Fréttablaðið - 31.08.2006, Page 80

Fréttablaðið - 31.08.2006, Page 80
 31. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR44 maturogvin@frettabladid.is ÞRÚGUR GLEÐINNAR > EINAR LOGI VIGNISSON VEITINGASTAÐURINN Hvaða matar gætirðu síst verið án? Allra tegunda af ávöxtum, ekki spurning. Fyrsta minn- ingin um mat? Það er hákarl. Ég borðaði bara skrýtinn mat þegar ég var lítil og leit ekki við sælgæti. Ég vildi bara hákarl og súran hval! Besta máltíð sem þú hefur fengið: Ég er svo mikil matmanneskja að ég get ekki nefnt ein- hverja ákveðna máltíð. Ég hlakka alltaf til breytinganna sem árstíðirnar hafa í för með sér. Núna þegar það fer að hausta hlakka ég til að borða góða, íslenska kjötsúpu. Besta máltíðin er það sem er ferskt á hverri árstíð. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Já, hákarl. Ég borðaði hann í bílferð einu sinni og varð alveg heiftarlega bílveik. Eftir það hef ég ekki getað borðað hann. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Leyndarmálið mitt er að gera tilraunir og prófa sig áfram. Ég stunda tilraunastarfsemi, reyni að taka eftir bragði þegar ég fer út að borða og reyni að endurskapa það. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Ekki sælgæti, frekar bara góðan og bragðmikinn mat. Mér finnst alltaf gott að fara til Sigga Hall, vinar míns. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Ómalaðar kaffibaunir í frystinum og mjólk til að geta gert latte. Oft harðfisk, en alltaf ab-mjólk, ávexti og múslí. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Bát til að komast í land! Í honum mætti vera ab-mjólk, múslí, ávextir og vatn, auðvitað. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Slanga í Singapore. Það skrítnasta sem ég hef séð í búð var knippi af lóum, vorboðanum okkar, í kjötbúð í Lúxemborg. Lóuna myndi ég aldrei borða! MATGÆÐINGURINN GUÐRÚN RAGNARSDÓTTIR KENNARI OG KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR Myndi aldrei borða lóu Eftir sumar sem reynd- ist höfuðborgarbúum nokkuð erfitt er nætur- frostið nú yfirvofandi. Þeir sem ekki enn hafa drifið sig í berjamó munu því væntanlega verða af berjauppskeru þetta árið. Það er algeng haustsýsla að sjóða sultu í hlýju eldhúsi, en einhverjir gætu misst af þeirri ánægju þetta árið. Það er þó ekki ástæða til að örvænta þó að grunnt sé á blá- berjum og krækiberjum. í búr- skápnum, eða næstu matarbúð, má finna ýmislegt sem gæti komið í stað sultugerðar. Matreiðslu- bækur luma á uppskriftum að ýmiss konar mauki úr öllu frá eplum að eggaldini. Það ætti einn- ig hver sem er að geta búið sér til eigin kryddolíu og með góða jómfrúarólífuolíu sem uppistöðu má þreifa sig áfram uppáhalds- kryddtegundirnar. Basil- íka og steinselja fara vel með ólífuolíu, en það er um að gera að láta hug- ann reika. Eins og með sultugerðina verða öll ílát að vera sótthreinsuð. Eftir að kryddjurtir hafa legið í bleyti í olíunni í viku er rétt að fjarlægja þær og hella olíunni yfir í annað sótthreinsað ílát, sem svo má skreyta með heilum grein- um af þeim kryddjurtum sem voru notaðar. Ef söknuður eftir sultugerð er enn sterkur er um að gera að nota krukku. Þá má föndra rauðköflótt lok, merkja í bak og fyrir og stilla krukkunni upp í hillu. Í staðinn fyrir sultugerð ÓLÍFUOLÍA Jómfrúarólífuolíu má nota sem uppistöðu í hvers kyns kryddolíur. Bragi Skaftason er lífeyris- ráðgjafi hjá Spron og Netbankanum. Hann sér um eldamennskuna á heimili sínu og gefur sér góðan tíma í hana. „Ef eldamennskan tekur ekki langan tíma er hún sjaldnast erfið- isins virði,“ segir Bragi sposkur. „Þetta er algjör þumalputtaregla hjá mér. Ef maður þarf ekki að sinna henni af natni er hún venju- lega annars flokks,“ bætir hann við. Bragi segist grilla árið um hring. Aðspurður um hvort hann noti gasgrill segir hann svo ekki vera. „Ég er ekki hrifinn af gas- grillum, það er svo leiðinlegt að fá ekki kolabragðið af kjötinu. Það skiptir öllu máli þegar maður grillar,“ segir Bragi og segir kolagrillið ekki halda aftur af honum að vetri til. „Nú eru flestir komnir með svo fína sólpalla að það væri til skammar að nýta þá ekki eftir að hafa eytt miklum peningum í þá.“ STEIKTUR STEINBÍTUR MEÐ HVÍTVÍNSVALHNETUSÓSU 800 g steinbítur 3 hvítlauksrif talsvert smjör rifin basilika 75-100 g valhnetur 1 ½ dl hvítvín 1 ½ dl fiskikraftur salt & pipar hunang eftir þörfum Skerið steinbítinn í þykka bita. Þeir eru snöggsteiktir í 1-2 mínút- ur við háan hita í smjöri, hvítlauk og basiliku, kryddaðir með örlitlu maldon salti og grófum svörtum pipar. Setjið svo í ofnfast mót og inn í ofn á ca. 60°C í 10-15 mínútur. Myljið valhnetur og skellið á pönn- una án þess að þrífa pönnuna á milli og bætið við smjöri ef þarf. Þegar valhneturnar eru orðnar örlítið mjúkar má bæta við fiski- krafti og hvítvíni og skafa skófirn- ar og blanda þeim saman við. Látið sjóða niður um einn þriðja. Sósan er svo þykkt með smjöri. Það þarf að passa að sósan sé ekki á suðu þegar verið er að þykkja því þá gæti hún skilið sig. Ef sósan þykir of súr er ráð að bæta örlitlu hun- angi við til að tóna á móti hvítví- ninu. Ég ber fiskinn fram með gufusoðnu grænmeti. Það má líka nota löngu eða karfa, sem er van- metinn matfiskur, í staðinn fyrir steinbít. LAMBAFILLET MEÐ BLÓÐBERGI 4 lambafillet með fitu 2 hvítlauksrif blóðberg í óhófi 1 dl ólífuolía 1/3 dl balsamedik salt & pipar birkigrein Þetta finnst mér vera hin full- komna aðferðafræði við að grilla þetta hágæða hráefni sem lambið er. Hvítlaukurinn er saxaður smátt og honum blandað saman við olí- una, balsamedikið og blóðbergið. Ég hef enga reglu á hversu mikið ég nota af blóðbergi. Bragðið sem það gefur er svo íslenskt og gott að ég kann mér ekki hóf þegar kemur að því. Skerið grunnar rákir í fituna og nuddið grófu salti í þær. Örlitlum pipar er svo stráð yfir lambið og það sett í löginn og látið standa í 8-12 klukkutíma. Skellið vænni birkigrein á grillið rétt áður en kjötið fer á teinana. Það gefur lambinu gott birkireyk- bragð sem setur punktinn yfir i-ið. Kjötið er sett á grillið með fituna fyrst og snúið einu sinni áður en það er sett ofar á grillið til að brenna það ekki. Lambakjöt er best sem ferskt og því má ekki grilla það of lengi. - sun Eldar af mikilli natni BRAGI SKAFTASON Vill að landsmenn nýti sólpalla sína til að grilla á vetrarmánuðum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA > Prófaðu... að taka til í skápunum og minnka birgð- irnar af leirtaui. Það er ótrúlegt hvað uppvaskið léttist þegar maður á minna af glösum. Haustið er ekki bara uppskerutími á vínekrum heldur líka oft skemmti- legasti tími ársins fyrir vínáhugamenn. Veitingastaðirnir fara af stað með þemadaga þar sem iðulega er boðið upp á góð vín á hagstæðu verði. Villibráðin er þar gjarnan í aðalhlutverki og stór og mikil vín með. Einnig fara hjólin að snúast með ýmsum uppákomum á vegum Vínþjónasamtak- anna, erlendir framleiðendur fara að koma í heimsókn hingað á norður- hjara og síðast en ekki síst fer Vínskólinn af stað með vetrardagskrána. Skólann stofnaði Dominique Plédel Jónsson um miðjan síðastliðinn vetur og hefur vakið athygli fyrir skemmtileg námskeið og fjörlegar ferðir til helstu vínhéraða Evrópu. Fimm námskeið eru fyrirhuguð í september og tvær vínferðir, til Bordeaux og Jerez. Ferðin til Bordeaux 7. september verður stutt og hnitmiðuð. Í lok mánaðarins heldur svo Dominique til Jerez en eins og margar borgir á Suður-Spáni hefur Jerez mjög sterkar hefðir og vínrækt er ein af þeim. Skráningar á námskeiðin og í ferðirnar auk frekari upplýsinga eru á vefnum vinskolinn.is. Segja má að vínhaustinu hafi verið þjófstartað á Menningarnótt með vínuppboði Globus sem haldið var í fimmta sinn á Hótel Holti laugardag- inn 19. ágúst. Þar var einmitt títtnefnd Dominique uppboðshaldari ásamt Einari Thoroddsen og voru þau leiftrandi skemmtileg á þessu vel heppn- aða uppboði. Sum vín fóru á margföldu verði umfram það sem gefið var upp í uppboðsgögnum en sumir gerðu líka reyfarakaup. Eftirminnileg- ustu vínin segir Dominique hafa verið magnum flösku frá Baron Pichon de Longeuville 1991 (sjaldgæfur árgangur sem fáir náðu að bjarga frá frostinu) og Camus Cognac Pionneau 1969. Til eru 4.864 flöskur af þessu koníaki í heiminum og er það skammtað til umboðsaðila. Einung- is 300 rötuðu til Bandaríkjanna þar sem flaskan er seld á 1.200 dollara. Flaskan á uppboðinu fór hinsvegar á ásettu verði, 37.000 kr, og verða það að teljast góð kaup. VERT AÐ SPÁ Í: Dugnaður íslenskra birgja við að ná sér í þau dýrari vín sem framleiðendur skammta er lofsverður. Gerir Hótel Holti o.fl. auðveldara að vera með vínseðla á heimsmælikvarða. Haustið er vínáhugamannsins TVÖFALT FYNDNARI! TVÖFALT BETRI! 9.HVER VINNUR! FRUMSÝND 25. ÁGÚST UM LAND ALLT MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI VI NN IN GA R VE RÐ A AF HE ND IR H JÁ B T SM ÁR AL IN D. K ÓP AV OG I. M EÐ Þ VÍ A Ð TA KA Þ ÁT T ER TU K OM IN N Í S M S KL ÚB B. 9 9 KR /S KE YT IÐ .

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.