Tíminn - 07.12.1978, Qupperneq 18
18
Jólablað 1978
Framhald af 17. siðu.
upp, þvi að svo mikiö veit hún um jarö-
rækt, aö þess konar er mikil hollusta og
hressing fyrir allt, sem i mold grær. En
hún gerir þaö ekki af handahófi einhvern
daginn, þegarþaö dettur ihana, hún ætlar
aö gera þaö, þegar hann gengur á meö
skúrum. Þannig kemur svoleiðis ábót aö
fylístu gagni.
En þaö er ekki ofsögum af þvi sagt, aö
margt er skritiö i veröldinni. Þaö, sem er
stórviöburður hjá gamalli ekkju i litlum
skúr, er litiö og fáfengilegt I stórum hús-
um. Ef þess er að nokkru getiö I stórum
húsum, þá er þaö til þess aö gantast meö
þaö og hæöast aö þvi. 1 stóru húsunum
tala menn um ólagiö á verkalýönum og
hortugheitin i þurfalingunum og alla þá
ánauö, sem hlýzt af þess slags kindum,
sem aldrei hafa látiö sér skiljast, aö þaö
er framtak einstaklingsins sem gildir.
Þarerlika talaö um heimsviöburöina, þvi
aö þaö er náttúrlega i útlandinu, I stóru
löndunum, sem allt gerist, sem mark-
veröster. Reyndar heyrist, aö þar sé tals-
vert af volæöi og vesalm’ennskú eins og
annars staöar og ráöaleysi hjá lögregl-
unni aö fást viö óstandiö. Það er alls staö-
ar sama sagan, aö lögreglan fær hvergi
neitt nógu duglegt I hendurnar á svona
tlmum. Nema i Þýzkalandi. í Þýzkalandi
er stjarna á lofti, Þýzkaland hefur risiö úr
öskunni og eignazt sannan foringja. Adólf
Hitler, þaö er maöur, sem er ótrauöur aö
koma á röö og reglu.
Eineygöar ekkjur I köldum skúrum
gera litiö aö þvi aö láta hugann fljúga út I
lönd. Gunna gamla á Óöinsgötunni hefur
samt heyrt hann nefndan, þennan Hitler,
og þaö hefur veriö talaö utan aö þvl I
hennar eyru, aö hann væri atkvæöamikill.
Og ekki ferst henni aö efast um, aö hann
sé driftarmaður. Og aldrei nema gott, ef
einhverjum tekst að rifa upp sitt fólk —
þaö er hennar skoöun. Þvi aö nóg er af
þeim, sem miöur mega sin og halloka
fara.
Þeir, sem lesa bæjarblöðin, og eiga auk
þess viötæki, þar sem heyra má allan
fjárann, sem þeir þylja i útvarp, kunna
eölilega betri skil á þessu en Gunna. Þeir
vita lika upp á hár, hvaö er aö gerast I
Þýzkalandi. Orka hins germanska kyn-
stofns hefur sprengt af sér fjötrana og
falliö I einn farveg. Alls staöar brýzt hún
fram , þessi feiknarorka: I Berlin og
Munchen og Hamborg og Dresden. Og
austur i Prússlandi, noröur i Slésvik og
suöur i Rinardölum, Svartaskógi og
Bæheimsfjöllum. Alls staöar glymja göt-
urnar undir höröum hælum hnarreistra
manna, endalausra fylkinga, sem
streyma áfram meö viljann logandi i aug-
unum. Fánarnir blakta, segja blöðin,
lúörarnir gjalla, segir útvarpiö, og söng-
urinn bergmálar um torg og stræti: Die
Strasse frei den braunen Bataillonen.
Þetta er Kraft durch Freude, Agnes I
Góöverkaféiaginu útleggur þaö gagn og
gaman, og þar er einmitt þetta, sem fólkiö
vantar svo tilfinnanlega. Og allt er þetta
foringjanum aö þakka, Foringinn hefur
lyft sprota sinum, og undriö gerist: Heil
Hitler!
Foringinn hefur stappaö niöur fæti sin-
um, og herskarar hans spretta upp úr
jöröunni: Stormsveitarmenn I brúnum
skyrtum og hnéháum stigvélum, lifvaröa-
sveitir i svörtum búningum meö skamm-
byssu viö belti og ógnvekjandi merki,
hauskúpu og krosslagöa leggi framan á
húfum sinum, óbreyttir flokksmenn meö
armbindi, Hitlersæskan, heit og rjóö i
kinnum, borgarmúgurinn, sem sogast
meö, fylltur nýjum móöi. Og haka-
krossar, hvert sem litiö er — fornheilagt
tákn Germana, arfur frá köppum Trjóu-
borgar, sem ekki uröu unnir nema meö
svikum fremur en þýzki herinn.
Gunna gamla á Oöinsgötunni ætti
náttúrlega aö láta sér skiljast, þó aö ekkja
sé og aðeins annaö augaö heilt, aö gleöi
hennar yfir þvi, sem Asgrimur i Pólunum,
annar arlakinn frá, lesktur I fjörugrjóti á
strandstaö á Stafnesi, bar inn á blettinn
hennar undir morgunsáriö á útmánuöun-
um, er iitilsigld gleöi og ómerkileg i alla
staöi.
— Þaö er ekki um aö villast, aö sól
þriöja rikisins er runnin upp, segja þeir,
sem búa i stóru húsunum og hugsa þess
vegna hærra. Kannski þaö sé aö rofa til i
veröldinni”, segja þeir meö hýru i augun-
um.
Þaö er margt stórbrotið viö þessa þýzku
þjóöarvakningu: Hliö þúsund ára rikis
hinnar hreingermönsku, stórþýzku
forystuþjóöar standa opin, er sagt. Og
sögulegt þaö, sem gerzt hefur, og álitlegt
öðrum þræöi: Göfugir, kynbornir Arlar
hafa brotiö hlægilegar hækjur máttvana
lýöræöis og rekiö rauöu pestina út I yztu
myrkur. Fallin eru snikjudýrin, sem
sugu merg og blóö úr þjóöarllkamanum,
og glæpasamsæri Júöa og Marxista hefur
veriö stöövaö, okrararnir og brennuvarg-
arnir lagöir aö velli. Dáölausir sósialistar
og jafnaöarmenn hafa veriö fangaðir i
rottuholum sinum, og bleyöimennskan,
sem nagaöi þjóöarmeiöinn og kallaöi sig
mannúö, skal upprætt. Fyrirlitlegir friö-
arsinnar liggja flatir I spýju sinni, og sæöi
þeirra er varpaö á bál til þess aö stikna i
eldi. Sérhver ódyggö mun verða rifin upp
með rótum eins og þegar illgresi er eytt á
akri og mein skoriö úr kviku holdi.
Þetta fer allt fyrir ofan garö og neöan
hjá Eineygöu-Gunnu, hún er söm viö sig
og alltaf viö sitt gamla heygaröshorn,
Unter den Linden er ekki hennar gata,
heldur forug og holótt Oðinsgatan, og I
skúrnum sinum þekkir hún hverja fjöl, en
hefur ekki hugmynd um Brandenborgar-
hliöiö. Hún er svo sinnulaus, aö rauöa
pestin gildir hana einu, ef hún hefur þá
fundiö af henni dauninn, og það er hennar
tilhlökkunarefni, aö kartöflugrösin komi
upp. Þvi aö þá ætlar hún aö skvetta á þau
úr koppnum slnum, þegar vott er á.
— Þeir ætla sér vitaskuld mikiö hlut-
verk, er aftur á móti sagt i stóru húsunum
með nokkru stolti, þaö gerir lika skyld-
leikinn. Þetta er frændþjóö, er sagt meö
talsverðri áherzlu.
Og þaö er aö sjálfsögöu ekki kyn, þótt
þeir ætli sér mikiö hlutverk: Brunnur
hinnar eöalþýzku orku, Blut und Boden,
stendur fullur á barma, hiö dularfulla,
ginnhelga samband blóös og moldar
heimtar sinn rétt. Lebensraum er þess
kall, frumburöarréttur þess, sem fæöist
af æösta kynstofni jaröarinnar er lifsrúm.
Þetta lifsrúm skal fyllt. Hundruöum
saman voru brúöhjón gefin saman i borg-
arráöhúsunum I gær undir vigöum fán-
um samhentrar þjóöar, hundruöum sam-
an veröa brúöhjón gefin þar saman i dag
og morgun: Veriö frjósöm og uppfylliö
jöröina. Þaö er nóg lifsrúm handa þeim,
sem þess eru veröir, og frumburöarrétt-
urinn er yöar, en ekki júöskra mangara
og snikjudýra meö slavneskt þrælablóö I
æöum. Látiö sæöi yöar ekki falla meöal
þyrna og þistla, látiö sæöi yöar ekki falla i
grýtta jörö, heldur felliö þaö i góöa jörö,
þarsem þaö ber hundraöfaldan ávöxt.
Og allar hökurnar á Agnesi i Góö -
verkafélaginu hristast, þegar hún kinkar
fyrirferöarmiklum kollinum.
— Þetta kemur heim við fræöin, segir
hún. Guö gefur hverju barni slnu eins
miklar gjafir og þaö er fært um aö þiggja.
Þaö var hjá séra Jóhanni, sem hún
læröi rúdimentin, og hún hefur ekki
afrækt þau siöan. Hún kann þetta allt
reiprennandi eftir langt til fjörutiu ár.
Þrumurödd foringjans fer um löndin, og*
eins nærri má geta, eru viöa næm eyru og
opnir hugir. Vei þeim, sem ekki geta meö-
tekiö nýjan boöskap á þessum vondu tim-
um. Niöjar vikinganna, sem fylltu foröum
flokk Væringja i Miklagaröi og hjuggu
strandhögg og námu nesnám, hvar sem
búandfólk kom litlum vörnum við, þeir
leggja viö hlustirnar. Þessi hetjurödd
dunar I eyrum þeirra og syngur i
blóöi þeirra — arisku blóöi, germönsku
hánorrænu. Fyrr en varir eru hópar
ungra manna komnir á götur Reykjavik-
ur i samlitum skyrtum, aöskornum bux-
um og hnéstigvélum, og þeir eru meö
hakakross I barmi, armbindi, leöurbelti
og ól á ská um hægri öxl. Þeir ganga þrir
og fjórir hlið viö hliö i langri halarófu,
snöggklipptir og sléttrakaðir, hvatskeyti-
legir, taktvissir og upplitsdjarfir, og þaö
stirnir á stigvélin þeirra, þar sem þeir
skálma moldargöturnar, þvi aö þaö er
auögert aö fá stúlkur i hús — sandur af
kvenmönnum, sem vilja þéna hjá góðu
fólki. Þeir bera fána sina hátt — rauöa
silkifána meö svartan hakakross I hvitri
' kringlu á miöjum feldi, hamar Þórs hins
sterka i nútimagerö, og islenzka fána meö
rauöan og hvitan kross i bláum feldi, tákn
eldsins I iörum jaröar og blóösins i hjarta
mannsins, tákn jöklanna hvelfdu og him-
inblámans, sem hvergi er hreinni og tær-
ari en I Reykjavik, þegar rofar I loft: Die
Fahne hoch..
Þetta eru lika söngmenn. Þeir syngja
öxar viö ána árdags I ljóma og RIs þú,
unga Islands merki, slá hressilega saman
hælunum, þegar þeir nema staöar, rétta
snöggt fram hægri hönd og hrópa snjöll-
um rómi: Heil Hitler! Islandi allt!
Þetta eru snöfurmannlegir piltar. Þeir
eru ólikt mannborlegri en sauöarlegar
hengilmænurnar, sem norpa á götuhorn-
unum meö hendur I vösum og þykjast
ekkerthafa fengiö aö gera. Þetta eru rétt-
ir menn á réttum stað.
1 fám oröum sagt: Þarna getur aö lita
vaxtarbrodd mannfélagsins, framherja
Islenzkrar endurreisnar, sjálf ljón norö-
ursins. Heitt hjarta þeirra slær sjötlu og
tvö slög á mlnútu, og I stifum sex litrum
blóös, sem svellur i æöum þeirra, er ekki
dropi af irskum þræladreyra, né heldur
einn einasti ambáttarlitningur frá Kelt-
um. Þetta eru menn af fornfrægu kyni
konunga og hersa, óspilltu af Finnum og
Björmum, synir kaupmanna og
embættismanna og þingskörunga, eöa
þá orkumikilla iönaöarmanna og hertra
sægarpa úr stétt skipstjórnarmanna, og
nokkrir innan um og saman viö, sem vilja
hefja fööurlandið, þó að þeir séu ekki af
jafnveglegu foreldri. Þarna er til dæmis
Maggi litli Jóns, sem meig hér um áriö i
kjötkvartil eineygöu ekkjunnar, tilsendu
austan úr Rangárvallasýslu, og lenti i
klandrinu, þegar hann baröist viö hænsni
Ólsens bakara á hvitasunnumorgun, áöur
en aörir voru komnir á fætur. En einnig
hann hefur reynzt Arii, þótt smár sé vexti
og ofurlltið kiöfættur. Hann þoröi lika blóö
að sjá, þaö var blóð I hænsnunum bakar-
ans, og hann hefur þekkt sinn vitjunar-
tima og hlýtt kalli sins eigin blóös, og ber
sig eins hermannlega og nokkur getur
heimtaö af honum. Mannfræöingur hreyf-
ingarinnar hefur mælt á honum höfuöiö,
og og þaö er germanskt i bezta lagi, ágæt-
lega norrænt, öll hlutföll arisk, og lögun
eyrnanna, sem sker ótvíræöast úr um
kyngæöin, hún er alveg kórrétt. Og eins og
skylt er og sjálfsagt leggur Maggi litli
Jóns sig allan fram, hann slær hælunum
saman af ekki minni dugnaði en aörir, og
hann dregur ekki heldur af röddinni, þeg-
ar hann hrópar: Engir auöhringar, engir
öreigar! Einn flokkur, sterk og sameinuö
þjóö!
Fólk stingur saman nefjum á gangstétt-
unum eins og nærri má geta, kannski ekki
laust viö ankannalegan luntasvip á sum-
um og jafnvel, aö ónotalegu háösglotti
bregöi fyrir. En þeir eru auðvitaö margir,
sem geta ekki annaö en virt þessa ungu
menn fyrir sér meö aödáun, þvi aö tillans
ári bera þeir sig vel, drengirnir, og ólikt
er, hvaö gangan er skipulegri hjá þeim en
rauöu apaköttunum, þegar þeir fara á
stjá 1. mal. Kaupmennirnir koma gal-
vaskir út í dyrnar hjá sér, og búöarfólkiö
lika og oröin, sem hrjóta af vörum, þau
koma alveg ósjálfrátt: Þarna fá helvltis
bolsarnir þaö, sem þeir þurfa.
Og gluggatjöldin uppi á hæöinni, þau
bærast, og andliti frúarinnar bregöur fyr-
ir. Þaö sést á bústinn vangann á henni,
þegar hún lltur um öxl, þaö er frú Aróra
og hún segir viö stúlkuna I húsinu, sem
þessa stundina liggur á hnjánum á stofu-
gólfinu meö bónklútinn á milli handanna,
rétt fyrir aftan sjálfa frúna, aö hún megi
standa snöggvast upp.
— Finnst yöur þeir ekki draumur,
María, i þessum búningum? segir hún viö
stúlkuna I húsinu, þegar hún hefur hlýtt
og staðiö upp, og þaö einmitt meö þessum
falslausa selskapshreim og áherzlum,
sem viö þekkjum. Og svo allir fánarnir.
Og blessaöur islenzki fáninn llka!
En hendurnar á Marlu eru talsvert
rauðar og allt aö þvl saltketslegar eftir
bóniö og klútinn og nuddiö á linóleum-
dúknum, og hún strýkur háriö frá röku
enninu meö handarbakinu, og vottar ekki
fyrir hýru i svipnum.
Hún er svo daufgerö og tilfinningasljó,
aö hún getur ekki einu sinni undrast, hvaö
þá hún lifni viö—hvaö er aö tala um þess-
ar hjárænustelpur úr afdölum og slor-
þorpum? Frúnni gremjast þessi tómu
augu og þessi opni munnur og þetta raka
andlit, sem ekki getur hrifizt og veriö
glaölegt, þegar þaö á viö.
— Farið þér frá, Maria, segir hún, og
nú kemur á daginn, aö frú Aróra er fjöl-
hæf frú, sem getur talað þeim tungum,
sem viö eiga og er ekki upp á selskaps-
hreiminn einan komin. Þaö er svitalykt af
yöur, Marla. Þvoiö yöur undir höndunum,
Maria!
Hjá eineygöu ekkjunni á ööinsgötunni
er fariö aö ydda á fyrstu kartöflugrösun-
um. Samt er hún I dálitlym vandræöum
þennan dag. Þaö er vitaskuld kaffiö, sem
hana má sizt vanta, önnur vandræöi
steöja sjaldan aö henni — nú er þaö þrotið.
Hún hefur rislað i buddunni sinni og taliö I
henni, og það er eins og hún vissi, aö þar
eru ekki nema sjötiu og fimm aurar. Svo
aö hún veröur aö hafa sig upp i þaö aö fara
bónarveg aö Davlö kaupmanni rétt einu
sinni og fá skrifaö hjá sér. Henni finnst
þaö skelfing leiðinlegt aö niöast þannig á
mönnum, og þaö þótt Daviö kaupmaöur
sé sá öðlingur aö neita henni ekki um
kaffiúttekt þegar neyö þrýstir. En þetta
veröur ekki umflúið, hún veröur aö stiga
þessi spor I búöina enn einu sinni.
— Ég meö þessa ólæknandi kaffiflkn,
tautar hún viö sjálfa sig um leiö og hún
lokar skúrnum á eftir sér.
Svó er þó fyrir aö þakka, að hún hefur
ekki skuldað Daviö neitt siöan I páska-
rumbunni, þá brauzt hún til hans á miö-
vikudaginn slöastan I vetri til þess aö gera
upp viö hann meö krónum, sem henni
höföu áskotnazt. Og alveg tómhent fer
hún ekki núna. Hún er með budduræfilinn
sinn I hendinni, þvi aö þessa sjötiu og
fimm aura, þá getur kaupmaöurinn feng-
iö strax.
Þegar hún kemur út á Skólavöröustlg-
inn og ætlar yfir götuna til Davlös, þá
finnst henni bregöa undarlega viö. Þar er
fulltaf fólki, og skari af þessum lika reffi-
legu unglingum þrammar syngjandi upp
götuna, og þaö meö — hún sér dável meö
heila auganu — alla vega litar dulur á
sköftum. Þetta er hér um bil eins og þeir
hafa haft þaö 1. mai á seinni árum, og þó
er ekki 1. mal — ó — nei, 1. mat, þaö er
tveggja postula messa, og þaö var þá,
sem hún byrjaöi á aö káka viö garöholuna
sina.
Tengdu i oss aö einu verki
anda, kraft og hjartalag,
syngja þeir fullum hálsi eins og þeir væru
meö sálmabækur viö messu i dómkirkj-
unni hjá séra Bjarna, og Eineygöa-Gunna
gerir sér far um aö hlusta, þvi aö I eina tlö
haföi hún svo sem eitthvaö I áttina viö
þaö, sem kallaö er söngeyra. Og svo er
hún lika forvitin, — já, þó henni farist ekki
aö vera hnýsin, svona vesælli ekkju, þá
blundar I henni ögn af forvitni.
Þegar þaö dregst, aö hún komist yfir
götuna til Davlðs i þessum kaffierindum
sinum, þá snýr hún sér aö konu, sem
stendur rétt hjá henni.
— Er þetta eitthvert söngfélag? spyr
hún meö budduna i lófanum.
Þetta er bústin kona, sælleg manneskja
upp á hökur aö gera, og veröur ekki neitt
afundin, þó aö svona kerling viki sér aö
henni upp úr þurru. Gamla konan er
heppin rétt einu sinni, þetta er Agnes i
Góöverkafélaginu, og alvön aö skipta orö-
um viö allar tegundir fólks. Og hún segir
henni þaö, þetta er ekki söngfélag — nei —
nei, góöa mln — þetta eru þjóöernissinn-
arnir nýju aö syngja fööurlandssöngva til
þess aö vekja þá, sem ugga ekki aö sér á
þessum alvarlegu timum.
— Ósköp er þaö fallegt, segir Gunna og
glórir slnu eina auga á fóthvata piltana.
Mikiö vildi ég þeir syngju eitthvaö eftir
Þorstein, þaö er svo langt siöan ég hef
heyrt eitthvaö sungiö eftir Þorstein.
En þeir gera vlst ekki mikiö aö þvi aö
syngja eftir Þorstein, það segir Agnes I
Góöverkafélaginu. Þetta eru aftur á móti
menn, sem vilja ganga hreinlega til
verks, þeir vilja gera hreint borö eins og
sagt er.
— Þeir leggja mest upp úr hreinlegu
hugarfari, þeir vilja hreinsa hugarfarið,
segir Agnes I Góöverkafélaginu hátt og
skýrt, þvi aö hún heldur, að kannski sé
heyrn þessarar gömlu konu farin aö
dofna.
— Ó — já, þaö veit ég, svarar eineygöa
ekkjan af Óöinsgötunni og heggur mávinn
til samsinnis.
Ekki er þaö ljótt aö viljahreinsa hugar-
fariö og gott til þess aö vita aö ungdómur-
inn skuli ganga á undan meö þaö/Sums
staöar er pottur brotinn i þvl efni eins og
skiljanlegt er i fjölmenni. Og snöggvast
dettur Gunnu I hug kjötkvartiliö sitt, gjöf
frá langminnugu frændfólki i Rangár-
vallasýslu og grikkurinn sem Maggi litli
Jóns geröi henni. Þaö er samt ekki svo aö
skilja aö hún erfi prakkarastrikiö viö
drenginn sem varö þetta á, hún leit strax
á þetta eins og hvert annað æskubrek. En
henni flýgur þetta svona i hug alveg
ósjálfráttútfrá þvi, sem I tal hefur borizt.
— Guö gefi þeim gæfu til þess aö varö-
veita sitt góöa hugarfar segir hún sinni
gömlu röddu. Hreint hjarta, þaö er mikil
eign.
Og nú kemst hún loks yfir götuna. sjötiu
og fimm aura getur hún borgaö upp I út-
tektina,en hitt veröur hún aö eiga undir
góövild Daviös aö hann skrifi hjá henni.