Tíminn - 31.12.1978, Side 7

Tíminn - 31.12.1978, Side 7
Sunnudagur 31. desember 1978. 7 lirfa sem etur laufiö stundum svo gersamlega aö skógurinn deyr. Þetta fiörildi heitir á latinu Erannis defoliaria og hefur veriö nefnt trjáfeti á is- lensku. Karldýriö flýgur aö haustinu og minnir á fölnaö birkilauf en kvendýriö er vængjalaust og eru skemmdir af völdum svarta maöksins oft mjög staöbundnar, smá lækur getur haft úrslitaáhrif á út- breiösluna. Svo viröist sem stórar hrislur sleppi oft betur heldur en kjarr< efstu laufin veröi þá fremur eftir. Ekki hefur þetta fiörildi fundist utan Skaftafellssýslna enda mun þaö verahérá noröurmörkum sinna heimkynna. Ovist er hvernig þaöhefur borist hingaö til lands en óneitanlega eru likur á aö þaö hafi borist meö landnáms- mönnum. Þeir hjuggu birki i Noregi tilaö hafa undir flutningi i skipunum og köstuöu þvi á land þegar búiö var aö tæma skipiö. Þetta var gert til aö austur gæti runniö eftir skipinu og varningur lægi ekki I austri. Þegar menn fengu óskaleiöi hefur varla allt veriö dautt sem viönum fylgdi þegar hann var settur i skipiö og er þvi hugsan- legt aö Erannis defoliaria hafi viöa numiö land á landnáms- og söguöld endáiö út þegar veöur- far versnaöi nema þar sem skil- yröi voru best. Hafi svo veriö mun óhætt aö skrifa mikinn hluta af eyöingu skóganna á reikning þess. Ekki eru neinar skráöar heimildir fyrir þvi hvenær skemmdir sáust fyrst af völdum maöksins í Skaftafelli enda má ætla aö hans hafi litiö gætt meöan tiöarfariö var mjög kalt en áriö 1910 eyöilagöi hann þó a.m.k. eina torfu algerlega. Eftir þaö bar mjög mismikiö á honum en mestar uröu skemmdirnar nálægt miöri öld- inni enda voru þá hlýindi og haust góö. Bæjarstaöarskógur slapp ekki viö þennan vágest og eitt áriö varö hann svo aö segja lauflaus i júli. Þá dóu mörg smærri trén en þau stærstu liföu þetta frek- ar af þvi á þeim varö oftast svo- litiö eftir af efstu laufunum. Munu ýmsir minnast þess sem komu i Bæjarstaöarskóg næstu árin eftir þetta hvaö mikiö bar á kalviöi. Um svipaö leyti eyddi þessi skógarmaökur talsvert viöáttumiklum skógi á Kvi- skerjum og var sá skógur vlöast um og yfir mannhæö. Einnig mun þaö hafa veriö hann sem um sama leyti eyddi stórum skógi á Hvftárholtum 1 Núpstaöarskógum. Nú er Skaftafell þjóögaröur og þarf varla aö óttast aö skógurinn þar biöi hnekki af kolagerö eöa sauöfjárbeit en ef tföarfar á eftir aö veröa aftur svipaö og þaö var á fimmta tug þessarar aldar má búast viö skemmdum af völdum svarta skógarmaöksins. Undanfarin ár hefur litiö boriö á honum. Ekki hefur veriö rannsakaö hvaö veldur þessum sveiflum en aö óathuguöu máli viröist liklegast aö þaö sé haustveöráttan vegna þess hvaö fiörildin koma seint Ur pUpunni. Kviskerjum 4/121978 Siguröur Björnsson Álfarnir á nýárskvöld Eitt nýársdagskvöld stóð svo á í Skógum að seint var kveikt í göngum eða dyrum, því það var gamall vani og helst enn við víða, að Ijós er látið lifa jólanótt og nýárs niðri í bæjum. Enn var í Skógum fólk í fjósi.því kýr var að bera um dagseturleytið, og þá kýrin var borin var kálfurinn inn borinn, en þá inn í bæinn var komið með kálfinn þá var sagt í dyrunum: ,,Það er leiðinlegt að það er kveikt svo seint hérna f remur venju". Þá var strax Ijós kveikt og látið lýsa um dyrnar og göngin. Þetta var huldumaður er þetta sagði, hann vildi ei láta af vana bregða að lýst væri sér og sínum þetta kveld því á því kveldi kemur huldufólk með gamanleiki og dans víða í bæi þótt ei sjáist nú á þessum dögum. En áður bar það við að það sást á einstaka bæ og ekjci síst á jólanóttum þá fólk var við tíðir sem nú er af lagt, var þá oft- astgottá þeirri nóttað gamalt fólk sagði er þá lifði, en nú er oft stirt f remur en þá var. (úr þjóðsögum Jóns Árnasonar) Kaupfélag Eyfirðinga ÚTIBÚIÐ HAUGANESI óskar starfsfólki og viðskiptavinum gleðilegs nýárs Þakkar gott samstarf og viðskipti á liðnum árum Frystihús Kaupfélags Eyfirðinga HRÍSEY óskar starfsfólki sinu og viðskiptavinum farsœldar á komandi ári Þakkar ánægjulegt samstarf og viðskipti á liðnum árum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.