Fréttablaðið - 06.10.2006, Síða 70

Fréttablaðið - 06.10.2006, Síða 70
 6. október 2006 FÖSTUDAGUR38 Rithöfundurinn og athafnamaður- inn Ármann Reynisson sendir frá sér sína sjöttu vinjettubók um þessar mundir. Vinjettur eru örstuttar, myndrænar frásagnir og spruttu upp sem bókmennta- form í Frakklandi á 17. öld. Ármann hefur rutt þessari gömlu bókmenntagrein braut í íslenskum bókmenntum og undir- tektir lesenda hafa verið það góðar að hann kynnir nú til sög- unnar vinjettu munaðarvörulínu sem hann tengir beint við skáld- verk sín. „Fólki sem les bækurnar mínar finnst upplagt að fá sér kaffi og konfekt í leiðinni og þaðan kom hugmyndin um þennan munaðar- varning,“ segir Ármann sem býður nú áskrifendum bóka sinna að kaupa handgert konfekt, sér- blandað kaffi og silfur mokka- og desertskeiðar. „Mér finnst allt vera orðið svo venjulegt og langaði að koma með eitthvað sérstakt á markaðinn. Ég leitaði til færustu íslensku fram- leiðenda á hverju sviði og vann svo að hugmyndinni í samvinnu við þá. Hugmyndin er svo að bæta við vöruflokkinn á hverju ári. Ég hef þegar fengið góð viðbrögð við þessu og ef vel gengur gæti verið gaman að fylgja þessu eftir erlendis.“ Ármann er þegar farinn að sækja á erlendan markað og hann segir tvítyngda vinjettubók sem hann gaf út í Þýskalandi nýlega vera farna að spyrjast ágætlega út. „Ég er bjartsýnismaður og set hlutina af stað og læt svo lífið um að ráða því hvað gerist.“ Ármann byggir oftar en ekki ekki á eigin reynslu í vinjettum sínum og í nýju bókinni gefur hann íslensku réttarfari gaum en hann fékk sjálfur að kynnast því þegar hann stóð í málaferlum tengdum fjármálafyrirtækinu Ávöxtun. „Nokkrar sögurnar fjalla um þetta en Baugsmálið rak mig beinlínis út í að skrifa um fólkið sem starfar í réttarkerfinu. Embættisfólkið gerir jafnvel mis- tök eins og við hin en það er aldrei kallað til ábyrgðar og látið svara fyrir þau. Ég hvet fólk til að kynna sér þetta nánar og veita þessu fólki aðhald enda er ómögulegt að segja hvar þetta endar ef aðhald- ið er ekkert. Ég fékk gott tæki- færi til þess að kryfja þessar per- sónur í Ávöxtunarmálinu og það nýtist mér nú. Flestir þeir sem ég kynntist þá eru enn í fullu fjöri en þeir kváðu mig ekki í kútinn þar sem ég lifnaði tvíefldur við og fór að skrifa um þetta fólk. Ég nýti reynsluna til þess að opna augu fólks fyrir umhverfinu og er allt- af að glíma við fjölbreytileika til- verunnar.“ Ármann ætlar að fagna útkomu nýju bókarinnar og vinjettuvarn- ingnum með vinjettudegi í Iðu við Lækjargötu á laugardaginn. „Ég tók upp á því að halda vinj- ettudag í fyrra en þá fæ ég þekkta borgara til að koma og lesa upp vinjettur á hálftíma fresti. Hver les tvær sögur og er innan við tíu mínútur að því. Á milli upplestra gefst fólki kostur á að tala saman og njóta veitinga. Ég hugsa þetta sem nútíma sagnaskemmtun og það það skapast skemmtileg bað- stofustemning þegar þessi háttur er hafður á.“ Ármann hefur sjálfur lestur- inn klukkan 13 en útvarpskonan Andrea Jónsdóttir tekur við af honum. Síðan kemur hver upples- arinn á fætur öðrum fram eftir degi en Árni Johnsen, fyrrver- andi alþingismaður, rekur lestina og les tvær vinjettur þegar degi fer að halla. - þþ Deilt á réttarkerfið með konfekti og kærleika ÁRMANN REYNISSON Deilir á réttarkerfið í væntanlegri vinjettubók og að hætti sannra fagurkera býður hann nú lesendum sínum að kaupa handgert vinjettukonfekt og sérblandað kaffi með bókunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Brynjólfsmessa, sem er tónverk eftir Gunnar Þórðarson, verður tekið upp í Grafarvogskirkju dag- ana 17. og 18. október og síðan gefin út á plötu í nóvember. Gunnar segist vera spenntur fyrir verkefninu en vill sérstak- lega taka fram að Jóhannes í Bónus hafi gert þessar upptökur mögulegar. „Ástæðan fyrir því að þetta er tekið upp er út af Jóhann- esi í Bónus. Hann styrkir þetta og ég er honum ævinlega þakklátur fyrir,“ segir Gunnar. „Það er dýrt að taka þetta upp þannig að ég hringdi bara í hann. Hann brást vel við og gerði þetta mögulegt.“ Brynjólfsmessa er helguð minningu Brynjólfs biskups Sveinssonar, en í fyrra voru liðin 400 ár frá fæðingu hans. Um er að ræða latneska messu fyrir ein- söngvara, kór, barnakór og hljóm- sveit. Að flutningi verksins hafa komið rúmlega hundrað manns úr kórum Keflavíkur-, Skálholts- og Grafarvogskirkna, auk barnakóra kirknanna og einsöngvara úr fremstu röð, þeirra Sigrúnar Hjálmtýsdóttur sópransöngkonu og Jóhanns Friðgeirs Valdimars- sonar tenórs. Kammersveitin Jón Leifs Cammerata annast undir- leik. - fb Tekur upp Brynjólfsmessu GUNNAR ÞÓRÐARSON Tónlistarmaður- inn Gunnar Þórðarson tekur á næstunni upp verk sitt Brynjólfsmessu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Thomas Bangalter úr frönsku hljómsveitinni Daft Punk kemur fram á Nasa á laugardagskvöld, ásamt Jack Schidt og DJ Lazer. Guy-Manuel de Homem Chris- to, hinn helmingur hljómsveitar- innar, kemur einnig til landsins og svarar spurningum áhorfenda á frumsýningu kvikmyndarinnar Electroma í kvöld. „Þetta er ein- stakur viðburður. Hann hefur ekki komið fram sem plötusnúður í um tíu ár og Daft Punk er náttúrulega frábært band,“ segir Atli Bollason hjá Alþjóðlegu kvikmyndahátíð- inni í Reykjavík, sem stendur fyrir tónleikunum. Hann segir ekki úti- lokað að Guy-Manuel, hinn með- limur Daft Punk, troði upp með honum. „Hann hefur ekki komið fram með Thomasi sem plötusnúð- ur en við lokum ekki á það að hann grípi í plötuspilarann.“ Daft Punk hefur verið ein vin- sælasta danshljómsveit í heimi um nokkurra ára skeið. Nægir að nefna smelli á borð við Around the World, Da Funk, One More Time, Harder, Better, Faster, Stronger, Digital Love, Technologic, og Robot Rock. Myndbönd þeirra hafa líka vakið mikla athygli, en leikstjórar á borð við Spike Jonze og Michel Gondry hafa gert myndbönd við lög þeirra. Þá mynduðu myndböndin af Dis- covery, annarri plötu sveitarinnar, samfellda teiknimynd í anime-stíl. Thomas Bangalter hefur einnig gert tónlist einn síns liðs og lagið Music Sounds Better With You undir nafninu Stardust er líklega þekktast þeirra. Miðasala á tónleikana á Nasa er hafin á www.midi.is, www.filmfest. is og á Thorvaldsen bar. Miðaverð í forsölu er 1000 krónur. Meðlimur Daft Punk þeytir skífum DAFT PUNK Dúettinn Daft Punk sló ræki- lega í gegn með laginu Around the World. 8. sýning föstudaginn 6. okt. 9. sýning laugardaginn 14. okt. 10. sýning sunnudaginn 15. okt MÁLÞING SÝNT ER ÚT OKTÓBER ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ����������� �� �������������������� �� �� ����� ������������������������������� ������������������������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������ ������������������������������������������������������������������������������������������� ������������ �������������� �� ����������� ����� �������������������� ���������������������������������������� ���������������������������������� ��������������������������������� ����� ��������������������
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.