Tíminn - 08.09.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.09.1978, Blaðsíða 7
Köstudagur 8. septembor 1978 7 Hentistefnuuppskrift Kg vona aö minn ágæti skóla- bróöir Siguröur Gizurarson misviröi þaö ekki þótt ég gripi penna og geri örfáar athuga- semdir viö grein hans um Framsóknarflokkinn i skugga Alþingiskosninga 1978 sem birt- ist i Timanum 10. ágúst s.l. Ótal margar skýringar hafa þegar komið fram á kosningaóförun- um, og er ýmislegt af þvi sem Siguröur segir um þaö efni rétt aö mínu mati. Félagshyggjan Eg er ósammála honum um skilgreiningu félagshyggju og get tekið undir margt af þvi sem þeir Jón Sigurösson og Guö- mundur Ingi Kristjánsson rita um þaö efni i Timann 15. ágúst. tminumhuga er félagshyggja samstarf frjálsra einstaklinga um mikilvæg og oft stór verk- efni bæöi á sviði atvinnurekst- urs, félagslegrar þjónustu, menningar- og tómstundamála. Slik samvinna er hluti af ein- staklingsframtaki en ekki i and- stöðu viö þaö. Félagshyggja þarf hvorkiaðbúa við þvinganir né forsjá opinbers kerfis, þótt stundum þjóni hún öllum lands- mönnum og teljist þá hluti „kerfisins”. Mótun stefnu Hiö eiginlega tilefni þessara lina eru hugleiöingar Siguröar um þaö hvernig móta skuli stefnu Framsóknarflokksins. Ég fæ ekki betur séö en aö hann vilji aö Framsóknarflokkurinn velji sér hóp kjósenda sem hann nefnir „fordómslausa og upp- lýsta miðjukjósendur” eöa „áhugalausa miöjukjósendur”, og Utbúi siöan hentuga stefnu- skrá fyrir þá. Málaflokkum sem ekki eru likur á aö samstaða ná- ist um veröi einfaldlega stungiö undirstól. Og hverjir eiga aö Ut- búa grautinn? Jú, „öfgalaust, gáfað og velviljaö fólk” sem veljast á til forystu. Til allrar hamingju tel ég aö finna megi „öfgalaust, gáfaö og velviljaö fólk" i öllum stjórn- málaflokkum og trúi ég þvi og treysti aö þaö myndi 1 íengstu lög forðast uppskrift af þvi tagi sem Sigurður ber hér á borö. t lýöræöisþjóöfélagi skiptast menn i flokka eftir þvi hver þjóöfélagsmarkmiö þeirra eru og eftir þvi hvaöa leiöir menn vilja til aö ná þeim. Þeir sem aöhyllast auöhyggju eöa vilja fjötra sósialismans eiga sina flokka, og þeir sem aöhyllast félagshyggju frjálsra einstakl- inga og skipulegar framfarir eiga einnig raunverulegan val- kost þar sem er Framsóknar- flokkurinn. NU getur gengiö misjafnfega vel aö koma stefnu tilskila ogekkiersiöur misjafnt hvernig til tekst um fram- kvæmd hennar. Sllkt kemur þá fram i atkvæöatölum viökom- andi flokks. Aöalatriöiö er aö Framsóknarflokkurinn á sér raunhæfa grundvallarstefnu sem i veigamiklum atriðum er frábrugöin stefnu annarra flokka. Gervistefna Ég tel, aö illa færi fyrir stjórnmálaflokki sem raöaöi upp málefnum á stefnuskrá sina meö svipuöu hugarfari og lög- um er raöaö á poppplötu. Ætli Framsóknarflokkurinn eigi ekki i nægum erfiöleikum með aö foröast óréttmætan hentistefnustimpil vegna and- stööu sinnar viö öfgar á báöa bóga og vegna óhjákvæmilegs samstarfs viö aöra flokka, þótt ekki verði tekin upp vinnubrögö sem gera hann aö hentistefnu- eöa gervistefnuflokki „par excellence”! Fellum íslenska krónu aldrei framar! Lækkum heldur laun og þjónustu! r Arið 1977 verður liklega frægt í tslands sögu. Argæska var þá meiri en nokkru sinni fyrr. Töðufengur bænda var meiri en dæmi voru til og það mátti segja að smjör drypi af hverju strái. Búsafurðir voru þær mestu, sem sögur fara af. Er- lent verðlag á islenskri matvöru var þá með hæsta móti. Eins var um aðrar islenskar vörur, sem seldar voru úr landi. Allir sem vildu höföu nóg að gera. En raunar margir meira en hóflegt var. Allir gátu haft nóg að bita og brenna. Fjöldi manna hafði tekjur umfram lifsnauðsynjar. Flest það fólk hefði auðveldlega getað safnað fé til framtiðarnota. Að visu söfnuðu söku menn stórfé — og eru enn að safna — Ef til vill gerviauði? En yfirleitt eyddi almenning- ur reiðufé sinu jafnótt og aflað var, að stórum hluta i erlent óþarfadót. Af þvi leiddi, að út- fluttar vörur, þrátt fyrir há- marksverð og þunga, nægðu eigi nærri fyrir þvi, sem greiða þurfti öðrum þjóöum. Fyrir það stækkuöu stórskuldir utanlands. t einmuna góöæri eyddi þjóð vor stórfé umfram þaö sem afl- aö var! Uppreisn gegn at- vinnuvegunum Þrátt fyrir ráöleysi þings og þjóðar, sýndust landshagir horfa til heilla, fram að miðju sumri. Þá skall ógæfan yfir. Stjórnarandstööuflokkar á þingi, og liösforingjar launa- manna, hafa lengi æst hvorir aðra upp til óhappaverka. Loka- ráð þeirra að þessu sinni var að krefjast stórhækkunar á tekjum launafólks. Ailir samþykktu aö hækka þyrfti lægstu laun verulega. Það sýndist þjóöarhagur mundu þola án stóráfalla. Hitt sáu allir sjáandi og heil- vita, að stórfelld hækkun allra launa mundi leiöa alþjóð til ófarnaðar. Stjórnarandstööuliðsforingjar létu þó yfirleitt eins og þeir skildu þaö ekki. Þeir virtust leggja meira kapp á að auka vandræði rikisstjórnar en tryggja hag þjóðfélagsins. Þá folsku hafði Sjálfstæðisflokkur framið fyrir fjórum árum, þeg- ar hann stóö utan ríkisstjornar. Þar var eigi leiðum þrjót að likjast!! óhóflegum hálauna- kröfum var haldið til streitu gegn heilræðum allra, sem horfðu fram i timann. Um hávor hóf Alþýðusam- band tslands mikið og viötækt verkfaíl og geröi sig liklegt að halda þvi áfram jafnvel mánuð- um saman. Atvinnurekendum ofbauð sú fólska og gáfust upp eftir viku til þess að komast hjá stórvandræðum, þótt önnur vandræöi virtust biða á næsta leiti. Uppreisn gegn rikis- sjóði Á haustnóttum hófu svo rikis- starfsmenn aðra uppreisn gegn landsstjórn og þjóðarhagi, þeir gerðu sýnu þrælslegri kröfur en Alþýðusambandiö hafði gert á vori. Ráöherrar þybbuöust nokkuð við, en voru linir I vörn og gáfust upp fyrir ofbeldinu. Attu kannski eigi annarra skárri kosta völ? Tvennu öðru er þó til að dreifa: Stjúpsyni Mammons á stjórnarstólnum gat munað I mestu hækkun launa. Og þeir gátu óttast atkvæöamissi i næstu kosningum, ef þeir berð- ust hart við kröfuherinn. Þeir samþykktu frekar og fráleitar hálaunakröfur. Að þessum tvennum samn- ingum gengnum áttu öll laun hér á landi að hækka á nokkrum mánuðum um 50-80 prósent. Þó höfðu engar nýjar gullgrafir fundist! Þarna var stefnt á bráðagjaldþrot rikis og atvinnu- vega. Þessi lokaráð hlutu að koma allri þjóðinni i koll — og varla sist verkafólki. Reyndu björgun — Misstu 10 menn! A jólum blasti við allra aug- um algert fjármálaöngþveiti á nýju ári. Rikisstjórn og þing- flokkar hennar gripu þá til skásta ráðs, sem var á þeirra færi. Þeir sniðu með lögum efsta kúfinn af oflaunasamningunum. Þeim varð á sú skyssa aö lækka of mikið laun hinna lægst laun- uöu, en of litiö hæstu launin. Voru þeir kannski aö hlifa sjálf- um sér? Stjórnarandstæðingar sáu þá sterkan leik á boröi. Þeir gerðu óp að rikisstjórn og mynduöu máttugt slagorð. Þeir æptu án afláts: „Samningana i gildi!” óþjóðhollasta heróp eins og á stóð. Rikisstórn galt visku sinn- ar og tapaði til þeirra tiu af þingmönnum sinum. Skamm- sýni og óbilgirni báru sigur af hólmi I kosningunum. En atvinnuvegirnir virðast litlu nær. Vandræðin og ráða- leysið vaxa dag frá degi. Afleiðingar uppreisn- arsamninganna Nú er liðiö langt á sumar 1978. Enn er góðæri i landi hér. Heyiö hirtist grænt af ljánum og mjólkin flæðir úr kúnum. Dilkar dafna i góöum sumarhögum. Enn hafa flestir nóg að bita og brenna. Mikill fiskur fæst úr sjónum hvar sem róið er, og erlendar þjóðir vilja kaupa fiskinn háu verði. Þó liöur aö þvi, aö lítið gagni að leggja afla á land. Þeim vinnslustöövum fækkar óöum, HEL6I HANNESSON sem fást til að verka hann. Þær geta fæstar verkað fiskinn nema með miklu tapi. Þvi valda skilst mér „Sólstöðusamningarnir” siðan i fyrrasumar. Samkvæmt þeim er fiskurinn verölagður blautur upp úr sjó og seldur vinnslustöðvunum á þvi verði. Það söluverö sýnist eigi miðað við hvaö kostar að verka fiskinn eða fyrir hvað hann selst að lokum. Kolblind heimtu- frekja er. þar hæstráðandi. Frystihúsaeigendur telja sig vanta 20 prósent tilkostnaöar upp á það, að rekstur beri sig. Og vist mun það, aö alla vantar þá nokkuð. En Lúðvik og strák- ar hans láta sem litlu skipti. Þeir klina skit á skynsemina og hrópa: Landráða „samningana i gildi!” Ekki gengislækkun Það eru engir sjóðir til, sem geta bætt frystihúsunum reksturshallann. Sumir tala i al- vöru um, aö jafna hann meö mikilli gengislækkun. Allir sjá að hún verður aöeins skammur gálgafrestur og verkar auk þess á veröbólguna eins og gas á eld. öllum þykir verðbólgan orðin nóg. Þo kunna að finnast fjár- málafantar, sem enn dreymir um aö auöga sig á henni. Það er oröið meira en mál að loka þeirri leið! Lúövik vnai ekki lækka geng- ið og var þar á rettri leið. Hér ætti aldrei að fella gengi fram- ar! Ileldur stefna að hægfara gengishækkun á komandi árum. Og samhliöa þvi aö lækkun rikisskulda. Þaö gæti oröiö hæg- ara en margur hyggur ef þing og stjórn færu i fararbroddi meö góöu eftirdæmi. Til þess að þetta megi takast, þarf nú strax aö lækka öll laun og hætta öllu bruðli. Lækka verö á lifsnauðsynjum, en hækka verð óþarfavöru. Afnema svo- nefnda vistölu, sem var frá upp- hafi vitlaus tilbúningur. Sam- hliða þvi þarf með harðri hendi að útrýma innlendum ójöfnuöi sérdrægni, sviksemi prangi og skjalafalsi! Öll laun lækki um 5- 50% Hér ætti strax að lækka öll laun um 5-50 prósent. Lægstu launin minnst en mest þau hæstu. Lækkun allra annarra launa ætti með hliðsjón af launamun manna að raða sem næst hlutfallslega I bilið milli 5 og 50 prósent. Þannig væri hægt að tryggja þrennt þarft i einu kasti: 1. Tryggja harla tæpa stööu rikissjóös og tekjulinda almennings hér i landi. 2. Jafna alveg óþolandi mismun launa i islensku þjóðfélagi. 3. Afstýra háskalegri gengis- lækkun. Einfaldast væri aö reikna þetta sem beina lækkun launa. Þó mætti ef mönnum þætti betra, innheimta féð sem bjarg- raðaskatt af hverri launa- greiðslu, þótt flóknara og vand- unnara væri. Sköttun þessi eöa launalækkun skyldi aö sjálf- sögðu ná til allra þegna þjóðfé- lagsins, þar meðtalinna hluta- manna, leigusala, kaupmanna, bænda og annarra sem hirða vinnulaun frá eigin rekstri. Samhliða þessu þarf aö stór- lækka vexti af atvinnurekstrar- lánum og stefna að verölækkun fiestrar þjónustu. Þá þarf að létta fjárplógsfólki af öllum inn- flutningi og fela hann einvörö- ungu heiðursmönnum! Ég sé enga leiö auöveldari til þess aö sigrast á veröbólgunni og spyrna gegn ógnum atvinnu- levis á koinandi tiö! Sjáiö þiö hinir hana? 27. ágúst 1978.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.