lýð- ræði innan flokksins fái að njóta sin. Nokkur önnur meginatriði bókarinnar snerta afstöðuna til Sovétrikjanna nú. Er þvi visað á bug að Sovétrikin eigi að hafa hönd i bagga með starfsemi og stefnumörkun kommúnista- flokka i heiminum, og þau eru gagnrýnd fyrir ofstæki gagn- vart öllum þeim, sem ekki vilja orðalaust skrifa undir viljayfir- lýsingar herranna i Kreml. Franskir kommúnistar hafa gagnrýnt meðferðina á andófs- mönnum i Sovétrikjunum og nú siðast tekið harða afstöðu til réttarhaldanna yfir Sjaranski og Ginsburg. Marx og Lenin ekki óskeikulir Það sem þó er liklega eftir- tektarverðast við bók þessa er Framhald á bls. 23 * V >

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.