Fréttablaðið - 06.10.2006, Side 40

Fréttablaðið - 06.10.2006, Side 40
SIRKUS Ég var að heyra... 4 ÞETTA HEYRÐIST Í VIKUNNI... „Það hringdi í mig maður þegar ég lá hálfnakinn á sólar- strönd að gera ekki neitt, sem ég er bestur í, og sagði mér að þessi búð væri til sölu“. Kormákur Geirharðs- son um kaupin á nýju herrafataversluninni í Kastljósinu. „Ég get ekki haft áhyggjur af því þegar sætasta stelpan á ballinu vill dansa við mann. Velti ekki fyrir mér af hverju, hvort hún er að gera einhvern afbrýðisaman eða hvað - maður bara dansar.“ Reynir Traustason um eignarhaldið á nýja blaðinu sínu við Fréttablaðið. „Köttur út í mýri, setti upp á sig stýri.. Úti, er ævintýri..Eða.. Rétt að byrja..?“ Unnur Birna Vilhjálmsdóttir á bloggsíðu sinni um árið sem er að enda. Að módelið í plastgallanum, Elísabet Thorlacius, væri enn einu sinni á síðum tímaritsins Bleikt og blátt. Stelpan fór víst í myndatöku með Dr. Mister og Mr. handsome fyrir skömmu. Var rúntað um bæinn í gula hummernum hans Geira, og skálað í kampavíni / Að Heiða úr Idolinu hefði mikið sést með fasteignasalanum og sjarmörn- um Andrési Pétri í miðbæ Reykjavíkur upp á síðkastið / Að liðið hefði yfir Ellý úr Ást- arfleyinu á stórtónleikum Magna og Dilönu um síðustu helgi / Að verið væri að vinna í því að fá sjálfan Borat til landsins í næsta mánuði / Að von væri á nýrri plötu frá Helga Rafni úr Idolinu um miðjan mánuðinn / Andrési Magnasyni blaða- manni var víst sagt upp á Blaðinu um síðustu helgi. Var honum sent símskeyti með uppsögninni. Hann mun þó lítið vera að stressa sig yfir þessu öllu saman og ætlar bara að trítla yfir á Moggann eða eitthvað NÝTT & BETRA NÝR OG BETRI JÚMBÓ Í NÆSTU VERSLUN Kársnesbraut 112 | 220 Kópavogi | Sími 554 6999 | Fax 554 6239 | jumbo@jumbo.is | www.jumbo.is Bók Draumalandið „Þetta er bara bók sem allir verða að lesa til þess að skilja hvað er að gerast í landinu.“ Róbert Marshall mælir með Tónlist American Idiot með Green Day „Fíla þessa plötu í tætlur. Flott rokk- tónlist sem gott er að hlusta á í bílnum og verður maður þá að hafa þetta til- tölulega hátt.“ Kvikmynd An Inconvenient truth „Þessi mynd fær mann til þess að hugsa og langa að gera eitthvað. Eins og til dæmis að fara í prófkjör.“ Sjónvarpsstjarnan Inga Lind Karlsdóttir er á leið- inni til Boston ásamt góðum vinkonum sínum í verslunarferð. Hún er, eins og alþjóð veit, hætt á Stöð tvö og vill ekkert gefa upp um hvað framtíðin ber í skauti sér. „Nei, akkúrat núna ligg ég undir feldi en ætla samt í smá ferðalag með vinkonum mínum,“ segir Inga Lind. Hættir hægt og hljótt Starfslok Ingu Lindar komu flestum á óvart. Sagan segir að eiginmaður hennar, Árni Hauksson, hafi selt öll hlutabréf sín í Dagsbrún þegar eiginkonan hætti í Íslandi í dag. Sjálf vill Inga Lind segja sem minnst. „Ég mun bara hætta hægt og hljótt,“ segir hún og vitnar í lagið fræga þó hingað til hafi starfslokin verið allt annað en hæg og hljóð. Tilbaka í nýjum skóm Samkvæmt heimildum Sirkus mun ákvörðunin um ferðina til Boston hafa verið tekin í skyndi enda þekkt húsráð hjá konum að eyða óvissu með góðri verslunarferð. Ætli landsmenn megi svo ekki búast við nýrri og endurnærðri Ingu Lind í nýjum skóm frá Boston. INGA LIND KARLSDÓTTIR ER HÆTT Á STÖÐ 2 Farin til Boston að versla Borgin fagra Boston er fögur borg og Inga Lind finnur örugglega eitthvað á sig í verslunum borgarinnar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.