Fréttablaðið - 06.10.2006, Síða 82

Fréttablaðið - 06.10.2006, Síða 82
50 6. október 2006 FÖSTUDAGUR KÖRFUBOLTI Logi Gunnarsson, landsliðsmaður í körfubolta frá Njarðvík, hefur samþykkt að ganga til liðs við finnska úrvals- deildarliðið ToPo frá Helsinki. Hann skrifaði undir samning í gær sem gildir út tímabilið og hélt utan í morgun. „Það er leik- ur hjá liðinu á laugardaginn og ég þarf að vera mættur á æfingu á morgun,“ sagði Logi við Frétta- blaðið í gær. „Ég er mjög ánægður með þetta, þetta er góður samn- ingur og finnska deildin er sterk.“ Logi hefur undanfarin fjögur ár leikið í Þýskalandi, með Bayr- euth og Giessen, en ákvað að söðla um og hefur verið í viðræðum við nokkur önnur lið, til að mynda í Ungverjalandi og Kýpur. „Ung- verska liðið bauð mér þriggja mánaða samning með möguleika á að framlengja út tímabilið en það er mikil óvissa sem fylgir því. Í gær vissi ég ekki alveg í hvorn fótinn ég ætti að stíga en þá hækk- uðu Finnarnir sitt tilboð og létu mig fá allt sem ég þurfti. Ég ákvað því að taka tilboði þeirra umsvifa- laust.“ Aðalþjálfari ToPo er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari Finna og sá því mikið til Loga í sumar, bæði á Norðurlandamótinu í Finnlandi sem og í landsleik Íslands og Finn- lands í B-deild Evrópumótsins í körfubolta sem síðarnefnda liðið vann. „Þeir vita því upp á hár að hverju þeir ganga þegar þeir fá mig. Það er einnig til mikils ætlast af mér en þá vantar bakvörð sem getur skorað mikið.“ Logi segir að liðið eigi að vera sterkara nú en það var á síðasta keppnistímabili. „Þetta er eitt af toppliðunum í Finnlandi. Í fyrra duttu þeir út í úrslitakeppninni fyrir verðandi meisturunum. Það er líka gott að vita að ég fæ að spila mikið og spilaði það stórt hlutverk í þessari ákvörðun minni.“ ToPo er eina liðið í höfuðborg- inni Helsinki og er því áhugi fyrir liðinu mikill. „Það mætir alltaf mikill fjöldi á leikina og Finnar eru mikil körfuboltaþjóð. Þeir hafa alltaf verið A-þjóð en duttu nú síðast í B-deildina þar sem þeir lentu í riðli með okkur. Þeir eiga marga góða körfuboltamenn, bæði heima og erlendis í sterkum deild- um. Í ToPo eru einnig tveir finnskir landsliðsmenn og þrír bandarískir leikmenn.“ Loga líkaði dvölin vel í Þýska- landi og hann er spenntur fyrir því að búa í Finnlandi. „Mér líst mjög vel á þetta og hlakka mikið til.“ eirikur.asgeirsson@frettabladid.is LOGI GUNNARSSON Á leið til ToPo í Helsinki sem leikur í finnsku úrvalsdeildinni. Hér er hann á fullri ferð í leik Íslands gegn Finnlandí fyrr í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Samdi við ToPo í Finnlandi Logi Gunnarsson körfuboltakappi er á leið í finnsku úrvalsdeildina í körfubolta. Hann samdi í gær við liðið ToPo frá Helsinki sem er með betri liðum deildarinnar. FÓTBOLTI Otto Baric, landsliðs- þjálfari Albaníu, hefur verið sektaður fyrir niðrandi ummæli sem hann lét falla um samkyn- hneigða fyrir tveimur árum síðan. „Ég myndi aldrei nota samkynhneigðan leikmann í mínu liði né hafa samkynhneigðan mann í mínu þjálfarateymi,“ sagði Baric og hann var ekki hættur. „Ég get ekki treyst á samkynhneigða menn vegna þess að þeir eru veikburða og sjúkir.“ - dsd Landsliðsþjálfari Albaníu: Sektaður fyrir ummæli OTTO BARIC Er ekki fyrir samkynhneigða og hefur nú verið sektaður fyrir ummæli sín. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FORMÚLA 1 Fernando Alonso er allt annað en sáttur við félaga sinn hjá Renault, Giancarlo Fisichella, og einnig starfsmenn liðsins. Félag- arnir háðu mikla keppni um síð- ustu helgi sem endaði með því að Alonso náði öðru sætinu á eftir Schumacher sem sigraði. Fisi- chella tók fram úr Alonso og það virðist hafa farið í taugarnar á Alonso. „Þessi samkeppni okkar á milli er mjög áhættusöm nú þegar þrjár keppnir eru eftir. Fisichella tók fram úr mér og það var engin sam- vinna í liðinu. Ég lenti líka í vand- ræðum með bílinn og mér fannst ég vera einn, fékk enga aðstoð. Ég átti mjög erfitt með að skilja þetta,“ sagði Alonso sem mun keppa fyrir hönd McLaren á næsta tímabili. Alonso segir samt sem áður að Renault liðið sé samstíga í barátt- unni um titilinn. „Liðið er að gera allt sem það getur til að vinna. Bíllinn er frábær og sigurinn í fyrra er gott merki um samstöð- una í liðinu,“ sagði Alonso, ríkj- andi heimsmeistari. Næsta keppni er í Japan um næstu helgi og ljóst er þar verður hart barist en Schumacher og Alonso eru jafnir að stigum þegar tvær keppnir eru eftir. - dsd Fernando Alonso: Ekki sáttur við Fisichella RENAULT-FÉLAGARNIR Alonso mun keppa fyrir McLaren á næsta ári en Fisichella verður áfram hjá Renault. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn: NÝ HUGSUN Í GEÐHEILBRIGÐISMÁLUM Ráðstefna 10. október 2006 kl. 8-16 á Grand hóteli Reykjavík Lýðheilsustöð í samvinnu við Landlæknisembættið, Landspítala – háskólasjúkrahús, Heilsugæsluna í Reykjavík og Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík, stendur fyrir ráðstefnu á alþjóða geðheilbrigðisdeginum sem í ár ber yfirskriftina: Vaxandi vitund – aukin von. Saman eflum við geðheilsu og drögum úr sjálfsvígum. Á undanförnum árum hefur gagnrýni á hefðbundna meðferð geðröskunar aukist. Þessi gagnrýni beinist annars vegar að of mikilli áherslu á lyfjagjöf í meðferð og hins vegar að of lítilli áherslu á þætti, sem auðvelda fólki með geðröskun að lifa svokölluðu eðlilegu lífi í samfélaginu. Tímabært er að opna þessar umræður og leiða fram gagnstæð sjónarmið, vega þau og meta. Þátttakendur skrái sig á ráðstefnuna fyrir 8. október 2006 á vef Lýðheilsustöðvar, www.lydheilsustod.is, eða í síma 5 800 900. Einnig verður skráning við innganginn. Ráðstefnugjald 3000 kr. og 1500 kr. fyrir námsmenn og öryrkja. Opnun ráðstefnu: Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Ávarp: Eydís K. Sveinbjarnardóttir, svíðsstjóri á geðsviði LSH, Fyrirlesarar: Héðinn Unnsteinsson, sérfræðingur WHO EURO, Halldóra Ólafsdóttir, geðlæknir, Halldór Júlíusson, sálfræðingur, Elín Ebba Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi, Ellý Þorsteinsdóttir, félagsráðgjafi, Guðný Anna Arnþórsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur, Elísabet Jökulsdóttir, fulltrúi notenda, Erna Indriðadóttir, fulltrúi aðstandenda, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, alþingismaður, Jón Kristjánsson, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra. Pallborðsumræður: Stjórnandi Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar og ÖBÍ. Lokaorð: Kristófer Þorleifsson, formaður Geðlæknafélags Íslands. Ráðstefnuslit: Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar. Ráðstefnustjóri: Egill Helgason HANDBOLTI Í gær var dregið í 32 liða úrslit hjá körlum og 16 liða úrslit hjá konum í SS-bikarkeppn- inni í handbolta. Framarar sitja hjá í fyrstu umferðinni hjá körlun- um en Haukar, Valur, ÍBV og Stjarnan 2 sitja hjá í fyrstu umferðinni hjá konunum. Stór- leikur umferðarinnar hjá körlun- um er án efa leikur HK og Stjörn- unnar en þessi lið mættust í deildinni á miðvikudaginn og þar valtaði HK yfir Stjörnuna. Þessi félög mætast einnig í kvenna- flokki en sá leikur er á heima- velli Stjörnunnar. Leikirnir fara fram 17. og 18. október hjá körlun- um en 24. og 25. hjá konunum. Leikur Stjörnunnar og HK á miðvikudaginn í DHL-deild karla náði aldrei að verða spennandi og Stjörnumenn vilja eflaust koma fram hefndum í bikarleiknum. Patrekur Jóhannesson lét m.a. stór orð falla eftir leikinn. Aðrar athyglisverðar viður- eignir í karlaflokki má nefna leik Hauka gegn Haukum 2 en það er ekki á hverjum degi sem aðallið félags mætir varaliðinu. Hjá konunum verður stórleikur á Seltjarnarnesi þar sem Grótta tekur á móti Fram. Grótta hefur unnið alla sína leiki til þessa í deildinni og Fram hefur komið skemmtilega á óvart og sigraði m.a. Hauka í síðustu umferð. - dsd Dregið í SS-bikar karla og kvenna í handbolta: HK og Stjarnan mætast bæði hjá konum og körlum HART BARIST HK rúllaði yfir Stjörnuna á miðvikudaginn en þessi lið mætast í bikarn- um síðar í þessum mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 32. liða úrslit karla ÍBV - GRÓTTA FH 2 - NJARÐVÍK ÍR 2 - VÍKINGUR/FJÖLNIR HAUKAR 2 - HAUKAR AFTURELDING - FYLKIR ÞRÓTTUR VOGUM - LEIKNIR SELFOSS - AKUREYRI HK 2 - VALUR LEIKNIR 2 - VALUR 2 KR - HAUKAR U FYLKIR 2 - ÍR SELFOSS 2 - STJARNAN 2 AFTURELDING 2 - HÖTTUR KV - FH HK - STJARNAN * Fram situr hjá í þessari umferð. 16. liða úrslit kvenna STJARNAN - HK HAUKAR 2 - FJÖLNIR GRÓTTA - FRAM FH - AKUREYRI * Haukar, Valur, ÍBV og Stjarnan 2 sitja hjá í þessari umferð. SS-BIKARINN HANDBOLTI Gummersbach vann sinn annan sigur í Meistaradeild- inni í handbolta í gær með því að leggja norsku meistarana í Sandefjord að velli, 36-25. Tveir íslenskir leikmenn komust á blað í leiknum, Guðjón Valur Sigurðs- son skoraði 7 mörk í 12 skotum og Róbert Gunnarsson sem skoraði 4 mörk í 5 skotum. Sverre Jakobs- son lék ekki með Gummersbach vegna meiðsla. Bæði þessi lið eru í riðli með Fram. - dsd Meistaradeildin í handbolta: Annar sigur Gummersbach
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.