Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2006, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 06.10.2006, Qupperneq 30
[ ] Bananinn er mest ræktaði ávöxtur í heimi og má nota mun meira í matargerð en gert er hér á landi. Bananaplantan er upprunnin í Suð- austur-Asíu. Margar tegundir villtra banana vaxa enn í Nýju Gíneu, Mal- asíu, Indónesíu og á Filippseyjum. Nýlegar fornleifarannsóknir á Papúa Nýju Gíneu hafa leitt í ljós að bananinn var ræktaður fyrst um fimm þúsund eða jafnvel átta þús- und árum fyrir Krists burð. Þá hefur bananinn verið ræktað- ur um ómunatíð í Afríku og Mið- og Suður-Ameríku. Löndin byggja sum hver mjög á ræktun ávaxtarins og hafa af þeim sökum verið kölluð bananalýðveldi. Bananinn er mest ræktaði ávöxtur í heimi og af öllu hráefni er hann fjórði í röðinni á eftir hrísgrjónum, hveiti og maís. Hann er ræktaður í 130 löndum. Bananar urðu ekki vinsælir á Vesturlöndum fyrr en á tuttugustu öld þó að vitað sé til þess að þeir hafi borist þangað mun fyrr. Hver bananaplanta ber aðeins ávöxt einu sinni á ævinni en gerir það þá með glans enda eru um tvö hundruð bananar í hverjum klasa. Þeir eru tíndir meðan þeir eru enn grænir að lit enda þroskast þeir áfram þrátt fyrir að búið sé að tína þá, þó aðeins við stofuhita. Í flutn- ingi á banana yfir höfin er því hita- stigið stillt á um tólf gráður til að tefja fyrir þroskun. Þó má hitastig- ið ekki fara niður fyrir fimm gráð- ur því þá skemmist ávöxturinn. Fullþroskaður er bananinn gulur en ofþroskaður verður hann svartur. Bananar eru til í ýmsum stærðum. Litlir eru þeir oft bragðmeiri og mikið borðaðir hráir þó einnig sé gott að nota þá í ýmsa rétti. Mjölbananar eru stærri en venjulegir ban- anar og ekki jafn sætir. Ágætt þykir að nota þá í ósæta rétti en þeir eru ekki borðaðir hráir. Einn- ir eru til svokallaðir eplabananar og hrís- grjónabananar, svo og rauðleitir litir bananar sem eru mjög sætir. Bananar eru fyrir- takshráefni og allt of lítið notaðir í mat hér á landi. Hér eru nokkrar uppskriftir að réttum sem innihalda hinn sæta ávöxt. solveig@frettabladid.is INDVERSKT SALAT Hráefni: 3 vel þroskaðir bananar 1 stór agúrka 1 grænn chilli 50 g gróft malaðar hnetur (t.d. möndlur, cashew, valhnetur...) 2 msk. kókosmjöl U.þ.b. 1 msk. sykur (ef bananarnir eru ekki vel þroskaðir má setja meiri sykur, en minni sykur ef þeir eru mjög vel þroskaðir) 2-3 tsk. sítrónusafi Salt eftir smekk Aðferð: Bananarnir eru skornir í sneiðar og agúrkan er skorin í teninga. Öllu er blandað saman, salatið smakkað til og síðan hitað á pönnu í um 5 mín. Þetta er síðan borið fram kalt. Salatið má ekki vera of blautt heldur á það að vera svolítið þétt í sér, en það er svolítið misjafnt hvað það kemur mikið vatn úr gúrkunni og banönunum. Ef það er of blautt er ágætt að hita það lengur á pönnunni, eða þar til hæfilega mikill vökvi hefur gufað upp. Heimild: www.matseld.is SÆTIR BANANAR Uppskrift fyrir fjóra: 4 þroskaðir bananar 60 g púðursykur eða 3 msk. hlynsíróp 1 msk. sítrónusafi 1 tsk. vanilludropar 1/4 tsk. kanill 2 tsk. smjör 1. Skerið bananana til helminga þversum, síðan langsum (hver banani skorinn í 4 bita). 2. Bræðið smjörið á pönnu við miðlungs- hita. Setjið bananabitana út á pönnuna og þekið þá vel með smjörinu. Færið bitana síðan yfir á eina hlið pönnunnar. 3. Setjið púðursykurinn (eða hlynsíróp- ið), vanilludropana og sítrónusafann á þann helming pönnunar sem er tómur og blandið vel saman. Stráið kanilnum yfir. 4. Blandið sósunni saman við banana- bitana; ausið sósunni yfir bitana. Látið malla í 5 mín. 5. Setjið fjóra bananabita á hvern disk og berið fram. Gott er að bera þennan rétt fram með vanilluís og ferskum berjum, t.d. bláberj- um, jarðarberjum og/eða hindberjum. www.matarlist.is BAKAÐIR MEXÍKÓSKIR BANANAR Uppskrift fyrir fjóra: 3 bananar, hver banani skorinn, lárétt, í fjóra bita 1/2 tsk. rifinn appelsínubörkur 1/4 tsk. rifinn súraldin- börkur 2½ dl ferskur appels- ínusafi 1 tsk. ferskur súr- aldinsafi 50 g rúsínur 1/4 tsk. vanillu- dropar 1/4 tsk. kanill 1. Forhitið ofninn í 190º C. 2. Raðið bananabitunum í botninn á eldföstu móti. 3. Setjið börkinn, safann, rúsínurnar, vanilludropana og kanil í skál og þeytið saman. Hellið blöndunni síðan yfir ban- anana og bakið í ofni í ca. 20 mín., eða þar til bananarnir eru orðnir ljósbrúnir að lit. 4. Setjið þrjá bananabita í miðju hvers disks og ausið sósu (úr mótinu) yfir. Berið fram strax. www.matarlist.is Bragðgóðir bananar Hver bananaplanta ber aðeins ávöxt einu sinni á ævinni en um 200 bananar eru á hverjum klasa. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Látið eldunarpottana kólna áður en þeir eru vaskaðir upp. Það fer betur með þá og auðveldar einnig þrifin. SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* Útsölustaðir: Apótek, Heilsubúðir, Fjarðarkaup og Hagkaup 1 til 2 tsk. 5 mínútur fyrir t.d. morgunmat og kvöldmat Það veldur mettunartilfinningu, jafnar blóðsykur og kemur meltingunni í jafnvægi. Duftið er troðfullt af öllum helstu vítamínum, steinefnum, ammónísýrum, góðum fitusýrum og próteinum. Lífrænt ræktað, eykur orku, úthald og vellíðan! Gott ráð er að taka inn Living Food Engergy duftið frá dr. Gillian McKeith. Sækir þú mikið í sætindi, halda þér engin bönd? Við Fjöruborðið Eyrarbraut 3 • 825 Stokkseyri • S. 483 1550 www.fjorubordid.is • ifno@fjorubordid.is ����������������������������������������� ���������������������������������� ����������������������� � ������������������ �� ���������������������� ���������������������� � ������������������������������� � ����������������� ������������� �� ���������� ��������������
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.