Fréttablaðið - 06.10.2006, Page 23

Fréttablaðið - 06.10.2006, Page 23
FÖSTUDAGUR 6. október 2006 23 Jarðboranir, dótturfélag Atorku, hefur keypt verktakafyrirtækið Sæþór ehf. sem starfar einkum á sviði hafnardýpkunar auk hafnar- gerðar, vega- og brúargerðar, við- haldsframkvæmda á mannvirkj- um og framkvæmda við orkuveitur. Sæþór mun heyra undir starfsemi Björgunar, dótt- urfélags Jarðborana. Ekki er gert ráð fyrir neinum grundvallarbreytingum hjá Sæþóri, sem fellur vel að starf- semi Björgunar og samstæðu Jarðborana í heild. Um samlegð- aráhrif mun vera að ræða þar sem aukin hagkvæmni næst meðal annars með samnýtingu vinnuafls, fasteigna og tækja. Kaupverðið fyrir Sæþór er 310 milljónir króna. Áætluð velta félagsins árið 2006 er 240 milljónir króna og áætluð EBITDA framlegð um hundrað milljónir króna. - hhs EINN AF BORUM JARÐBORANA Jarðboranir hafa keypt verktakafyrirtæk- ið Sæþór fyrir 310 milljónir króna. Kaupa keppinaut Fjárfestingarfélagið Grettir hefur aftur aukið við hlut sínn í Avion Group og fer nú með 8,25 prósenta hlutafjár. Fyrir helgi keypti Grettir um sex prósenta hlut og jók hlut sinn um rúmt prósent í vikunni. Hlutur Grettis í Avion er um 4,6 milljarðar króna að markaðsvirði. Eigendur Grettis eru Sund, Landsbankinn og Ópera Fjárfesting- ar sem eru í eigu Björgólfsfeðga. Avion hefur verið að rétta úr kútnum eftir slakt hálfs árs uppgjör; bréf félagsins hafa hækkað um sex prósent á einni viku. - eþa Grettir eykur við sig í Avion BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON Meðal hluthafa í Gretti sem hefur verið að kaupa í Avion Group. John H. Robertson hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri lággjalda- flugfélagsins Sterling sem er í eigu FL Group. Mun hann einnig gegna starfi aðstoðarforstjóra. Robertson hefur verið framkvæmdastjóri hjá Virgin-Express í Brussel og gegndi þar á undan stöðu framkvæmda- stjóra hjá British Midland, sem er næststærsta hefð- bundna flugfélag- ið í Bretlandi. Í fréttatilkynningu frá Sterling er haft eftir Almari Hilmarssyni, forstjóra Sterling, að það sé ómetan- legt að fá mann á borð við John, sem hefur umfangasmikla reynslu af störfum innan bæði hefðbundinna og lággjalda flugfélaga, til liðs við fyrirtækið. Eftir heilt ár sem hefur farið í samþættingu á rekstri sé nú stefnan sett á vöxt og þar muni alþjóðlegur bakgrunnur nýja fram- kvæmdastjórans verða fyrirtækinu mikill styrkur. - hhs Nýr stjóri ráð- inn hjá Sterling JOHN H. ROBERTSON Greiningardeild Landsbankans væntir fjórtán prósenta ávöxtun- ar hlutabréfa í Kauphöll á næstu tólf mánuðum og telur að kaup- tækifæri séu til staðar á innlend- um hlutabréfamarkaði þrátt fyrir miklar hækkanir í ágúst og sept- ember. Bankinn spáir því að hagnaður þeirra sextán fyrirtækja, sem horft er til, verði samanlagður 74,6 milljarðar króna á þriðja árs- fjórðungi sem er 70 prósenta hagnaðaraukning á milli ára. Ef Existu er bætt við nemur aukning- in 130 prósentum. Af einstökum félögum hagnast Kaupþing á fjórðungnum, um 31 milljarð króna en næst koma Exista (19,7 milljarðar), Glitnir (7,7) og Straumur-Burðarás (5,1). Landsbankinn reiknar með að Kaupþing, Mosaic og Össur skili mestri hagnaðaraukningu milli ára en hagnaður af sölu bréfa í Existu setur svip sinn á uppgjör Kaupþings. Tvö félög skiluðu tapi á þriðja ársfjórðungi, gangi spáin eftir, en það eru Dagsbrún, með 2,6 millj- arða króna tap og Marel. Tap beggja félaga skýrist að stórum hluta af kostnaði sem fellur til í eitt skipti. Fyrir árið 2007 reiknar Lands- bankinn með því að hagnaður fimmtán félaga, sem eru saman- burðarhæf milli 2006 og 2007, nemi 145 milljörðum króna sam- anborið við 221 milljarð í ár. - eþa GREININGARDEILD LANDSBANKANS Spáir fjórtán prósenta hækkun í Kaup- höll næsta árið. LÍ spáir 70% hagnaðaraukningu Horfir fram á fjórtán prósenta hækkun hlutabréfa. Ársreikningaskrá sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að fullyrðing Atorku Group um að Ársreikningaskrá hafi „sent þriggja mánaða uppgjör félagsins til skoðunar hjá sérfræðingum í Bretlandi og fengið þau svör að uppgjörið væri í alla staði til fyrirmyndar og jafnvel of ítarlegt,“ sé röng. Yfirlýsingin kemur í kjölfar opinbers bréfs sem Atorka sendi Kauphöll Íslands vegna fyrirhug- aðrar málshöfðunar gegn henni. Vill Ársreikningaskrá ítreka að hún sé á engan hátt aðili að deilum Atorku og Kauphallar Íslands, enda snúist þær einvörðungu um upplýsingagjöf Atorku Group hf. samkvæmt fréttatilkynningum til kauphallarinnar en ekki um reikningsskil félagsins. - hhs Fullyrðing Atorku röng

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.