Tíminn - 08.09.1978, Qupperneq 11

Tíminn - 08.09.1978, Qupperneq 11
Föstudagur 8. september 1978 n Hjálparstofnun kirkjunnar: Höndin komin út HR — Höndin, fréttabréf Hjálpar- stofnunar kirkjunnar 1-2 tölublaö 1978 er komin út. Meðal efnis i blaðinu er grein eftir Benedikt Jasonarson kristniboða er nefnist „Skyldur við náungann,” grein um nýtt langtimaverkefni Islend- inga i Súdan, og einnig er sagt frá væntanlegri landssöfnun er verð- ur i desember n.k. Verður hún i likingu við landsöfnunina i fyrra, en þá söfnuðust 36 millj. kr. 1 leiðara Handarinnar er spurt hvort hjálparstarf sem þetta sé ekki vonlaust. Menn spyrja hvort hjálp okkar Islendinga sé ekki bara dropi i hafið, og hvort tryggt sé að hjálpin berist rétta boöleið. Sem svar við þessum spurningum er bent á árangur söfnunarinnar i fyrra, og að sú hjálp hafi komið að raunhæfum notum i ákveðnu landi, þ.e.a.s. Súdan. Þar var fénu veitt i byggingarstarf, vatnsboranir og kennslu i neta- gerð. Þá eru i blaðinu upplýsingar um það hvernig menn geta styrkt hjálparstarf kirkjunnar með þvi að gerast styrktarmenn, og segja þeir þá til um hvað oft á ári þeir vilja láta eitthvaö af hendi rakna og hve mikið. Einnig er i blaðinu seðill, sem klippa má út og senda til Hjálparstofnunarinnar. Girónúmer Hjálparstofnunar kirkjunnar er 20005, en gjöfum er einnig veitt móttaka á skrifstof- unni, Klapparstig 27 5. hæð svo og hjá sóknarprestum um land allt. f 6YLFI ÆGISSON MEÐ NÝJA HLJÓMPLÖTU Gylfi Ægisson hefur sent frá sér nýja hljómplötu og ber hún nafnið BLINDHÆÐ, UPP 1 MÓTI. eftir Gylfa Ægisson sem semur einnig textanaÆögin eru öll ný af nálinni að undan- skyldu laginu MINNING UM MANN sem var hvað vinsæl- ast hérna um árið, sem er hér i nýrri og hljómbetri útgáfu. Gylfa til aðstoðar við undir- leik og útsetningar er hljóm- sveitin Geimsteinn/ einnig syngur Barnakór Keflavikur eitt lag svo og Maria Baldurs- dóttir. Hljómplötuútgáfan GEIM- STEINN gefur plötuna út, J Keith Keith Moon, trommu- leikari bresku rokkhljóm- sveitarinnar Who, lést i ibúð sinni i Mayfair í London í gær, aðeins 31 árs að aldri. Dauða hans bar mjög óvænt að höndum þvi ekki var vitað til þess að Moon ætti við veikindi að striða. Lögreglan telur að engar óeðlilegar ástæður liggi að baki dauða hans. Moon opinberaði trúlofun sina og unnustu sinnar, Anette Walter- Lex, i veislu mikilli sem fyrrum Bitill.Paul McCartney efndi til á þriðjudagskvöld. Þegar unnustu hans tókst ekki að vekja hann i gærmorgun hringdi hún óttasleg- inn i lögreglu, en Moon var látinn þegar sjúkrabifreið kom á stað- Moon lést í gær inn. Hljómsveitin Who var ein þekktasta rokkhljómsveit heims og þeir sömdu poppóperuna Tommy, sem fræg er orðin um allan heim. Moon var jafnan mest i sviðsljósinu af þeim félögum, en hann var rómaður fyrir furðuleg uppátæki og ruddaskap. Fyrstu ár hans i poppinu mölbraut hann venjuleg trommusett sitt eftir hverja tónleika og hlaut nafnið „Loon” eða Moon hinn brjálaöi. Moon er talinn hafa borgað u.þ.b. 120 milljónir islenskra króna i skaðabætur á ferli sinum, sem poppari, en hann lagði jafnan hótelherbergi sitt og stundum heilu hæðirnar i rúst eftir tón- leika. —SSV. Hljómsveitin Who á hátindi frægðar sinnar, Keith Moon er annar frá hægri. Stærri - Kraftmeiri - Betri 1978 Aðeins örfáir bílar eftir FRAMHJÓLADRIFSBÍ LAR/ sem veröa — FJÓRHJÓLADRIFS- BlLAR með einu handtaki inni í bílnum, sem þýðir, að þú kemst hvért sem er á hvaða leið sem er. SUBARU — með f jórhjóladrifi klifrar eins og geit, vinnur eins og hestur, en er þurftarlítiII eins og fugl. SUBARU bílar með langa reynslu. SUBARU -1 IMBODID I V NGVAR H \'X\ fonarlandi v/Sogaveg — ELGAS1 - Símar 845 tt) c ÖN >g 8451 1

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.