Tíminn - 31.12.1978, Qupperneq 1

Tíminn - 31.12.1978, Qupperneq 1
Sunnudagur 31, desember 1978 Hvitabjöminn er eins konar tákn hins dulúðuga heims villtra dýra á norðurhjara. Höfundur þessar- ar greinar, Thor Larsen, hefur ef tíl vill átt nánari samskipti við þessi merkilegu dýr en nokkur annar og i bók hans The World of the Polar Bear er margar merkar upplýsingar að finna um háttu þeirra. Þessi grein er i tveim hlutum, sem báðir birtast hér og er fyrst rætt um þjóðsögur og munnmæli tengd isbjömum, en i siðari hlutanum er sagt frá nú- tima leiðangri,sem farinn var til athugana á þeim. Allt frá þvl er menn fyrst tóku aö feröast um noifturslóöir, hefur hvltabjörninn veriö eftir- sótt bráö og þá fyrst og fremst vegna hins fagra og þykka felds sins. A timum vlkinga voru bjarnarskinn talin konungsger- semi. Þá þóttu þau og einstakir gripir á miööldum. Asamt meö rostungstönnum, grænlenskum fálkum og skinnum ýmissa dýra voru bjarnarskinnin talin verö- mætasta Utflutningsvara af- komenda Eiriks hins rauöa. Ariö 1274 ritaöi arabiski höf- undurinn Ibn Said um Grænland á þessa leiö: ,,Þar fyrir vestan (vestan Danmerkur) er eyja hinna hvltu fálka... og þar eru fálkar veiddir handa soldáninum I Egypta- landi sem greiöir 1000 denara fyrir hvern þessara gersemis- fugla..og hér hitta menn hvltu birnina fyrir. Skinn þeirra er af- ar mjúkt og flytja menn þaö til Egyptalands til gjafa...” Meira aö segja I Noregi töldu menn bjarnarskinnin afar fáséna metgripi. Troel Lund ritaöi: ,,..þaö varliáttur manna aö senda erkibiskupinum I Þrándheimi Isbjarnarskinn sem þakkargjöf. Þvl voru bjarnar- skinn frammi fyrir ölturum 1 öllum helstudómkirkjum svo aö klerkum yröi ekki kalt á fótum þegar þeir syngju messur á köldum morgnum.” Lifandi bjarndýr voru talin óvenjulegar gersemar og þau voru geymd konungum og keisurum. 1 ýmsum fornsögum er sagt frá þvi er birnir voru fluttir til konunga og gefnir þeim eöa seldir. A fyrri tímum og enn I dag hefur þaö veriö taliö hámark allra afreka i veiöimennsku á Grænlandi aö fella björn. Sagt er aö Eiríkur rauöi hafi lent I stælu viö einn vin sinn, vegna þess aö hann bar öfundarhug til hans, vegna þeirrar sögu aö maöurinn heföi fellt björn. Um 1060 kom Is- lendingur, Auöunn hinn vest- firski.til Grænlands og gaf al- eigu slna fyrir lifandi bjarndýr sem hann haföi meö sér til þess aö gefa Sveini Danakonungi. Launaöi konungur Auöuni rlku- lega. A miööldum munu birnirnir hafa veriö sóttir meö spjótum llkt og tltt var viö veiöar á skógarbjörnum eöa tigrisdýrum og ijónum i öörum heimshlut- um. Eskimóar höföu til siös aö nota hunda viö bjarnarveiöarn- ar. Kæmi björn i sjónmál eöa sæjust ný spor eftir björn.var hundunum sleppt lausum og væru þeir vel þjálfaöir var þess ekki langt aö bíöa aö þeir um- kringdu bangsa Viö sllkar aö- stæöur var björninn neyddur til þess aö slást viö hundana meö voldugum hrömmunum og reyndi hann aö koma á þá höggi eöa klóra í þá. Meöan björninn átti fullt i fangi meö hundana sá veiöimaöurinn sér færi á aö laumast nærri honum meö spjót sitt eöa lensu og stinga dýriö til dauöa. Isbirnirnir eru ótrúlega viö- bragösskjót og sterk dýr og veiöar sem þessar gátu veriö hættulegar, þvl veiöimaöurinn átti fárra kosta völ.dytti birnin- um skyndilega I hug aö hlaupa á hann. Thule-Eskimóar á Græn- landi halda þvl fram aö Isbirnir geti aöeins slegiö meö vinstri hramminum. Af þeim sökum sé hættuminna fyrir veiöimanninn aö nálgast dýriö frá vinstri. Eskimóar segja þvl aö myndin á skjaldarmerki Konunglegu Grænlandsverslunarinnar sé ekki rétt, þar sem björninn á merkinu hafi rétt fram hægri hramminn eins og til þess aö greiöa högg meö honum. Enn þann dag I dag nota Eski- móarnir hunda viö bjarnar- veiöar, en i staöspjóta og lensu hafa þeir tekiö upp byssur. En þótt veiöiaöferöirnar hafl tekiö breytingum og þjóöllf og menn- ing meöal Eskimóa hafi breytst. er þaö enn álitin karlmannleg dáö aö vinna hvitabjörn. Fram á siöustu tima þótti ungur maöur ekki tækur sem tengda- sonur mikils veiöimanns nema hann heföi fellt björn. Bjarnar- stúnnin eru enn notuö 1 buxur hjá eskimóum og til geröar fleiri hluta,en mikiö af skinnum er þó selt loöskinnakaupmönn- um ogferöamönnum. Eskimóar segja aö engin gerviefni nálgist bjarnarskinnin, þegar búa skal til sterk.hlý og endingargóö klæöi fyrir heimskautaferöalög og veiöar á þeim slóöum. Isbjörninn skipar sérstakan sess 1 þjóötrú og menningu Eskimóa. Ýmiss konar álög voru honum tengd eins og eftir- farandi dæmi sýna: Eskimói segir svo frá: „Is- björninn er hættuleg skepna.en viö þurfum á honum aö halda. Viö veröum aö elta hann og vei- ða en viö veröum jafnframt aö hafa gæturá.aö sál bjarnarins snúi ekki til baka og vinni okkur grand. Birnirnir heyra allt og vita allt sem maðurinn er aö tala um. Þegar bjarnarbani kemur heim til sln veröur hann að fara meö bjarnarskinniö inn I hús sitt og setja þaö I skrlnuna, þar sem fóöur hundanna er geymt. Séum karldýraö ræöa.veröur aö hengja upp streng yfir trýn- inu á birninum og i strengnum skal hanga skutull sem á er festur spikbiti, kjötstykki og skinnpjatla. Þetta er ætlaö sál bjarnarins. Leöriö er ætlað birninum I skó,þvl hann gengur mikiö. Sé um kvendýr aö ræöa þarf aðeins kjötbiti og leppur af selskinni aö hanga yfir bjarnar- hamnum. Þessiumbúnaöur þarf aö vera 1 fimm daga aö minnsta kosti. öllum beþium bjarnarins skal haldiö til haga, eftir aö honum hefur veriö sundraö og kjötiö ét- iö og beinin ásamt hauskúpunni skulu sett á einn staö I glugga- kistu. Liti hauskúpan inn I hús- iö. AUt er þetta 1 þeim tilgangi gert aö björninn rati til heim- kynna sinna. Björninn skal fá áhöld ogbúnaö likt og menn,þvi birnir geta iöulega breytt sér I mannsliki.” Þvi var oft haldið fram aö birnir kæmu til manna vegna þess aö þeir vildu heimta gjafir af veiöimönnum. Eftir aö meö björninn hafi verið fariö eins og aö ofan er lýst.trúöu menn aö hann mundi koma meö gjafirn- ar meö sér, þegar hann heföi fæöst aö nýju I nýjum feldi og nýju holdi. Sumir sögöu aö þeg- ar beinagrind og haus og bein af birninum heföu þannig veriö I húsinu I fimm daga og hann hlotiö gjafir, skyldi sjóöa haus- kúpuna og fleygja henni á sjó. Aöeins þegar svo væri um búiö mundi björninn rata heimleiöis. Þegar sjaldséöar skepnur eins og náhveli, rostungar og hvitabirnir veiddust, skyldi faöir nudda höfuö sonar meö

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.