Tíminn - 30.11.1978, Page 12

Tíminn - 30.11.1978, Page 12
12 Fimmtudagur 30. nóvember 1978 „Hiö besta og nytsamlegasta í sam lífi manna er byggt á sam- ábyrgð þeirra í mannlífinu” Ávarp formanns Landveradar, Hákonar Guð* mundssonar, á aðalfundi fulitrúaráðs Land- verndar í Ölfusborgum hinn 18. nóvember sl. Eins og dagskrá þessa fuiidar ber meö sér eru þaö fyrst og fremst tvömál, sem til umræöu eru en aöalmáliö veröur þó Landgræösluáætlunin frá 1974. Er gert ráö fyrir þeim umræöu- grundvelli, aö forstööumenn eöa fulltrúar þeirra stolhana, sem þar eiga einkum hlut aö máli um framkvæmd hennar, geri grein fyrir þvi, hvernig hver stofnunhefurvariö sinum hluta, hvaöa árangur hefur náöst þaö sem af er áætlunartimanum — hvaöa viöfangsefni þeir telji brynust, og hvernig taka beri á landgræöslumálunum i ljósi þeirrar reynslu, sem þegar er fengin. A þessum grundvelli er svo ætlunin, aö rætt veröi, hvaö viö eigi aö taka er timabili yfir- standandi landgræösluáætlunar lýkur — og um þaö gerö ályktun. Flyt ég forustumönnum þeirra stofnana, er hér eiga hlut aö máli þakkir fyrir góöar undirtektir þeirra um framiag til meöferöar þessa mikilvæga máls hér á þessum fundi. Þaö er skoöun min, aö fulltrúafundur Landverndar sé réttur vettvangur til nefndrar umræöu. Samkvæmt markmiöum Landverndarhafa málefni, sem varöa gróöur landsins frá upphafi, veriö einn af meginþáttum 1 starfsemi sam- taka okkar. Má i þvi sambandi minna á, aö þegar á aöalfundi fulltrúaráösins áriö 1970, var gerö ályktun þess efnis, aö fjármagn þaö, sem variö væri til landgræöslu hér, væri ekki I samræmi viö þá brýnu þörf, er fyrir hendi væri I þessum efn- um, og á þessum sama fundi var lýst tillögu um 3ja ára áætlun um framkvæmdir og fjármagn á þessum vettvangi, og var áætlunin viö þaö miöuö, aö náöst heföi tiltekinn árangur fyrir 1100 ára afmæli Islands- byggöar 1974. Siöar þegar þessi mál féllu I þann farveg, aö landbúnaöar- ráöherra fól hinni svonefndu landnýtingar og landgræöslu- nefnd aö undirbúa og semja landgræöshi- og gróöurverndar- áætlunina, sem samþykkt var á Þingvöllum 1974, átti Land- vernd hlut aö þvl mikla og merka undirbúningsstarfi, sem nefndin vann undir farsæili for- ustu Eysteins Jónssonar. Var Landnýtingarráöstefnan 1973 aöalframlag samtaka okkar á þeim vettvangi. 1 framhaldi af þessum atriö- um, sem nú hefur veriö lýst, og afstööu Landverndar almennt hefur þaö þótt eölilegt og réttmætt, aö Landvernd fylgdist meö iramvindu þessa máls og minni á ályktun aöalfundar fulltrúaráös frá 1975 um verögildi f járframlaga — hvern árangur landgræösluáætlunun bæri og hvaö viö ætti aö taka, er tímabili hennar lyki. Þetta viöhorf leiddi þá einnig til þeirr- ar samþykktar, sem gerö var á aöalfundinum i Munaöarnesi i fyrra, þess efnis, aö timabært væri aö huga aö undirbúningi annarrar landgræösluáætlunar. Þaö er svo i samræmi viö þennan undanfara, sem ég hefi nú stuttlega rakiö, aö mál þetta er nú tekiö upp hér á þessum fundi, sem aöalmál hans og á þeim grundvelli, sem ég lýsti áöan. Þaö dylst ekki neinum þeim, sem fylgist meö umræöum og skrifum um gróöurfars- og landgræöslumál, aö viöhorf manna til þessa máls eru af ýmsum toga spunnin. Menn lita á þau frá ólikum eöa mismun- andi sjónarhornum, og mat þeirra á gróöurfarsástandi landsins i heild, eöa jafnvel á einstökum svæöum, viröast mótast nokkuö af þvi, frá hvaöa sjónarhæö er horít ýfir sviöiö. Þessi nokkuö óliku viöhorf manna, sem telja veröur aö hafi þekkingu og aöstööu til þess aö ræöa málin frá faglegum sjónarmiöum, leiöa til þess, aö okkur leikmönnunum, sem höf- um hug á þvi aö fá fram þaö sem kalla mætti staöreyndir um ástand og framvindu gróöurs eöa gróöurfars á þessari vorri ástkæru fósturjörö, veitist stundum erfitt aö fá fast land undir fætur á þessum vettvangi, og okkur fer stundum eins og Pilatusi foröum, aö viö spyrj- um: Hver er sannleikurinn? — En hvaö sem honum liöur — þaö er sagt, aö hann sé afstæöur I flestu — þá sýnist mér, aö hér þurfi maöur aö velja sér háan sjónarhól og horfa vitt, og til allra átta. Mikil vötn hafa til sævar runniö f landgræöslumálum landsins á þeim áratugum, sem liönir eru frá þvi aö sá mæti landgræöslumaöur Gunnlaugur Kristmundsson fyrrum sand- græöslustjóri mætti þeim viöbrögöum i ungdæmi minu, hjá einum nágranna minna, aö sá maöur reif upp varnargarö Gunnlaugs viö sandfoki, meö þeim ummælum, aö best færi á þvi, aö þau máttarvöld, sem breytt heföu gróöri jaröar hans i svartan sand — væru látin ein um aö skila gróörinum aftur. Og þegar mér veröur nú litiö aftur til æskuáranna — man ég þá hryggöarmynd þegar Gunnarsholtsbærinn gamli stóö sandi orpinn — auöur og yfirgef- inn. Ég hygg, aö sá sem núekur um grónar og grasi vaföar lend- ur þessarar jaröar — er nú er miöstöö landgræöslu og fóöur- framleiöslu — geti þvf aöeins gert sér fulla grein fyrir þeirri breytingu til landbóta, sem þarna hefur oröiö — aö hann hafiséö staöinneins oghann var þegar verst gegndi. En samanburöurinn viö fortiöina er i þessum efnum, þvi miöur, ekki alltaf og alls staöar jafn jákvæöurog á þessum staö. Ég minnist þess úr persónulegri reynslu minni, aö sumariö 1935 kom ég á hestum — f fyrsta sinn vestan yfir Mýrdalssand austur i Skaftártungu. Þaö var gróöur- sæll heimur, sem feröamaöur- inn áöi i' þegar yfir Hólmsár- brúna kom. Ég fór þessa sömu leiö I fyrrasumar, i bifreiö aö visu — svo áningartilfinningin var aö þvi leyti önnur en í hesta- feröalaginu áriö 1935. En mér Ingi Tryggvason, fundarstjóri aöalfundarins og Hákon Guömunds- son, formaöur Landverndar, viö umræöurnar á fundinum. brá i brún viö þau gróöurfars- legu umskipti til hins verri veg- ar sem mér þóttu hafa oröiö á þessum áningarstaö minum á þessum þrjátiu árum, sem liöin voru frá minni fyrstu ferö á þessar slóöir. Þaö er aö visu sagt, aö endurminningin merli hiö liöna, þannig aö samanburö- ur milli fortiöar og nútiöar, sem byggöur er á minni manns einu saman, geti leitt til rangrar niöurstööu. En ég held þvi nú samt fram, aö elliglöp hafi ekki vélaö minni mitt i fyrra sumar. Þannig veröum viö ætiö f um- ræöum um gróöurvernd eöa gróöureyöingu aö horfa til tveggja átta —- gæta hófs 1 dóm- um og vera minnugir þess, aö á þeim vettvangi getur mundan- gshófiö oröiö mjótt. Sá gróöur, sem leit sæmilega út i dag, get- ur veriö kominn í traök á morg- un, og þar sem flag var f gær er máske komiö grasiö grænt á næsta sumri. Á þessu sviöi er þaö einmitt oft svo, aö ýmist miöar aftur á bak ellegar nokk- uö á leiö og hér getur kyrrstaöa auöveldlega leitt til afturfarar. Hér má aldrei slakna á árvekni og stööugri varögæslu. í greinargerö þeirri, sem fylgdi þingsályktunartillögu þeirri um landgræöslu- og gróöurverndaráætlun, sem Alþingi Islendinga samþykkti i einu hljóöi á Þingvöllum áriö 1974, segir m.a. svo: „Þjóöin varö aö taka lán hjá landinu, þegar verst iét, til aö geta lifaö. Enn er sú skuld hvergi nærri goldin”. Um þetta virtust allir vera sammála þá. En hvernig standa reikningarnir f árslok 1979? Veröa þá skiptar skoöanir um þaö, hverjar skuldareftir- stöövarnar séu? Nú heyrast jafnvel raddir i þá átt, aö skuld- in hafi aldrei veriö nein. Þaö er von min, aö þessi aöal- fundur fulltrúaráös Landvernd- ar stuöli aö þvi, aö þessi mál skýrist og taki þá stefnu, sem leiöi til farsællar lausnar á gróöurfarsmálum landsins. En hverjarsem skoöanir okk- ar kunna aö vera á skuldaskil- unum viö landiö — held ég aö viö þurfum ekkiannaö en aöllta hér út um gluggana til þess aö staö- reyna, aö enn er eftir aö klæöa margt fjalliö. I umræöum um gróöurvernd og gróöurfar hendir þaö stund- um, aö viömiöunargrundvöllur- inn viröist svo misjafn, aö nærri liggur aö áheyrandanum þyki sem menn tali tvö tungumál á þessum vettvangi. Má ef til vill enn lengi biöa þeirrar stundar, aö samstaöa fáist um þaö — hver sé hinn eini og sanni gróöurfarsstaöall. En hvaö sem þvi liöur, er þaö mikilsveröast, aö viö setjum gróöurfarsmarkiö, sem aö skal stefnt, nógu hátt, og missum ekki sjónar á þvf — eöa látum þaö blása út I veöur og vind — vegna ágreinings um leiöir aö marki eöa feröarhraöa. Hér sem annars staöar veröur aö leggja áherslu á samstööuna og hafa þaö hugfast, aö skyldan viö landiðer skylda okkar allra, hversog eins — hvar i sveit sem viö stöndum. Atakiö veröur aö vera sam- eiginlegt. I þessu tilliti og þaö á einnig viö á öörum sviöum, er hollt aö minnast þeirra oröa félags- málamannsins Benedikts frá Auönum, „aö allt þaö sem best er og nytsamiegast i öllu samlifi manna er einmitt byggt á samábyrgö þeirra i mannlffinu, og árangri hennar.” Búnaðarsamband A-Húnvetninga 50 ARA - NIu menn bafa setið I stjórn sambandsins MÓ — Um 200 manns sóttu afmælishóf Búnaöarsambands A-Húnvetninga, sem haldiö var á Blönduósi s.l. laugardag, en þaö er 50 ára um þessar mundir. Halldór Pálsson, búnaöar málastjóri var meðal gesta, og færöi hann sambandinu veglega f undargeröabók aö gjöf frá Búnaðarsambandi islands. I afmælishófinu tók Pétur Sigurös- son á Skeggstööum til máls um sögu sambandsins, og Jón Torfa- son á Torfalæk ræddi um störf sambandsins I dag og á komandi dögum. Hallgrimur Guöjónsson i Hvammi færöi sambandinu út- skorinn fundarhamar aö gjöf fyrir hönd hreppsbúnaöarfélag- anna. Margar ræöur voru fluttar i hófinu, m.a. talaöi Gunnar Guö- bjartsson, formaöur Stéttarfélags bænda, Elisabet Sigurgeirsdóttir, formaöur Sambands a-hún- vetnskra kvenna færöi samband- inu áletraöan pappfrshnif aö gjöf frá sambandinu. 1 tilefni afmælisins kaus Búnaöarsamband A-Húnvetninga 5 heiöursfélaga: Bjöm Jónsson, Ytra-Hóli, Guömund Jósafatsson Kristófer Kristjánsson. frá Brandsstööum, Halldór Jóns- son, Leysingjastööum, Hilmar Frimannsson, Fremstagili, og Konráö Eggertsson, Hauksgili. Búnaöarsamband A-Húnvetn- inga var stofnaö 14. desember áriö 1928. Fyrsti formaöur þess var Jón Pálmason, fyrrverandi alþingismaöur á Akri. Eftir 60 ára starf hafa niu menn setiö I stjóm sambandsins. Núverandi stjórn skipa: Kristófer Kristjáns- son, Köldukinn, formaöur, Pétur Sigurösson, Skeggstööum, og Valgaröur Hilmarsson, Fhemsta- gili. Búnaöarsambandiö hefur beitt sér fyrir fjölmörgum umbót- um, m.a. gert út jaröýtur og skurögröfur og unniö meö þeim aö uppgræöslu lands. Ariö 1949 voru keypt byggingamót, en frá þeim tima hefúr búnaöarsam- bandiö annast mjög miklar bygg- ingaframkvæmdir. Skagfirsk i ólatrá GO-Sauðárkróki. Þann 21. og 22. nóv. sótti Skóg- ræktarfélag Skagfirðinga 400 stafafurujólatré í skógargirðinguna á Hólum í Hjaltadal/ en þar er vax- andi skógur barrtrjáa, sem að mestu hefur verið gróðursettur síðustu 20 ár- in. Unnu bændaskóla- nemar og heimafólk á Hól- um ágætt starf við að fella trén og snyrta undir öruggri tilsögn Sigurðar Blöndal skógræktarstjóra. I fyrra komu 300 jólatré frá Hólum, og var þaö i fyrsta sinni sem skagfirsk jólatré voru á boö- stólum. Þau seldust flest f Skaga- firöi svo og Noröurlandi-vestra og skiluöu um 600 þús. kr. i hagnaö. Veröur hagnaöi af jólatrjánum variö til Hólagiröingar, en þar biöa mörg óleyst verkefni. Agæt samvinna hefur lengi veriö milli forystumanna Hólaskóla og Skóg- ræktarfélags Skagfiröinga um aö koma aftur upp skógi á Hólum, og er jólatrjáasalan góöur áfangi á þeirri leiö.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.