Tíminn - 08.09.1978, Qupperneq 19

Tíminn - 08.09.1978, Qupperneq 19
Föstudagur 8. september 1978 19 Ahorfendur eru ekki alltaf jafn fjölmennir og á þessari mynd. Á AÐ FÆKKA LIÐ- UNUM í 1. DEILD? Sú ákvöröun KSÍ að fjölga á sinum tima liðunum i 1. og 2. deild í tiu virðist ekki hafa borið þann árangur sem til var ætlast. Áhorfendum hefur farið hriðfækkandi og bilið milli bestu og lökustu liöanna f 1. deiid vaxið með óhugnanlegum hætti. Jafnframt þessu hafa leikmenn kvartað undan allt of miklu áiagi. Það vaknar þvf sú spurning hvort ekki eigi að fækka liðunum og reyna að komast til botns f vandamálinu, sem vafalaust riður knattspyrnunni að fuilu, ef áfram verður haldið á sömu braut. Það er augijóst, að eitjhvað róttækt verður að gerast ef koma á i veg fyrir þá miður skemmtilegu þróun, sem nú á sér stað. t sumar hafa 55 félagslið tekið þátt i íslandsmótinu i meistara- flokki. Tiu lið i 1. deild tiu i 2. deild og 35 lið i 3. deild i 6 riðlum. Fjárhagsstaða 1. deildar- liðanna er ekki ýkja beysin en örugglega margfalt betri en hjá 2. deildarliðunum. Umtalsverður ferðakostnaður er aðeins hjá KA Akureyri og Vestmanneyingum. öll hin liðin eru á Stór-Reykja- vikur svæðinu og þurfa ekki að leggja út mikla fjármuni vegna ferðakostnaöar. Ctgjöldin eru þvi ekki neitt hrikaleg en áhorfendur eru jafnan ekki margir á leikjun- um. Ástæðan fyrir þvi er augljós. Leikirnir i deildinni eru allt of margir og munurinn á liðunum allt of mikill. Þar af leiðir að ótölulegur fjöldi leikja hefur litið sem ekkert skemmtanagildi og fólk kýs heldur að sitja heima og horfa á sjónvarpið. Þrífast á alls kyns betli Liðin i 2. deild eru miklu dreifðari og sætir það i raun furðu hvernig i ósköpunum lið eins og t.d. tsafjörður fara eiginlega að þvi að standa undir sér fjárhags- lega. Næsta liðið við ísfirðinga er Þór á Akureyri svo að ferða- kostnaður Isfirðinga er sennilega meiri en nokkurs annars liðs á landinu. Áhorfendur eru ekki margir á 2. deildarleikjunum, en Austfjarðaliðin, sérstaklega Austri, hafa þó fengið dyggilegan stuðning frá bæjarbúum. Augljóst er þvi að liðin þrifast á alls kyns betli og fyrr eða siðar gefast allir heilbrigðir menn upp á sliku og hvað gerist þá? Liðunum i 3. deild er viturlega skipt I riðla og aðeins i B-riðli er ferðakostnaður umtalsverður. í öllum hinum riðlunum eru liðin á tiltölulega smáu svæði og kostnaður þvi ekki ýkja mikill við ferðalög, en vafalaust nógur samt. Hvað er þá til bragðs? 32 lið í stað 16 í lokaslagn- um um bikarinn Ráð væri að fækka 1. deildar- liðunum niður i 6. það myndi þýða 10 leiki á hvert lið en núna eru leikirnir 18. Þetta myndi hafa i för með sér miklu rýmri tima fyrir félögin og nægur timi væri til að leika Bikarkeppnina á helg- um, i stað þess aö hafa leikina i miðri viku, en vitað er að félögin missa af talsverðum tekjum vegna þess. Auðveldlega mætti bæta einni umferð við aðalkeppni Bikarkeppninnar og hafa 32 lið i lokakeppninni i stað 16 áður. Vegur Bikarkeppninnar myndi enn aukast við þetta samtimis þvi að litlu félögin úti á landi ættu meiri möguleika á að dragast gegn einhverju 1. deildarliðanna á heimavelli og fá þar dágóðan skilding i rýran sjóö. Auk þessa myndi verða mun rýmri timi til undirbúnings fyrir landsliöið. Meira segja væri möguleiki á aö leika Meistara- keppnina á grasi um hásumar i stað þess að vera að þvælast með hana á mölinni á vorin. Það er nokkuð vist, eins og mál- in standa i dag að i annarri deild- inni verða tvö lið eða fleiri jöfn I öðru sæti og verða að leika auka- leiki um það hvaða lið færist upp i 1. deild. Island býr sennilega við það eitt landa i heiminum, að markamismunur er ekki látinn ráða þegar lið verða jöfn. Fyrir- sjáanlegur er mikill kostnaöur og umstang við aukakeppni og það hlýtur þvi aö vera mál til komið að KSI breyti þessum afkáralegu reglum. Þegar hafa þessar reglur haft Islandsmeistaratitil af einu félagi og gera það eflaust aftur i náinni framtið. Vestmannaeying- ar hlutu jafnmörg stig og Kefl- vikingar og höfðu betri marka- mismun, en Keflvikingar unnu svo aukaleikinn sem fram fór um titilinn. Annarri deildinni mætti skipta i tvo 7 liða riöla eftir landshlutum og myndi ferðakostnaður félag- anna væntanlega minnka snar- lega. Mætti siðan láta tvö efstu félögin i hvorum riðli keppa inn- byrðis um sæti i 1. deildinni. Þriðja deildin yrði siöan höfð áfram með svipuðu fyrirkomu- lagi og verið hefur. —SSv— Úrvalsdeild er það sem koma skal” — segir Pétur Sveinbjarnarson formaöur knattspyrnudeildar Vals Pétur Sveinbjarnarson, for- maður knattspyrnudeildar Vais, var algerlega á öndverð- um meiði við Friöjón og fórust honum orð á þessa leið: — Það hefur alltaf verið min skoðun, að viö ættum að setja á stofn úrvalsdeild með 6 liðum og leika fjórar umferöir. — Lengja á keppnistimabilið og hægt er að skipuleggja það mun betur, en gert hefur verið fram að þessu. — Meö tilliti til þess, að áhorf- endum hefur farið mjög fækk- andi, sérstaklega i sumar, tel ég þetta vera nauðsynlega ráðstöf- un ef við viljum auka veg og virðingu islenskrar knatt- spyrnu. — Vandamálið hefur verið, t.d. i sumar, að allt of margir leikjanna hafa haft litla sem enga þýðingu, sem stafar af þvi, að munurinn á milli efstu og neðstu liðanna breikkar að þvi er virðist stööugt. — Ennfremur hefur það áhrif til hins verra, að við leikum leikina á röngum tima. — Leikir ættu að hefjast allt sumarið kl. 18 eða 18.30, þannig að fólk færi beint úr vinnu á vöilinn. — Við töpum allt of mörgum i samkeppni við sjónvarpið eftir að fólk hefur farið heim, borðað kvöldmatinn og slappað af. — Jú ég væri alveg til I það að stækka bikarkeppnina um eina umferð og auka þar með veg hennar enn meira sagði Pétur að lokum. — SSv — „Staða okkar vonlaus” — sagöi Jóhannes Atlason þjálfarí KA eftir 0:1 tap gegn Þrótti KA-menn voru að vonum óhressir með þessi úrslit og vildu skella skuldinni á linuvörðinn eins og titt er um leikmenn. — Möguleikar okkar á áfram- haidandi sæti i 1. deild eru alls engir eftir þennan leik, sagöi Jó- hannes Atlason þjálfari KA eftir ieikinn og hafði ekki annaö að segja um stöðuna i málinu, enda næstum vonlaus. Mark Þorgeirs Þorgeirssonar á 89. min. tryggði Þrótturum 1:0 sigur yfir KA I botnbaráttuleik fyrstu deildar i gærkvöldi. Mark- ið var algert rothögg á KA-menn, sem voru mun betri allan leikinn og að öllum likindum sendi Þor- geir KA niður i 2. deild með þessu marki. Fyrri hálfleikurinn i gærkvöldi var heldur tilþrifalítill og litiö um opin færi fyrr en siðasta stundar- fjórðunginn, en þá tóku liðin smá fjörkipp. A 33. min. lék Elmar Geirsson laglega i gegnum vörn Þróttar og gaf sannkallaöa draumasendingu fyrir markið, en Jóhann „Rivelino” Jakobsson skaut yfir markið úr upplögðu færi. Rétt á eftir fengu Þróttarar hornspyrnu, og Þorbergur missti af knettinum, sem barst til Sverris Brynjólfssonar, en skot hans fór rétt yfir markið. A loka- minútu fyrri hálfleiks bjargaði svo Árni Valgeirsson góðu skoti Eyjólfs Agústssonar á linu eftir hornspyrnu. Siðari hálfleikurinn var mun fjörugri en sá fyrri og strax i upp- hafi hálfleiksins átti Elmar Geirsson skot rétt framhjá marki Þróttar eftir góða sóknarlotu norðanmanna. Á stuttum kafla á eftir áttu Jóhann Jakobsson, Ar- mann Sverrisson og Gunnar Blöndal allir möguleika á að skora, en heppnin var ekki á bandi KA og Þrótturum tókst iðu- lega að bjarga. Um miðbik hálf- leiksins var svo til stanslaus pressa að marki Þróttar og var oft undarlegt að sjá hvernig mark þeirra slapp. Þegar lOmin. voru til leiksloka sendi einn varnarmanna langa sendingu inn i vitateig Þróttar og Rúnar markvörður hugðist góma knöttinn, en öllum til mikillar furðu missti Rúnar boltann i gegnum klofið, en þaö var Þrótturum til bjargar að enginn KA-manna fylgdi nógu vel eftir. Menn voru þvi almennt farnir að búa sig undir jafntefli. Það hefði þýtt aö Þróttur var úr fallhættu og KA myndi örugglega fá auka- leik við FH um fallsætið og hugsanlegur rnöguleiki var á að KA héldi sæti sinu, ef FH missti stig til Breiðabliks. Vissulega langsóttur möguleiki — en engu að siður smá von. KA-menn börðust sem óðir siö- ustu minútur leiksins, en sóknar- leikurinn var ekki nógu beittur og Þrótturum tókst yfirleitt að bjarga hlutunum án mikillar fyrirhafnar. Þróttarar voru áhugaíausir með öllu og það var þvi hámark óréttlætisins þegar Þorgeir skoraði þetta eina mark Þróttar á 89. minútu eftir, að þvi er virtist, hættulausa skyndisókn. Leikmenn KA vildu halda þvi fram að Þorgeir hefði verið rang- stæður, en linuvörðurinn var vel staðsettur og þvi enginn ástæða til að ætla annað en markið hafi verið fullkomlega löglegt, en erfitt var að sjá stöðu Þorgeirs frá blaðamannatjaldinu. Þróttarar fengu i gær tvö væg- ast sagt ódýr stig — jafnvel óverðskulduð. Enginn leikmanna þeirra sýndi minnsta áhuga á leiknum og verða þeir þvi að telj- ast heppnir að sleppa svo vel. Leikmenn KA hinsvegar börðust eins og ijón allan leikinn, áttu betri færi, en töpuðu leiknum engu að síður. Gamla góöa regl- an, að tækifærin verður að nýta sannaðist enn einu sinni i gær og geta norðanmenn mest sjálfum sér um kennt hvernig fór. Yfir- burðamaður i liði KA var Gunnar Gislason bakvörður, en Elmar Geirsson var einnig mjög svo ágætur og Jóhann Jakobsson sýndi oft skemmtilega takta. Þor- bergur stóð sig vel i markinu og verður ekki sakaður um markið. Maöur leiksins: Gunnar Gisla- son KA — SSv — „Megum alls ekki fækka liðunum” — er álit Friðjóns Haligrimssonar, formanns knattspyrnudeildar Þróttar Friðjón Hallgrimsson for- maður knattspyrnudeildar Þróttar, var algerlega á móti þvi að fækka liöunum i 1. deild- inni frá þvi sem nú er. — Ég tel það alls ekki rétt að fækka liðunum, þegar mark- visst hefur verið unnið að þvi að fjölga upp i 10. lið. — Það sem á að gera er að lengja á timabilið og leika út allan september. — Leikina mætti leika á helgum i september og ef við gætum leik- ið við fljóðljós væri möguleiki á að leika einnig i miðri viku og hafa þannig endinn á mótinu meira spennandi en nú er. — Ég er alveg sammála þvi að stækka bikarkeppnina um eina umferð og hafa liðin 32 i lokakeppninni og mér finnst liðunum gert mishátt undir höfði með þvi að gefa þeim ekki öllum sömu möguleika. — Svo við vikjum aftur aö lengd Ieik- timabilsins þá finnst mér allt i lagi að leikmenn fengju viku til hálfsmánaðar fri um hásumarið. — Ég held að fækkun liða i 1. deild myndi alls ekki bæta fjár- hagsástand liðanna frá þvi sem nú er. Annars má það koma fram hérna að riki og borg eru alltaf að státa sig af þvi að vera að styrkja iþróttafélögin. — Þetta er tómur þvættingur þvi þeir hirða megnið af þessu til baka i æfingagjöldum og vallar- skatti og ef þetta væri fellt niður stæðum við mun betur fjárhags- lega. — Við verðum að hafa 1. deild með 16-18 leiki á sumri ef við ætlumst til þess, að leikmenn geti eitthvaö staðiö i sterkum Evrópuþjóðum i landsleikjum sagði Friðjón aö lokum__sSv—

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.