Fréttablaðið - 06.10.2006, Page 52

Fréttablaðið - 06.10.2006, Page 52
HANN SAGÐI, HÚN HEYRÐI Þegar ég var lítil stúlka var ég send með það veganesti út í lífið að vera ávallt hreinskilin. Í stráka- málum komst ég fljótt að því að það gekk lítið því strákarnir sem voru skotnir í mér stálu húfunni minni og hentu í mig brennóbolt- um í frímínútum. Ég reyndi nokkr- um sinnum að tjá þeim ást mína, en þeir hlógu bara að mér og híuðu. Ég ákvað því að grafa hreinskiln- ina í bili og geyma en ekki gleyma. Hreinskilni er enn þann dag í dag ekki algeng í samskiptum kynj- anna. Stelpur eru mjög gjarnar á að túlka hvert einasta orð sem strákarnir sem þær eru að hitta segja. Það er eins og við höldum að hvert orð hafi dulda merkingu sem við verðum að komast að hvað þýðir. Þegar strákur kastar á okkur einfaldri kveðju líkt og ,,við heyrumst þá bara“ vakna upp ýmsar spurningar líkt og hvenær? Hvað þýðir ,,heyrumst“ nákvæm- lega.... Á sunnudögum hittumst við og túlkum mökunar- valsa helgarinnar. Í einum slíkum hittingi var mér nóg boðið og barði í borð; ,,af hverju þýðir, við sjáumst seinna eitthvað annað en nákvæmlega það?“ Það sló algjöra þögn á mávabjarg- ið. Framúrstefnulega hugmyndin um hreinskilni og einföldun flók- inna samskipta var felld með hreinum meirihluta. ,,Kommon, þetta er ekki svona einfalt“. Í minni barnslegu trú, held ég í það að fólk, hvort sem það er frá Mars eða Venus, segi það sem það meini og meini það sem það segi. Einu sinni var ég að hitta strák og var eins og mér bar, hreinskilin í okkar samskiptum. Ég trúði því sem hann sagði og spurði ef ég skildi ekki. Allt gekk glimrandi vel og misskilningur var lítill sem eng- inn. Athugasemdum mínum um snyrtingu kynfærahára og stækk- andi líkamsummál var þó ekki vel tekið. Þrátt fyrir þetta, var ég aldrei óörugg með stöðu mína gagnvart honum og sparaði þar að auki heilmikið á því að þurfa ekki að leita á náðir vinkvenna á kaffihús- um til að fá hjálp við að skilja sam- bandið sem ég var í. Það veit jú enginn hvað ykkur fer á milli nema þið tvö. Þegar öllu er á botn- inn hvolft, þá hefur þessi túlkunarfræði skemmtanagildi fyrir okkur stúlkurnar. Það er engin dulin merking í ,,sjáumst seinna“ því miklar líkur eru á því að þið munuð sjást, á morgun eða eftir hálft ár, hvort heldur sem er, par eða kunningjar. Það er heldur engin dulin merking í ,,ég er bara svo upptekinn núna, ég hef engan tíma“, sama hvað við reynum að snúa út úr, þá er hann einfaldlega ekki skotinn í þér.... StelpuBögg meðiggu Dögg Bragi dúnparka vatnsheld dúnúlpa Litur: Rauður, blár, grár 13.440 kr. Bragi dúnúlpa Litur: Blár, rauður 11.340 kr. Veðurhorfur í október nóvember, desember... REYKJAVÍK: Kringlan Bankastræti 5 Faxafen 12 GARÐABÆR: Miðhraun 11 AKUREYRI: Glerárgata 32 www.66north.is Þórsmörk parka vatnsheld dúnúlpa Litur: Ryðrauður, grár beinhvítur, brúnn 20.790 kr. Laugavegur dúnúlpa Litur: Hvítur, brúnn, grár, svartur 19.740 kr. Þórsmörk parka vatnsheld dúnúlpa Litur: Brúnn, hvítur, grár, svartur 30.240 kr. Tindur dúnúlpa Litur: Grár, svartur, 26.240 kr. Fyrir börnin Valhöll ullarnærföt 100% merinóull Litur: Grár Buxur 3.680 kr. Bolur 4.100 kr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.