Tíminn - 06.05.1979, Blaðsíða 23

Tíminn - 06.05.1979, Blaðsíða 23
Sunnudagur 6. mai 1979. 23 ISLENSKAR PLÖTUR: Frábær: A Ágæt: B Sæmileg: C Léleg: D 'PLÖTUDOMA David Essex 4 Imperial Wizard Mercury/Fálkinn Það er orðið heldur fátt I skemmtanaiðnaðinum sem David Gssex hefur ekki lagt fyrir sig. Raunar hefur hann alltaf stefnt að þvl að verða poppstirni og eftir 7 ára árangurslausa viðleitni varð hann þó einmitt poppstjarna á einni nóttu með þvi að hann varð kvikmyndastjarna (t.d. Stardust). Nýjasta plata Essex: „Imperial Wizard” inniheldur meðal annars Evitulagið „Oh What A Circus”, vfðfrægtum alla heimsbyggðina. Og fleiri iög eru á þessari plötu sem njóta vinsælda eða eru likleg til að njóta vinsælda. Yfirbragð plötunnar er þó fremur rólegt og dramatiskur styrkur Essex nýtur sin svo vel í þeim efnum að það verður merkilega gaman að hlusta á hann. t öðru lagi mælir það með þessari piötu hversu fjölbreytileg lög eru á henni að stfl og meðferð. Til dæmis er eitt af betri lögunum „Are You Stiil My True Love” I skoskum þjóðlagastfl. —KEJ Mannakorn - Brottför klukkan átta Fálkinn Lifið er dýrt, dauðinn þess borgun, drekkum í kvöld iðrumstá morgun. Þessar ljóðlinur sem eru eftir Hannes Hafstein, er að finna utan á umslagi nýju Mannakornsplötunn- ar, „Brottför klukkan átta” og eins koma þær fyrir I einum textanum á plötunni. Það má segja með sanni, að hugsunin á bak við þær sé inntak boðskapsins á plötunni, enda er lifið (— og dauðinn), sem fyrr aðal yrkisefni Mannakorns- foringjans Magnúsar Eirikssonar. Reyndar hefur Magnús samið alla texta á plötunni og öll lög utan eitt sem er erlent. Gerð þessarar plötu tók óvenju langan tima — og er árangurinn i samræmi við timann og allt erfiðið. Hjóðfæraleikur er eins og búast mátti við mjög vand- aður og ekki er söngurinn siðri. — Sérstaka athygli vekur góður söngur Ellenar Kristjánsdóttur, sem aðstoðar Mannakorn á plötunni auk Pálma Gunnarssonar, en söngur Ellenar að þessu sinni er mun betri og agaðri en á plötu Ljósanna I bænum, þar sem Ellen sló i gegn. Pálmi gerir sinu hlutverki góðskil —og má það til sanns vegar færa að ekki er að finna veikan hlekk á þessari plötu, sem reyndar er ein af þeim betri sem út hefur komið hériendis I og deyjandi fjúka f garðinum, gul, Ég hugsa um þig meðan haustlaufin falla og deyjandi fjúka i garðinum, gul, brúnograuö ÍTFOH KL. 8 BROTTFOR KL. B BRpTTFOR þau vara mig við þvf að veöurdag góðan guð einn veit hvenær, þá erum við lika dauð. (Magnús Eiriksson) Jakob Magnússon - Special Treatment Steinar/Warner Brothers Það er kunnara en svo að frá þurfi að segja, að nýlega undirritaði hinn kunni tónlistarmaður Jakob Magnússon, samning við bandariska stórútgáfu- fyrirtækið Warner Brothers um útgáfu tveggja hljómplatna. Hin fyrri þeirra „Special Treatment” kom fyrir s’kömmu á markað hérlendis, en hún verður siðan gefin út i Bandarikjunum i næsta mán- uði. A „gulunni” eins og Jakob hefur kosið að nefna plötuna í gamni (hún er úr gulu gagnsæju vinylefni, með gulum plötumiöa og umslagið er I gulum páskalit) eru niu lög, öll eftir Jakob og bassaleikar- ann Steven Anderson, utan eitt sem er eftir Tom Brown, Jakob, Steven Anderson, Alan Murphy og Steve Hunreys. — Aður hefur verið minnst á þá sem skipa hljómsveit Jakobs Magnússonar, þannig að ekki verður gerð nánari grein fyrir þeim hér að þessu sinni. Þess skal þó getiö að auk hljómsveitar- meðlima.sem eru engir aukvisar I sinu fagi, þá nýt- ur Jakob aðstoðar margra af þekktustu hljóðfæra- leikara Vesturstrandarinnar og nægir þar aö nefna menn eins og Manuelo Badrena, Tom Scott, Michael Urbaniak, Ernie Watts, Richard Green, Joe Farrel, Jeff „Skunk” Baxter, Mike Bolivar og Victor Feldman. Um tónlistina á „Special Treatment” er það aö segja að öll lögin eru „instrumental”, þ.e.a.s. aðeins spiluð og eru þau i jass-rokk stíl, eða eins og Jakob orðaði það í viðtali viö Nútimann fyrir skömmu „þetta er popptónlist nútimans”. Ekki verður sagt að Jakob fari ótroðnar brautir i tónlistarsköpun sinni að þessu sinni, enda varla vogandi á sinni fyrstu plötu á erlendum vettvangi, en hvað sem þvi liður verður ekki sagt að þessi tón- list sé eftiröpun á því sem áður hefur verið gert. Tónlistinni er að visu haldiö innan ákveðins „vinnu- ramma” i anda manna eins og Herbie Hancock, en innan hans gefur Jakob hugarfluginu og sköpunar- gáfunni lausan tauminn. Þó að hér séu nefnd nöfn eins og Herbie Hancock þá verður ekki sagt annað en það — að þeim mun oftar sem maður hlýöir á plötuna, þeim mun hagstæðari verður samanburð- urinn Jakobi i hag. Ekki verður hér fjölyrt nánar um einstök lög á plötunni — enda nægir að geta þess að þau standa öll vel fyrir sinu og sum hver þeirra eru hreinustu perlur. Það er auðmerkjanlegt á Jakobi Magnússyni að þar fer maður sem veit hvaö hann vill, og er þvi full ástæða til að óska honum enn einu sinni til hamingju með frábæra plötu — sem seint veröur oflofuð — þó að haft sé i huga að hér er um fyrsta „verk” upp- | rennandi tónlistarmanns að ræða. —ESE ERLENDAR PLOTUR: Frábær: ★ ★ ★ ★ ★ Ágæt: ★ ★ ★ ★ Viöunandi: ★ ★ ★ Slök: ★ ★ Léleg: ★ Sumarbústaða- eigendur Grimsnes-, Grafnings- og Þingvalla- hreppa. Þeir landeigendur, sem ætla sér að hefja byggingu sumarbústaðar i sumar skal bent á, að senda sem fyrst inn teikningu af húsinu, i þririti, ásamt afstöðumynd af lóð ef hún er ekki þegar fyrir hendi. Látið fylgja með nafn, nafnnr., heimilis- fang og sima. Nánari upplýsingar veitir byggingafull- trúi, simi: 99-6145. Hilmar Einarsson Torfholti 840 Laugarvatni. SÍS Röntgenhjúkrunar- f fræðingar - Röntgentæknar Staða aðstoðardeildarstjóra á röntgen- deild Borgarspitalans er laus til umsókn- ar. Staðan veitist frá 1. júni 1979. Umsóknarfrestur til 20. mai 1979. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra og i sima 81200. Reykjavik, 6. mai 1979. BORGARSPÍTALINN RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA FULLTRÚI óskast i launadeild rikisspitalanna frá 1. júni n.k. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun áskilin ásamt reynslu i tölvuskrán- ingu. Umsóknir sendist fyrir 27. mai til starfsmannastjóra, sem einnig veitir nánari upplýsingar i sima 29000. LANDSPÍTALINN Námstaða AÐSTOÐARLÆKNIS við handlækningadeild er laus til um- sóknar. Staðan veitist til eins árs frá 11. júni að telja. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf send- ist Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 4. júni. Upplýsingar veita yfirlæknar handlækningadeildar i sima 29000. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Og FÓSTRUR óskast til starfa nú þeg- ar eða eftir samkomulagi á Geð- deild Barnaspitala Hringsins við Dalbraut. Upplýsingar gefur hjúkr- unarstjóri i sima 84611. KLEPPSSPÍTALINN Staða FÉLAGSRÁÐGJAFA við áfengisdeildir Kleppsspitala, er laus til umsóknar. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 5. júni n.k. Upplýsingar veitir yfirfé- lagsráðgjafi spitalans i sima 38160. Reykjavik 6. mai 1979 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.