Tíminn - 20.02.1979, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.02.1979, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 20. febriiar 1979., 7 BÚNAÐARÞING Höfum við gengið t ræðu sinni við setningu Búnaðarþings rakti Asgeir Bjarnason form. Búnaðarfélags tslands aðdragandann að stofnun félagsins og tilgang þess en nú eru liðin 80 ár frá stofnun þess. Hér á eftir fer sfðari hiuti ræðu Ásgeirs. Höfum viö gengiö til góös göt- una fram eftir veg? Þegar ég lít til allra átta.lands og sjávar ber saman fortfð og nútið þá svara ég þessari spurningu hiklaust ját- andi. Það er af mörgu að taka þegar nefna skal dæmi um þróun mála á liðnum árum. Vinnan er móðir auðæfanna en auöurinn er afl þeirra hluta sem gjöra skal — segir gamall máls- háttur. Þessi þrotlausa vinna sem aldamótakynslóöin og arftakar hennar hafa innt af hendi hefur fært okkur auð i hendur. Landið er okkur dýrmætara nú en áður meö öllum þeim umbótum, sem búið er að gera að því ógleymdu aö það hefur stækkað útáviö og innávið.fiskveiðilögsagan færð út og svartir sandar ræktaöir og græddir upp. Hver veit nema ræt- ist hugsjón Klemensar á Sáms- stöðum er hann segir: „Ég sé alla sanda Suðurlands sem einn bylgjandi hveitiakur”. Hvað sem hveitinu liður, þá sér maður á stórum svæðum bylgjandi gras- breiður. Bændabýlin eru blómlegri og reisulegri nú en áður. Máttur samtakanna öflugri en áöur og árangur starfsins þar af leiöandi grasbreiöur. Bændabýlin eru blómlegri og reisulegri nú en áöur. Máttur samtakanna öflugri en áöur og árangur starfsins þar af leiðandi meiri. Margt fleira hefur haft áhrif til bóta á þróun land- búnaöarins og orðið honum til framdráttar. Landbúnaðar- sýningar hafa alltaf verið haldnar við og við og nú siðast liðið sumar hjá Búnaðarsambandi Suöur- lands. Framtak sambandsins var mikið og virðingarvert og sýning- in þeim til sóma sem aö henni stóöu. Þar sá maöur sögulega for- tið landbúnaðar, stöðu hans I dag og viðhorf til framtiöar. Túnstærðin 130.000 ha geta fóðrað allt búfé lands- manna Löggjöf landbúnaðarins hefur haft sin áhrif á þróun land- búnaöarins hver á sinu sviði. Jarðræktarlögin, landnámslögin og landgræöslulögin eiga sinn þátt f þvi að landauönir klæðast gróðri og að túnstærðin 130.000 ha gera betur en fóðra allt búfé landsmanna ef rétt er á haldið. Aburðarverksmiðja rfkisins framleiöir 44.000 tonn af áburöi á ári og flytur inn 24.000 tonn. Þetta skapar einnig öryggi i ræktun og gróöri landsins. Graskögglaverksmiðjur fram- leiddu fóður á sl. ári 11.140 tonn. Gróðurhús framleiða mikið af dýrmætum matvælum. Ásgeir Bjarnason flytur setningarræöu sfna. Lög um búfjárrækt hafa orðiö árangursrik og er búfé nú mun arðsamara en áður þekktist. Rannsóknarstofnun land- búnaöarins með sinum viðtæku tilraunum og tilraunabúum hefur leyst margt vandamáliö i islensk- um landbúnaöi og á eftir að gera. 1405 fengu 565 millj. úr líf- eyrissjóði bænda s.l. ár Búnaðarháskólinn Hvanneyri og bændaskólarnir eru einn veigamesti þátturinn i allri leiðbeininga- og rannsóknastarf- seminni i landinu og skapa jafn- framt grunninn að félagsstarf- semi i landbúnaðinum. Löggjöf um lifeyrissjóö bænda hefur m.a. stuðlað að þvi að 1405 aöilar fengu 565 milljónir króna I lifeyri árið 1978. Auk þess lánar lifeyris- sjóðurinn Stofnlánadeild land- búnaðarins fjármagn til bústofns- kaupa fyrir frumbýlinga, enn- fremur viöbótarlán til Ibúðar- húsabygginga og einnig til jarða- kaupa fyrir bændur. Löggjöf um lánastarfsemi fyrir landbúnaðinn er áratuga gömul og hefur verið breytingum háð. Bændur og fyrirtæki þeirra hafa jafnan notiö góðra lánskjara og oft ágætra en búa nú við mjög misjöfn lánskjör eftir þvi hvenær framkvæsiir voru gerðar. Þetta er óheppilegt. Stofnlánadeild landbúnaðarins á sjálf ekkert fjármagn,þaö hefur ekki tekist aö skapa frambúðar- sjóði. Deildin hefur tekið erlend lán og innlend lán visitölubundin og lánað þetta siðan til bænda og fyrirtækja þeirra með hagstæðari kjörum. Eigin tekjur deildarinn- ar hafa átt aö brúa biliö en þær hafa ekki alltaf nægt. Við siöustu áramót var svo komiö aö vara- sjóður I ársbyrjun kr. 420 millj. var búinn og auk þess skapaöist á árinu öfugur höfuöstóll 876 millj. króna. Hér horfir ekki eins vel sem skyldi. Það hefur alltaf veriö spurning og er það ennþá,hvort deildin á að taka erlend lán nema til félagslegra framkvæmda i landbúnaöi og miða fyrirgreiðslu sina að öðru leyti við það innlenda fjármagn sem fáanlegt er á hverjum tima. Ég hef staðnæmst við nokkur atriði sem segja sina sögu að þvi ógleymdu að bændastéttin hefur hagrætt búrekstri sinum og til- einkað sér visindi og tækni og af- kastar miklu og framleiðir mikið með tiltölulega litlu vinnuafli. útflutningsverð búvöru óhagstæðara með hverju ári vegna verðbólgunnar Hitt er svo annaö mál sem hlýt- ur að mótast hverju sinni af þjóö- málum og markaðshorfum, hvernig til tekst að selja erlendis þær búvörur sem ekki er þörf á innanlands. Dýrtiðin — veröbólg- an — hefur leitt til þess að þrátt fyrir alla hagræðingu hefur verð- lag búvöru sem út er flutt oröið bændum óhagstæöara meö hverju ári og skapað vanda I fram- leiöslumálum. Þó er það nú svo að gjaldeyrislega séð er út- flutningur búsafuröa ekki litils- virði þjóð sem alltaf vantar gjald- eyri. Ariö 1978 voru fluttar út landbúnaöarafuröir sem hér segir: Dilkakjöt m.m. Ull og gærur saltaðar Húðir Ostur Minkaskinn Hross Ýmislegt millj. kr. 3.307 296 kr. kr. kr. kr. kr. kr. Lax, silungur, hlunnindi kr. 102 930 129 170 142 , 280 öunnar landbúnaðaraf. kr. 4.356 til góðs? Unnar landbúnaöarvörur: Vörur úr loðskinnum kr. 182 Loðsútuð skinn og húðir kr. 1.948 Ullaropi — ullarband kr. 1.006 Ullarteppi kr. 447 Prjónavörur kr. 2.764 kr. 6.347 Þótt flestir landsmenn séu þeirrar skoðunar að miða bú- vöruframleiðslu við innanlands- þarfir, þá er það ekki eins auðvelt og menn halda, það gerir breyti- legt árferði. Efla þarf iðnað úr hráefn- um landbúnaðarins. Þaö er staðreynd, aö allmargir landsmenn hafa atvinnu við þjón- ustustarfsemi landbúnaðar og þann iönaö, sem byggist á land- búnaði. Þennan iðnað þarf að efla landinu öllu I byggö, þar sem lif- vænlegt er. Við höfum okkar auö- ugu fiskimið hringinn kringum landiö og kaupstaði og kauptún, þar sem fólk hefur mesta atvinnu viö sjávarafurðir. Sveitirnar — dreifbýliö — bændabýlin, þaö fólk sem þar býr, verður alltaf tengi- liður á milli þéttbýliskjarna og lifir mest á landbúnaði. Þvi verð- ur að gæta þess ef óhagkvæmt þykir, aö framleiöa búvörur eins mikið og nú er, að finna nýjar tekjulindir, með þvi að koma á fjölþættara atvinnulifi i sveitun- um. Breyta þarf stefnunni til samræmis við breyttar neysluvenjur Viö stöndum á timamótum, þar sem vel þarf að gá að sér og verk- Hluti úr ræðu Ásgeirs Bjarnasonar formanns Búnaðarfélags íslands við setningu Búnaðarþings og flytja ekki úr landi ullar- né skinnavörur nema fullunnar. A þennan hátt má auka iönað I land- inu. Framleiðslu- og markaös- vandamálin hafa verið bænda- stéttinni augljós hin siðari ár og þvi mikiö rædd og tillögur geröar og farið fram á lagabreytingar þar aö lútandi. Ég vil lika minna á það að viðtækt samstarf hefur verið tekið upp I sumum málum og aö Búnaðarþing 1977 lagði til aö skipuð yrði nefnd til að kanna markaöshorfur á búvörum erlendis. Nefnd þessi hefur skilaö áliti. Búnaöarþing 1978 lagði enn fremur til að komiö yrði á 7 manna nefnd til þess að kanna þær leiðir, sem skynsamlegast er að fara i framleiöslumálum, und- ir þeim kringumstæðum, sem rikja. Nefnd þessi hefur skilaö áliti og liggur þaö fyrir I frum- varpi á Alþingi og Búnaöarþingi gefst kostur á að segja álit sitt á máli þessu. Það er almenn skoðun hjá Islensku þjóðinni, að halda beri efni dagsins er það að breyta stefnu I landbúnaði til samræmis við breyttar neysluvenjur og til samræmis viö þá byggðastefnu, sem þróast I landinu. Ég er bjart- sýnn á, aö bændastéttinni takist aö finna leiöir og aðlagast breytt- um timum og hasla sér völl, en þvi aöeins tekst þetta, að bænda- stéttin standi fast I istaðinu hver hjá sér og ekki siöur sameigin- lega. Það tekur oft langan tima að byggja upp. 1 upphafi máls mins lýsti ég aðdraganda að stofnun Búnaðarfélags Islands og þeim tima sem það tók að koma á þeirristefnu, sem þá var mörkuð. Þaö hefur oft þurft að staldra viö og athuga þá stefnu og færa út kviarnar á einu sviði um leið og þær dragast saman á öðru. Þetta hefur tekist mætavel og ég lit björtum augum á aö gifta fylgi þeirri stefnumörkun, sem nú er framundan og þetta Búnaðarþing sem nú er aö hefjast mun eiga hlut að. Tekjuskerðingin 1,2 - á meðalbú — engin stétt getur þolaö slika kjara- skerðingu sagði Steingrimur Hermannsson I ræðu við setningu Búnaðarþings HEI — 1 ræðu sinni við setningu Búnaðarþings ræddi Steingrim- ur Hermannsson landbúnaðar- ráðherra um mikilvægi búnaðarsamtakanna og Búnaðarþings iþeim vanda sem framundan er en sá vandi væri tviþættur. t fyrsta lagi sú mikla kjaraskerðing sem bændur verða fyrir nú i ár, en hún næmi 1,2-1,3 milljónum á hvert meöal- bú. Vitaniega yrði með ein- hverju móti að draga úr henni þvi ljóst er að engin stétt i land- inu getur þoiað slika kjara- skerðingu. 1 ööru lagi sagöi Steingrímur ljóst að breyta yrði um lang- timastefnu. 1 staö þess að auka landbúnaðarframleiðsluna verði aö draga úr henni. Þetta tvennt tengdist auðvitaö hvort ööru og margt heföi áhrif á hvort tveggja. Sföan rakti Steingrimur ýmis- legt sem gert hefði veriö m.a. endurgreiðslu á 1300 milljónum sem á bændur voru lagðar i fyrra, sem viöbótarveröjöfnun- argjald og þá ákvörðun rikis- stjórnarinnar að taka upp beina samninga rikisvaldsins og bændastéttarinnar um kaup og kjör sem hann taldi mjög mikla breytingu. Frumvarp þess efnis gerði hann ráð fyrir að leggja fyrir Alþingi um miöjan mars. Útf lutningsbætur greiðist mánaðarlega Steingrimur ræddi siðan nauðsyn þess að bændur fái greidd sin laun svipaö og aðrar stéttir, og nefndi að rikisstjórn- in hefur samþykkt breytingar á greiðslum útflutningsbóta þannig að nú eiga þær að greiðast mánaöarlega, svo og á vaxta og geymslukostnaður að greiðast mánaðarlega. Þessar aögerðir og breytingar á lánum Seölabankans eiga að stuðla að þvi að hægt veröi aö greiða bændum fyrr en verið hefur. Steingrimur ræddi ýmsar að- geröir sem eru i undirbúningi. í fyrsta lagi frumvarp það sem liggur fyrir Alþingi um stór- auknar heimildir til Fram- leiösluráðs um að hafa áhrif á þróun landbúnaöarfram - leiöslunnar. Þvi miður sagöi Steingrimur að dregist hefði að fá það frumvarp samþykkt, en hann sagöist gera sér fastlega vonir um aö það yröi samþykkt nú upp úr mánaöamótunum. Þessar heimildir eiga aö hafa einhver áhrif til aö gera vanda mjólkurvinnslunnar minni en verið hefur en dráttur á að af- greiða frumvarpið veldur þvi að áhrif þess veröa minni. Steingrimur sagöist gera ráð fyrir að leggja fram innan fárra daga frumvarp um breytingar á jarðræktarlögum þannig aö framlag til jarðræktarlaga haldist svipað að verðgildi 1,3 millj. Steingrimur Hermannsson næstu fimm ára, en heimild fáist til að ráöstafa f jármagninu frjálslegar en verið hefur i sam- vinnu við bændasamtökin. Með þvi yrði unnt að nota töluveröan hluta þessa fjármagns til að bæta tekjur bænda á núverandi erfiðleikatimum. Að hverju ber að stefna? Þá sagöi Steingrimur frá þingsálvktunartillögu sem hann býst viö að lögö verði fyrir Al- þingi um miðjan mars, þar sem farið er fram á þaö að Alþingi ákveði aö hvaöa meginmark- miðum beri aö stefna I land- búnaöi. Þar leggur Steingrfmur til þrjú atriöi, þ.e. aö fram- leiöslan verði sem næst neyslu- þörfum þjóðarinnar og hrá- efnisþörfum iönaöarins, að bændum verði tryggðar tekjur- og félagsleg aðstaöa sem næst þvi sem aðrar stéttir hafa og að siðustu að við mörkun land- búnaðarstefnu veriö tekið tillit til byggöasjónarmiöa. Jafn- framt veröur lagt til að gerö veröi 5 ára áætlun um þróun landbúnaöarins og farið fram á vfötækar heimildir með ýmsum aðgerður til aö ná þessum meginmarkmiöum á tlmabil- inu. Steingrimur benti jafnframt á að frumvarp um forfallaþjón- ustu landbúnaðarins liggur fyrir Alþingi og verður sent til um- sagnar. Einnig taldi Steingrim- ur aö lagfærðar veröi lausa- skuldir bænda en þaö blöi eftir þvi aö ákvaröanir fáist um hvers konar vaxta- og verö- tryggingarkerfi verði upp tekiö á næstunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.