Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 81
FÖSTUDAGUR 6. október 2006 49 FÓTBOLTI Lawrie Sanchez, landsliðsþjálfari Norður-Íra, hefur sett liðinu markmið úr næstu tveimur leikjum liðsins en liðið mætir Dönum í Kaupmanna- höfn á morgun og svo Lettum í næstu viku. Íslendingar mæta Lettum á morgun. Segir Sanchez að viðunandi árangur úr þessum leikjum sé fjögur stig. „Ef við náum jafntefli gegn Dönum getum við unnið Letta í næstu viku. Það gera fjögur stig í viðbót,“ sagði Sanchez en hans menn töpuðu sínum fyrsta leik gegn Íslandi en unnu svo Spán- verja heldur óvænt. „Við vorum úr leik eftir fyrsta leikinn, svo eftir annan leikinn vorum við aftur með. Hvar verðum við eftir þriðja leikinn?“ Fyrir Spánarleikinn var orðrómur á kreiki um að hann myndi segja af sér en hann segist sannarlega klár í slaginn nú. „Fólk er aftur orðið stolt af landsliðinu,“ sagði hann. - esá Lawrie Sanchez: Fjögur stig í næstu leikjum SANCHEZ Átti erfitt eftir tapið gegn Íslandi. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Gunnar Guðmundsson skrifaði í fyrradag undir nýjan tveggja ára samning við knatt- spyrnudeild HK. Hann hefur þjálfað meistaraflokk liðsins undanfarin þrjú ár með góðum árangri en í haust tryggði liðið sér þátttökurétt í Landsbanka- deild karla að ári. Gunnar er 37 ára og skrifaði undir tveggja ára samning. - esá Þjálfaramál HK skýrast: Gunnar áfram í Kópavoginum HVAÐ? HVENÆR? HVAR? OKTÓBER 3 4 5 6 7 8 9 Fimmtudagur ■ ■ LEIKIR  19.00 Haukar-ÍS í undanúrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta kv.  19.00 Keflavík-Grindavík í undan- úrslitum Powerade-bikarsins í körfu- bolta kvenna. FÓTBOLTI Svo gæti farið að sænski þjálfarinn Sven-Göran Eriksson væri á leið til Benfica í Portúgal og þá í þriðja skiptið á sínum ferli. Viðskiptamaður að nafni Carlos Alberto Quaresma er í framboði til forseta félagsins og hefur lofað því að verði hann kjörinn muni Eriksson taka við þjálfun liðsins. Svíinn tók fyrst við Benfica árið 1982 og vann portúgalska titilinn á sínu fyrsta ári og fór með liðið í úrslit UEFA-bikar- keppninnar. Hann hætti árið 1984, tók aftur við 1989 og stýrði liðinu í þrjú ár. - esá Sven-Göran Eriksson: Gæti tekið við Benfica á ný SVEN-GÖRAN Á leið til Portúgals á ný? NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Víkingurinn Viktor Bjarki Arnarsson hefur undanfarna viku verið til reynslu hjá norska úrvals- deildarliðinu Lilleström. Liðið kom hingað til lands í sumar og lék gegn Keflavík í Intertoto- keppninni. Með honum í för eru Stjörnumennirnir Guðjón Bald- vinsson og Andrés Logason. Allir eiga þeir að leika æfinga- leik sem liðið leikur gegn Våler- enga á þriðjudaginn kemur en eins og annars staðar í Evrópu er norska deildin í landsleikjahléi. Af þeim sökum hafa þeir félagar ekki æft eins mikið með liðinu og þeir annars myndu gera. „Ég hef svo sem lítil viðbrögð fengið önnur en þau að ég var beðinn um að vera hér í viku í við- bót og spila þennan leik,“ sagði Viktor við Fréttablaðið í gær. Við komum hingað á sunnudag og höfum aðeins æft tvisvar með lið- inu.“ Lilleström er í toppbaráttunni í norsku deildinni og hafa margir Íslendingar leikið með því í gegn- um tíðina, nú síðast Gylfi Einars- son sem er nú á mála hjá Leeds í Englandi. „Þetta er stórt og flott félag og mér líst líka afar vel á þjálfarann, hann er austur-þýsk- ur hörkunagli,“ sagði Viktor um Uwe Rösler, þjálfara Lilleström. Viktor hefur verið í atvinnu- mennsku erlendis en hann lék þá í Hollandi sem unglingur. „Ég hef svo sem ekki verið að sækjast í það að komast aftur út en mér gekk vel í sumar og þá vill oft kallið koma. En ég er spenntur fyrir þessu.“ Forráðamenn Lyn hafa einnig hug á að skoða Viktor og segir hann ekki útilokað að hann fari á æfingar með því liði síðar í mán- uðinu. „Þeir munu þó sjálfsagt fylgjast með þessum leik á þriðju- dag.“ Guðjón hefur verið fastamað- ur í U-21 landsliði Íslands og með markahæstu mönnum Stjörnunn- ar undanfarin ár. - esá VIKTOR BJARKI Hér í leik gegn KR og er í baráttu við Viktor Jósepsson, leikmann KR. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Viktor Bjarki Arnarsson og tveir leikmenn Stjörnunnar hjá Lilleström: Dvölin í Noregi framlengd um eina viku MESTA ÚRVALIÐ ER Í SKÍFUNNI Toggi - Puppy kominn í Skífuna Skífan Laugavegi 26 opið alla daga til 22 · Skífan Smáralind · Skífan Kringlunni · Póstkröfusími 591-5310 · www.skifan.is skemmtir þér ;) Ný tónlist! EINRÓMA LOF GAGNRÝNENDA! "Óvenju vönduð og vel unnin frumsmíð. Toggi er greinilega mjög hæfileikaríkur tónlistarmaður..." T.J. Fréttablaðið "Puppy er góð popp plata sem verður örugglega ein af vinsælli jólagjöfum ársins. Frábær frumraun" Á.B. Reykjavik Mag "Puppy er áhugaverð plata sem kemur þægilega á óvart, nánast við hverja hlustun." XFM Plata vikunnar Plata vikunnar Rás 2 Toggi kemur fram á Airwaves í Þjóðleikhúskjallaranum laugardaginn 21. október kl. 22:00 "Platan alger snilld. 8 stjörnur af 5 mögulegum." Siffi Dagskrárstjóri KissFM 1.999 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.