Tíminn - 24.11.1978, Blaðsíða 8
8
Föstudagur 24. nóvember 1978
á víðavangi
Revíuhald í
þingsölum
S.l. þribjudag ritar Alfreö
Þorsteinsson grein I Dagbiaöiö,
sem hann nefnir „Þegar virö-
ingarleysi Alþingis veröur aö
lágkúru”. Fer grein hans hér á
eftir:
Fjölmiðlavitar og æra
Alþingis
„Eins og menn rekur minni
til, voru nokkrir af kunnustu
fjölmiöla vitum þjóöarinnar
ósparir á yfirlýsingar um þaö,
aö viröing Alþingis væri farin
veg allrar veraldar og timabært
væri aö hefja hana til vegs á ný.
Þetta var á siöasta kjörtimabili
og I þessum hópi voru m.a.
Ólafur Ragnar Grfmsson, Vii-
mundur Gylfason, Arni
Gunnarsson og Eiöur Guönason.
Nýtt þing kom saman I siöasta
mánuöi, og svo merkilega vill
til, aö ailir fyrrnefndir fjöl-
miölavitar hafa hlotiö þingsæti
og hafa þvl nú tækifæri til aö
auka veg og viröingu Alþingis.
Þaö er þó 1 hæsta máta ósann-
gjarnt aö krefjast þess, á svo
skömmum tima, sem liöinn er
frá þingsetningu, aö þeim hafi
tekist aö láta eitthvaö af sér
leiba til þess aö auka hróöur Al-
þingis. Enda hcfur þeim ekki
tekist þaö.
Hins vegar er undirritaöur
ekki einn þeirrar skoöunar, aö
hafi viröing Alþingis veriö lágt
skrifuö áöur, þá sé viröing þess I
algeru lágmarki nú vegna til-
verknaöar fjölmiölavitanna,
sem áöur eru nefndir. Þeir hafa
efnt til reviuhalds I þingsölum
slöustu vikur meö sllkum til-
þrifum, aö eini alvöru revlu-
höfundurinn meöal alþingis-
manna, Jónas Arnason, kemst
ekki meö tærnar, þar sem hinir
hafa hælana, og er Jónas þó
enginn aukvisi.
Rannsóknarfár
Þaö er ekki ætlunin I þessari
stuttu grein aö gera úttekt á
rannsóknarfárinu I þinginu, en
spyrja má, á hvaöa stigi stendur
viröing Alþingis, þegar þaö
Husgögn og
innréttingar
Suðurlandsbraut 18 Sími 86-900
Norskar veggskápasamstœður
,HinV
,Higgins
Þegar virðing-
arieysi Alí
verður t/i.
r
úru
heyrist helst frá þinginu.aö núéé
rétti tíminn til aö sauma aö
stærstu atvinnufyrirtækjum
þjóöarinnar? Getur þaö veriö,
aö þessir nýju þingmenn séu svo
illa aö sér, aö þeir hafi ekki hug-
mynd um stööu atvinnufyrir-
tækjanna I landinu um þessar
mundir? Eöa hafa þeir kannski
engan áhuga eba tlma til' aö
kynna sér þau mál af þvi ab þau
séu ekki nógu spennandi? Þó
blasir þab viö, aö erfiöleikarnir,
sem nú eru I atvinnurekstri,
iönaöi eöa verslun. svo ekki sé
talab um sjávarútveginn, eru
sllkir, aö allar launahækkanir
þann 1. desember n.k. geta haft
mjög alvarlegar afleiöingar I
för meö sér og jafnvel stöövun
margra fyrirtækja, sem þýddi
atvinnuleysi þúsunda launþega.
Er þó tekiö inn I myndina, aö
launþegasamtökin kynnu aö slá
verulega af kröfum sinum um
fullar vísitölubætur á laun.
Staöa margra fyrirtækja er ein-
faldlega svo slæm um þessar
mundir.
Þaö sýnir aöeins dóm-
greindarleysi á háu stigi, aö al-
þingismenn skuli láta sér detta I
hug, hvaö þá aö setja á blab,
tillögur, sem miöa aö þvl aö
knésetja fyrirtæki, sem skapa
jafnmörgum atvinnu, á alvar-
legum tlmum eins og nú. Ætla
mætti, aö Alþingi heföi allt
annaö aö gera viö tima sinn, t.d.
aö athuga hvernig mætti styöja
viö atvinnureksturinn I landinu I
staö þess aö rifa hann niöur.
Vitleysisumræður i tvo
daga
Til aö bæta gráu ofan á svart,
er svo tveimur heilum dögum
þingsins variö til umræöna um
formsatriöi vegna setningar
biaöafulltrúa rikisstjórnar-
innar, allt vegna þess, aö einn af
nýju þingmönnum taldi sig hafa
harma aö hefna gagnvart for-
sætisráöherra út af allt öörum
málum. Og auövitaö þurfti aö
gripa tækifæriö meöan forsætis-
ráöherra var fjarverandi til aö
tryggt væri, aö þessar vitleysis-
umræöur stæöu a.m.k. tvo daga.
Getur lágkúra Alþingis oröiö
öllu meiri?
Alþingismenn veröa aö muna,
aö þeir eru á launum hjá al-
menningi, sem gerir þær kröfur,
aö þeir vinni fyrir kaupi slnu,
kaupi, sem alþingismcnn hafa
sérstööu um aö skammta sér
sjálfir. M.a. hækkuöu þeir auka-
sposlur til sjálfra sin fyrir
nokkrum dögum og er ekki
annaö vitaö en allir alþingis-
mennirnir meö tölu — Vil-
mundur og félagar meötaldir —
þiggi þessar hækkanir, þrátt
fyrir siöleysiö, sem I þvi felst aö
mati þeirra, þ.e.a.s. áöur en
þeir komust á þing.
Annars er þaö rannsóknar-
efni, án þess aö verib sé aö gera
þaö aö tillögu aö skipuö veröi
rannsóknarnefnd, hversu
miklum siöferöisbreytingum
ýmsir núverandi þingmenn hafa
tekiö frá þvl aö þeir voru ein-
göngu fjölmiölavitar. Þannig
þótti þessum sömu aöilum ekki
aöeins fyrirlitlegt heldur há-
mark siöleysis, aö þingmenn
skyldu vera aö vasast I svo-
nefndri fyrirgreiöslupólitlk, t.d.
aö hafa milligþngu um aö út-
Framhald á bls. 21
ERLING POULSEN
Hörpuútgáfan:
•Ný bók úr bóka-
flokknum Rauðu
Astarsögurnar
Hörpuútgáfan á Akranesi hefur
sent frá sér nýja bók eftir danska
rithöfundinn Erling Pulsen. Bók-
in heitir: ,,Það ert þú sem ég
elska”.
Þessi daga er æsispennandi
ástarsaga en þaö er einmitt ást,
spenna og leyndardómar sem
einkenna sögur hins vinsæla
danska rithöfundar Erling Poul-
sen.
Bókin er 189 bls. Skúli Jensson
þýddi. Prentverk Akraness hf.
hefurannast prentun ogbókband.
Hilmar Þ. Helgason geröi kápu-
teikningu.
•Bókaútgáfan
SALT sendir frá
sér bækur um
trúarleg efni
Bókaútgáfan Salt h.f. hefur ný-
lega sent frá sér þrjár nýjar bæk-
ur: Grundvöllurinn er ' Kristur,
Leyndarmál Lárusar, og Gr
heimi bænarinnar, — en bókaút-
gáfa þessi var stofnuð fyrir tæp-
lega einu ári.
GrundvöIIurinn er Kristur
hefur aö geyma ræöur og erindi
frá samnefndri ráöstefnu, sem
haldin var i Reykjavlk í október
1977, og fjallar um ýmis grund-
vallaratriði kristinnar trúar.
Bókin er 160 blaösiður aö stærö,
prentuö I Hagprenti, en bundin i
Arnarfelli.
Leyndarmál Lárusar heitir rit
eftir Norömanninn Óskar Skar-
saune. Þar er aö finna stutta út-
skýringu kristinnar trúar. Þýö-
andi er sr. Jónas Glslason dósent.
Bókin er 56 blaösiöur, prentuö i
Hagprenti.
Gr heimi bænarinnar eftir
norska guöfræðinginn Ole
Hallesby, kemur út I annað sinn I
Islenskri þýðingu Gunnars Sigur-
jónssonar. Eins og nafniö bendir
til, fjallar þessi bók um bæn og
bænalíf. Hún er 160 blaðsiður,
prentuö og bundin hjá Isafoldar-
prentsmiöju.
Von er á fleiri bókum frá bóka-
útgáfunni Salt h.f.
•Án titils
„AN TITILS” heitir nýútkomin
bók eftir Einar Guömundsson.
Þetta er 262 bls. skáldverk, prent-
aö I Letri h/f, og gefiö út af höf-
undi, sem m.a. hefur skrifaö og
birt „Lablaöa hérgula” og
„Flóttinn til lifsins”. Mynd á
kápu er eftir Kristján Guömunds-
son.
•Hættuleg
heimsókn
— skáldsaga
(rá Noregi
Út er komin hjá tsafold, skáld-
sagan Hættuleg heimsókn eftir
norsku skáldkonuna Anitru.
Bóka-
hillan
Þýöandi sögunnar er Hersteinn
Pálsson og er bókin 173 blaösiöur.
Sagan gerist i Noregi og fjallar
hún um ástir og örlög ungrar
stúlkuaönafniLIsa, sem kemur á
æskustöövarnar eftir nokkra fjar-
veru.
• Heyrt og munað
— æviminningar
Guðmundar
Eyjólfssonar
frá Þvottá
Komin er út hjá tsafold bókin
Heyrtogmunaö, endurminningar
Guömundar Eyjólfssonar frá
Þvottá I Alftafiröi austur. Höf-
undurinn var I aratugi bóndi,
fyrst á Starmýri, siöan á Þvottá,
hinu fornfræga óbali Slöu-Halls,
og átti þar heima til dauðadags.
Hann lést I hárri elli fyrir þremur
árum.
Einar Bragi bjó bókina til
prentunar og ritar aö henni for-
mála, þarsem hann segir meöal
annars: „Ef Islensk alþýöumenn-
ing nú á dögum hefur af einhver ju
merkilegra að státa en kvöld-
verkum manna á borö viö Guö-
mund á Þvottá þá hefur þaö farið
fram hjá mér....”
Bókin er 235 blaðsiöur að stærö
og kostar hún 5580 kr.
•Tvær nýjar
bamabækur
Bókaforlagiö Saga hefur sent frá
sér tvær eftirtaldar barnabækur:
Hjálparsveit Jakobs og Jóakims
er eftir Jörgen Clevin, sem er
frægur danskur barnabókahöf-
undur. Bókiner hin fyrsta i flokki
um persónurnar Jakob og
Jóakim, skreytt mörgum fall-
egum litmyndum og textinn er
sérlega hentugur til upplesturs
fyrir yngstubörnin. Hanner sam-
inn með þaö fyrir augum aö
hvetja þau til virkrar þátttöku i