Tíminn - 20.02.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.02.1979, Blaðsíða 6
4 Þriðjudagur 20. febrúar 1979. r (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þóararinsson og Jón Sigurðsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og augiýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 125.00. Áskriftargjald kr. 2.500.00 á mánuði. . Blaöaprent J Efnahagsfrumvarp forsætisráðherra Eins og Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra rakti á blaðamannafundinum sl. föstudag, þegar hann afhenti fjölmiðlum efnahagsfrumvarp sitt, á það alllangan aðdraganda. í fyrsta lagi rekur það rætur sinar til samstarfsyfirlýsingar stjórnarflokk- anna, þegar núverandi stjórn var mynduð, i öðru lagi til greinargerðarinnar með desemberlögunum, en þar er lýst ýmsum framtíðarmarkmiðum, sem rikisstjórnin hafi orðið sammála um, og i þriðja lagi til álits ráðherranefndarinnar, sem falið var að gera tillögur um efnahagsaðgerðir til frambúðar. Fyrsti kafli frumvarpsins, sem fjallar um stefnu- mótun i efnahagsmálum, er i algeru samræmi við álit ráðherranefndarinnar. Annar kafli frumvarps- ins, sem fjallar um samráð við stéttasamtökin, er einnig byggður á þvi áliti ráðherranefndarinnar, að komið skyldi á samvinnunefnd við þessa aðila. Þriðji kaflinn, sem fjallar um rikisfjármál, bygg- ist einnig i meginatriðum á áliti ráðherranefndar- innar. í sambandi við þennan kafla hefur verið beitt þeirri rangtúlkun, að 9. greinin feli i sér afnám skyldubundinna framlaga rikissjóðs til ýmissa sjóða og framkvæmda. Greinin fjallar um, að laga- ákvæði um þessi efni skuli endurskoðuð. Það ákvæði 12. greinar, að heildartekjur og útgjöld fjár- laga haldist innan marka, sem svarar til 30% af vergri þjóðarframleiðslu á árunum 1979 og 1980, er byggt á þvi, að þessu marki var fylgt við afgreiðslu fjárlaganna nú með fullu samþykki allra stjómar- flokkanna. Við þetta ákvæði er svo bætt þeim var- nagla i frumvarpinu, að frá þessu ákvæði megi vikja, ef atvinnuöryggi sé talið i hættu. Fjórði kaflinn, sem fjallar um fjárfestingar og lánsfjáráætlun rikisstjórnarinnar, er einnig i megindráttum i samræmi við álit ráðherranefndar- innar. Fimmti kaflinn, sem fjallar um peninga- og lánamál, er að verulegu leyti i samræmi við álit ráðherranefndarinnar. Það ákvæði er þó nýtt, að stefnt skuli að þvi, að aukning peningamagns i um- ferð fari ekki yfir tiltekið hámark 1979. Hér er um stefnumið en ekki bindandi ákvörðun að ræða, sbr. 24. grein. Um efni sjötta kaflans, sem fjallar um verðtrygg- ingu sparif jár og lánsfjár, var ráðherranefndin ekki sammála. Kaflinn er byggður á þvi, að allir stjórnarflokkarnir eru fylgjandi verðtryggingu, þótt þeir vilji ganga mismunandi langt. Sjöundi kaflinn, sem fjallar um verðbætur á laun, gat ekki stuðzt við álit ráðherranefndarinnar, þvi að hún hafði algera eyðu i áliti sinu varðandi þetta atriði. Þessi kafli styðst við greinargerð desember- laganna,en þar lýsa stjórnarflokkarnir allir yfir þvi að stefnt skuli að þvi að launahækkanirnar verði ekki meiri en 5% 1. marz, 1. júni, 1. september og 1. desember. Áttundi kaflinn, sem fjallar um vinnumarkaðs- mál, og 9. kaflinn, sem fjallar um verðlagsmál, eru að öllu leyti byggðir á áliti ráðherranefndarinnar, nema að gildistöku verðlagslaganna frá i fyrra er flýtt um tvo mánuði. Tiundi kaflinn, sem fjallar um jöfnunarsjóði sjávarútvegsins, er i samræmi við samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna. Það, sem hér hefur verið rakið, sýnir glöggt, að forsætisráðherra hefur i meginatriðum bundið sig við það, sem samkomulag var orðið um hjá stjórnarflokkunum. Um viss atriði var hins vegar ekki orðið samkomulag. Þar setur hann fram sinar eigin hugmyndir, en ekki sem úrslitakosti. Nú er það hinna flokkanna að koma með sinar tillögur um þau efni og sjá hvort ekki næst um þær samkomu- lag. Þ.Þ. Inorth KOREA MONGOLIA CHINA BHUTAN nepal' LAOS' THAILAND INDIA MALÁYSlAí CAMBOOIA SOVIET UNION POSSIBLE AREAS OF CONFLICT Innrásin í Víetnam er fyrsti áfanginn E'INRAS Kinverja I Vietnam rifjar upp atburði sem gerðust fyrir rúmum 40 árum. Að morgni hins 1. september 1939 hafði Hitler kvatt saman þýzka rikisþingið til að flytja þvi þýðingarmikinn boðskap. Ég hefi ákveðið sagði Hitler að tala viö Pólverja á sama máli og þeir hafa talað viö okkur mánuöum saman. I nótt hófu pólskar hersveitir skothrið á þýzkt land. Siöan klukkan 5.45 höfum viö svaraö skothriöinni og munum hér eftir svara meö sprengju á móti sprengju. Siðan i dögun hafa þýzkar hersveitir haldið uppi vörnum gegn árás Pólverja. Þessar varnaraö- geröir okkar má ekki túlka sem styrjöld heldur takmarkaða viðureign sem er afleiöing af pólskri árás. Hitler sagði ennfremur: Pólsk stjórnarvöld hafa hafnað öllum tillögum um friö- samlega lausn á sambúðar- vandamálum rikjanna. Haldið hefur veriö uppi stöðugum árás- um við landamærinog friðhelgi þeirra ekki virt. Stórveldi getur ekki látið bjóða sér slikt. Pól- verjar hafa sýnt, að þeir vilja ekki lengur viröa landamærin. Tii þessað binda enda á þetta ófremdarástand, hefi égekki átt annars kost en að láta hart mæta hörðu. Þeir voru fáir utan Þýzka- lands, sem trúðu þvi að Pólverj- ar sem voru miklu hernaöar- lega veikari en Þjóöverjar heföu ógnað þeim meö stöðug- um árásum viö landamærin og neytt þá til að gripa til gagnað- gerða. Hitler setti meintar landamæraárásir Pólverja á svið til þess að réttlæta innrás- ina I Pólland. RETTLÆTING Kínverja á innrásinni f Vietnam sem hófst siðastliöinn laugardag, minnir mjög á framangreindar full- yrðingar Hitlers, þegar hann var aö réttlæta innrásina I Pól- land fyrir fjörutiu árum. Raun- ar var þessi málatilbúnaöur Hitlers ekki nýr, heldur höföu stórveldi um aldaraðir reynt að réttlæta árásir á máttarminni nábúa á þennan hátt. Hitler gerði þetta hins vegar á öllu óskammfeilnari hátt en áður voru dæmi til. Klnversk stjórnarvöld segja I tilkynningu, sem þau birtu eftir að innrásin hófst, að hún hefði veriö óhjákvæmileg vegna Btöámfrar áreitni Vietnama við Hua Kuo-feng landamærin. Vietnamar hafi hvað eftir annað farið yfir landamærin og grafið jarö- sprengjur og komið fyrir varnarvirkjum á kinversku landi. Siðan i lok ágústmánaðar hafi þetta ekki gerzt i færri en 162 stöðum og samtals 705 sinn- um og um 300 kinverskir landa- mæraverðir hafi falliö eöa særzt I þessum átökum. Af hálfu Viet- nama hefur hins vegar hinu gagnstæða veriö haldið fram. Þeir teija, að Kfiiverjar hafi átt frumkvæðið aö átökunum. Menn veröa svo aö trúa þvl sem þeim þykir liklegra. Eru Viet- namar sem eru mörgum sinn- um fámennari en Kinverjar og miklu veikari hernaöarlega, lik- legir til að hafa talið það hyggi- legt að áreita hinn volduga ná- grnna sinn með þessum hætti og veita honum þannig tækifæri til að réttlæta innrás i Vietnam? Eöa er það trúlegra að stórveldi hafi beitt hér gamalþekktri að- ferð til aö geta réttlætt tilraun til að beygja máttarminni ná- búa til hlýðni við sig? Kínversk stjórnarvöid segja aö innrás þeirra sé aðeins gerö til að koma á friði við landa- mærin og þeir muni strax JAPAN Samkvæmt frásögn The Christian Science Monitor 12. þ.m. hafa Kinvcrjar sent mikiö herlið aö undanförnu til landamæra Vletnam og til Singkiang, þvi þar búast þeir helzt viö árás frá Rússum. kveðja her sinn til baka þegar Vietnamar hafi fullnægt settum skilyrðum. En hver eru þau skilyröi? Eru þau ef til vill þau að ný stjórn sem er hliöholl Kfn- verjum, komi til valda i Hanoi? Þetta á eftir að koma i ljós. HVORT sem Klnverjar halda innrásinni áfram eða þeir kveöja her sinn til baka eftir aö hann hefúr unniö Vietnömum mikið tjón, viröist tilgangurinn augljós. Hann er sá, að veita Vietnömum viðvörun um, að þeir geti vænzt enn strangari refsiaðgeröa ef þeir beygja sig fyrir hinum volduga nábúa I norðri. Og þegar búið verður að beygja Vietnama þannig, veröur auðveldara aö beygja aörar þjóðir I Suöaustur-Asiu á sama hátt. Innrásina er ekki hægt að lita öðrum augum en að hún sé upphaf á kinverskri yfir- drottnunarstefnu, sem beinist að þvi að gera Suðaustur-Aslu að klnversku áhrifasvæöi. Aug- ljóst er, hver hlutur Taiwans yröi þegar svo væri komið. Fyrir Bandarikjastjórn er innrásKinverja I Vietnam veru- legt áfall, þar sem hún kemur rétt eftir heimsókn Tengs til Washington. Klnverjar notfæra sér bersýnilega hina nýju vin- áttu milli þeirra og Bandarikja- manna til þess að fara sin u fram i Suðaustur-Aslu og láta sér meinlausaryfirlýsingar Carters sem vindum eyrun þjóta. Fyrir Frakka og Breta getur innrásin i Vietnam lika veriö nokkurt ihugunarefni. Halda þeir áfram við þær fyrirætlanir að selja Kínverjum vopn og auka þannig getuþeirratilaðkomavilja sin- um fram i Suðaustur-Asíu? Og hvað hugsa Japanir eftir að landvinningastefna Kinverja er þannig oröin augljós? Þá verður fróölegt að sjá við- brögð margra vestræna fjöl- miöla. Bregðast þeir nú jafn hart við og þegar Rússar hlut- uöust til um mál Ungverja 1956 og málefni Tékka 1968? Siðast, en ekki sízteru það svo Rússar. Klnverjar setja þá I mikinn vanda ef þeir halda inn- rásinni I Vietnam áfram, þar sem þeir hafa gert gagnkvæm- an varnar- og vináttusáttmála viö Vietnama. öneitanlega tefla Kinverjar hér djarft, nema þeir dragi her sinn svo fljótt til baka að Rússar telji sig ekki neydda til gagnaðgeröa. Eins og er, viröast Rússar treysta á þaö. Þ.Þ, Erlent yfirlit Kínverjar vilja ráða yfir Suðaustur-Asíu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.