Tíminn - 21.10.1978, Side 9

Tíminn - 21.10.1978, Side 9
Laugardagur 21. október 1978 ii'i'll'Hll 9 Stúdentakjallarinn að lifna við.... Öllum boðið á menn- ingarkvöld — hvert föstudagskvöld FI—Stúdentaráð Háskóla lslands hyggst ganga fyrir menningarlegum samkomum i vetur i Stúdentakjallaranum og var sú fyrsta sl. föstudag kl. 20. Gylfi Gislason myndlistar- maður opnaði þá sýningu á Reykjavikurmyndum og Pétur Gunnarsson rithöfundur las úr óútkominni bók sinni, sem væntanleger á markaðinn fyrir jói, ,,Ég um mig frá mér til min”. Þar segir frá Reykja- vikurstráknum Andra við upphaf bitlaæðis. Sagan er framhald af Punktur punktur komma strik og fylgst er meö Andra ,,frá aumingja og upp I töff” eins og höfundurinn orðaði það á fundi með blaðamönnum Það kom fram á fundinum, sem Stúdentaráö boöaði til, að menningarkvöldin verða fram- vegis á föstudagskvöldum i vetur og er aðgangur ókeypis og þau öllum opin. Listsýningar munu verða stöðugt fyrir augum gesta og er Stúdentakjallarinn opinn frá kl. 10 á morgnana og fram á kvöld. Allstór hópur myndlistar- manna og hljómlistarmanna, auk annarra listamanna, hefur lýst sig fúsan til að koma fram I Stúdentaheimilinu, kjall- aranum eða matsal i vetur, og verður það nánar auglýst er nær dregur atburðunum, bæði á veggspjöldum I Háskólanum og i dagbókum blaðanna. Þursaflokkurinn og Alþýðu- leikhúsið munu t.d. koma fram meö sameiginlega dagskrá siðar i þessum mánuði og nokkrir listamenn eins og Guð- bergur Auðunsson, Magnús Kjartansson, Jóhanna Boga- Þeir riðu á vaðiö með menningarstarfsemi I Stúdentakjall- aranum I vetur. T.f.v. Gylfi Gislason myndlistarmaður og Pétur Gunnarsson rithöfundur. TImamynd:Tryggvi dóttir og Magnús Tómasson hafa sýnt áhuga sinn á að taka þátt i menningarstarfseminni. Tekið var fram, að Stúdenta- kjallarinn er ekki enn sem komið er neitt afbragö til sýningahalds, en úr þvi á aö bæta með nýju ljósakerfi. Einnig stendur til að endurnýja umsókn um leyfi fyrir veitingu léttvins, og eru menn bjartsýnir i þvi sambandi. Formaður Stúdentaráðs er BoDi Héðinssson. Enn eykur Oliufélagið þjónustu sína. Nú vestur við « BENSÍNSTÖÐ OG BÚÐ. Oltufélagið h.f. hefur nú reist nýja bensínstöð vestur við Ægistðu. Þar er gasolía og bensín afgreitt úr hraðvirkum rafeindadcelum. Verslunin er rúmgóð og býður fjölbreytt vöruúrval. Þ VOTTAAÐSTAÐA. Góð þvottaaðstaða verður fyrir hendi (einnig afnot af ryksugu). HJÓLBARÐA VERKSTÆÐI. Eftir 2-3 mánuði verður opnað hjólbarða- verkstceði á sama stað, vel búið tcekjumafnýjustugerð. Öll þjónusta innan dyra. , VELKOMIN TIL VIÐSKIPTA VESTUR VIÐ ÆGISÍÐU. Olíufélagið hf 1 1 f

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.