Tíminn - 06.05.1979, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.05.1979, Blaðsíða 7
Sunnudagur 6. mai 1979. 7 ÞQRARINN ÞÓRARINSSON: . /*■*■.&& z f./t > ■ Ví: Fl*h « < * rn á 1 i • Z | fn B < ■'3ftB i f I-Vp \ Jf.vm i ílf tí\ .# r „JŒLAND f ,*fteykjmtík /c iUKfief ’ . ^ | ^.^ÉlÍ Jlín ' ^ rji r FAEROE ÍSLÁK s :fp. ' , "* í í f! t •' .-308 ■>*"; 7/5694; -15420. / i/f:>. “r.1 ’ jí " >1^/ -&ÍU Uppdráttur, sem sýnir Reykjaneshrygginn og hafsbotninn umhverfis island. Deilumál, sem varða ísland á hafréttarráðstefmmni > aRíim -• J$l£S: ’ Bjartari horfur um samkomulag Fyrri hluta áttunda fundar hafréttarráöstefnunnar, sem haldinn var i Genf, lauk föstu- daginn 27. f.m. eftir aö hafa staðið yfir frá þvi 19. marz. Siðari hluta fundarins verður haidið áfram i New York i sumar. Sá árangur náðist á fyrri hluta áttunda fundarins, að forseti ráðstefnunnar og for- menn aðalnefndanna þriggja munu leggja fram nýjan endur- skoðaðan texta, sem verður til- búinn fyrir siðari hluta fundar- ins, sem kemur saman 1 New York 19. júli i sumar. Þessi nýi texti mun á ýmsum sviðum fela i sér verulegar breytingar frá þeim texta, sem stuðzt hefur verið við undan- farið. Breytingarnar munu byggjast á beinu eða óbeinu samkomulagi, sem náðst hefur á fundum ráðstefiiunnar i fyrra og á Genfarfundinum nú. Þessi nýi texti mun bera þess vitni að mikið hefur miðað I samkomu- lagsátt á mörgum sviðum. Ekki sizt þokaðist verulega I sam- komulagsátt á Genfarfundinum nú. Menn eru nú yfirleitt bjart- sýnir á, að hafréttarráðstefnan muni ná samkomulagi um nýjan viðtækan hafréttarsátt- mála ekki slðar en á næsta ári. Hafréttarráðstefnan var upp- haflega sett i New York 3. desember 1973. HUn hélt stuttan fund þá, en siðan hafa verið haldnir sjö lengri fundir. Alls hefur hún nú setið að störfum I 57vikur. Húnmun orðin lengsta ráðstefna, sem haldin hefur verið á vegum Sameinuðu þjóð- anna. 1 rauninni er það ekkert óeðlilegt, þegar litið er á hið umfangsmikla verkefni hennar. Takist henni að ná settu marki, verður það mesti árangurinn, sem til þessa hefur náðst á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Gifurlegt verkefni Vafalitið hefur engin alþjóða- ráðstefna fjallað um viðtækari setningu alþjóðalaga en haf- réttarráðstefnan. Henni er ekki aðeins ætlað að endurskoða öll lög og venjur, sem gilt hafa varðandi hafréttarmál til þessa. Hún á að setja reglur um marg- vislegný atriði, sem komið hafa til sögunnar á siðari árum, t.d. mengunarvarnir. Stækkun sú á landhelgi, sem samkomulag mun verða um, skapar marg- visleg ný vandamál, t.d. varð- andisiglingar um sund. Kaflinn um efnahagslögsöguna verður alveg nýr og yfirgripsmikill þáttur i hinum væntanlegu haf- réttarlögum. Siðast en ekki sizt er syo hin sameiginlega hagnýt- ing mannkynsins á auðæfum út- hafsbotnsins. Þar þarf að setja lög um nýja alþjóðastofnun, sem mun fást við flóknari og margþættariverkefnien nokkur alþjóðastofnun önnur til þessa dags. Þannig mætti áfram telja. Þá flýtir það ekki fyrir, að nú eru þátttökuþjóðir á ráðstefii- unni um 160, en um 80 þjóðir tóku þátt I hafréttarráðstefn- unum 1958 og 1960. Undirbúnings- nefndin Áður en hafréttarráðstefnan tók til starfa hafði sérstök nefnd unnið að undirbúningi hennar um fimm ára skeið. Tildrögin voru þau, að á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1967 flutti fulltrúi Möltu tillögu þess efnis, að auðæfi hafsbotnsins utan lög- sögu strandrikja tilheyrði öllu mannkyninu og skyldu þau nýtt sameiginlega af þvi og hagnaðurinn látinn renna til efnaminni þjóða. Þetta mál hlaut góðar undirtektir og var sérstök nefnd kosin til að undir- búa framgang þess. A næstu allsherjarþingum var ákveðið að auka verkefni nefndarinnar og fela henni að fjalla um alla þætti hafréttarmála. Jafnframt var fjölgað þeim þjóðum, sem tóku þátt i störfum hennar. Ætlunin var að nefndin gerði drög að sérstökum hafréttar- sáttmála, en henni entist ekki tfmi til þess. Hins vegar urðu umræður þær, sem fram fóru i nefndinni og tillögur þær, sem þar komu fram frá ýmsum rikj- um, mjög gagnlegur grund- völlur til undirbúnings slikum sáttmála, þótt ekki tækist að vinna sameiginleg drög úr þeim. Árið 1973 var svo komið, að ekki þótti rétt að draga lengur að kalla saman sérstaka hafréttarráðstefnu og kom hún þvi saman 3. desember 1973, eins og áður segir. Fundarsköpin Þeirri reglu hafði verið fylgt i undirbúningsnefndinni að láta ekki koma til atkvæðagreiðslu um einstök ágreiningsmál, heldur reyna að ná um þau fullu samkomulagi. 1 upphafi haf- réttarráðstefnunnar voru henni settfundarsköp, þar sem ákveð- ið var að reyna tU þrautar að ná samkomulagi um öll ágrein- ingsefni og gripa ekki til at- kvæðagreiðslu um þau fyrr en i allra slðustu lög. Þetta hefúr að sjálfsögðu gert og gerir störf ráðstefnunnar miklu tafsamari enella. Hins vegar erþetta auk- in trygging fyrir þvi að fleiri þjóðir gerist aðilar að hafréttar- sáttmálanum en ella eftir að hafréttarráðstefnan hefur gengið frá honum. Margir al- þjóðasáttmálar hafa ekki náð gildi fýrr en seint og. um siðir vegna þess, að ekki hafa fengizt nógu margar þjóðir til að stað- festa þá sökum ágreinings um viss atriði þeirra. Mikilvægur árangur Von er að menn spyrji hver sé orðinn árangurinn af rúmlega fimm ára starfi hafréttarráð- stefnunnar. Óhætt er að segja, að hann sé orðinn mikill. Mikil- vægasti og sýnilegasti árangur- inn er efnahagslögsagan. Störf hafréttarráðstefnunnar hafi flýtt þvi máli um áratugi og vafasamt að það hefði komizt i höfn án hennar. Nýr þáttur i hafréttarmálum, sem fjallar um varnir gegn mengun, er i sjónmáli. Siðast, en ekki sizt, styrkjast alltaf þær vonir, að komið verði á fót nýrri alþjóöa- stofnun, sem að mörgu leyti mun hafa með höndum um- fangsmeira verkefni en nokkur alþjóðastofnun hingað til, en þaöer að stjórna nýtingu á auð- æfum hafsbotnsins utan efna- hagslögsögu strandrikjanna. Gróðinn af nýtingu þessara auð- æfa á að renna tilhinna fátækari þjóða og styrkja þær til fram- fara og velmegunar. Þá má segja, að samkomulag sé fengið i grundvallaratriðum um þau tvö stóru ágreiningsmál sem hafréttarráðstefnurnar 1958 og 1960 náðu ekki sam- komulagi um, en þau fjölluðu um viðáttu landhelgi og fisk- veiðilögsögu.Segja má, að sam- komulag sé nú fengið um, að landhelgin megi vera 12 milur og fiskveiðilögsagan 200 mflur. Þrir textar Eins og áður segir, voru ekki fyrir hendi nein drög að nýjum hafréttarsáttmála þegar haf- réttarráðstefnan hóf störf sin, heldur sundurlausar tillögur úr ýmsum áttum. A þriðja fúndi ráðstefnunnar, sem var haldinn i Genf vorið 1975, var ákveðiðað fela formönnum aðalnefndanna að gera sérstök drög eða texta að hafréttarsáttmála og skyldi hver þeirra fjalla um þau verk- eftii, sem heyrðu undir nefnd hans. Drög þessi skyldu leitast við að túlka sem bezt þau við- horf, sem virtust eiga al- mennast fylgi. Þessu verkefni luku nefndaformennirnir i mai 1975. Eftir aö þessi drög lágu fyrir eða viöræðutexti (negotia- ting text) varð mun auðveldara að ræða þessi mál en áður. Textinn frá 1975 reyndist sér- staklega mikilvægur fyrir ís- land, þvi að þar var að finna ákvæði um 200 mflna efnahags- lögsögu, og var útfærsia á fisk- veiðilögsögu Islands i 200 milur haustiö 1975 oft rökstudd með tilvisun til umrædds texta. Tvivegis siðan eða vorið 1976 og sumarið 1977 hafa forseti ráðstefnunnar og nefndafor- mennirnir látið fara frá sér nýja endurskoðaða texta, sem hafa byggzt á þvi að ágreiningsatriö- um hefur heldur fækkaöog hægt hefur verið að gera breytingar i samræmi við það. Þá hefúr verið unnið að þvi að færa text- ana til betra lagamáls og úti- loka endurtekningar. Fjóröi textinn Sá texti, sem forseti ráðstefn- unnar og formenn aðalnefnd- anna vinna nú að, verður sam- kvæmt framansögðu fjórði text- inn, sem ráðstefnan fær til með- ferðar. Vafalaust verður hann fullkomnastur þeirra og beztur viöræðugrundvöllur. Fyrst um sinn verður hann notaður sem viðræðugrundvöllur, en slöar gæti hann verið gerður að form- legum textaeðafrumvarpi, sem notað væri við atkvæðagreiðsl- ur, ef til þeirra kæmi, en ekki er ætlunin að gripa til þeirra fyrr en i siðustu lög. Áður verður allt reynt til að ná fullu samkomu- lagi. Sennilega kemur þvi ekki til atkvæðagreiðslu á fram- haldsfundinum I New York i sumar, heldur verður enn reynt að ná samkomulagi. Náist það ekki, er lfklegt að til atkvæða- greiðslu komi á næsta ári. Deilumál, sem varða ísland A fundinum nú snerust við- ræður og umræður mest um þrjú mál. Tvö þeirra skipta verulegu máli fyrir Island. 1 fyrsta lagi var rætt um al- þjóðlega hafsbotnssvæðið og nýtingu þess. Talið er, að þar hafi þokað verulega i samkomu- lagsátt, þótt enn séu ýms ágreiningsmál óleyst. I öðru lagi var svo rætt mikið um mörk efnahagslögsögu strandrikja, þar sem er skemmra en 400 milur á milli þeirra. Þau riki, sem þar láta mest taka til sin, skiptast i tvo hópa. Annars vegar eru þau, f sem vilja aðallega fýlgja mið- linu, en hins vegar þau, sem vilja láta sanngirni ráöa. Mál- staður þeirra virðist eiga auknu fylgi aðfagna. Þetta mál snertfr m.a. mörkin milli tslands og Jan Mayen, ef Jan Mayen fær efnahagslögsöguréttindi. Hér þurfa tslendingar þvi að vera vel á verði. 1 þriðja lagi voru það svo mörk landgrunnsréttinda strandrikja utan 200 milna. Þetta mál getur skipt tsland miklu. M.a. kom það fram i tillögu frá Rússum, að svipta bæri niðursjávarhryggi slikum réttindum. tsland hefði sam- kvæmt þvi misst tilkall til Reykjaneshryggsins utan 200 milna markanna. Þessu var strax mótmælt af hálfu tslend- inga og drógu Rússar þá tillögu sina til baka, en bárufram aðra tillögu, sem gekk skemmra og þeir töldu að ekki næði til Reykjaneshryggsins. Formaður annarrar nefndar, sem þessi mál heyra undir, bar i lokin fram tillögu, þar sem báðum þessum hugmyndum Rússa var hafnað, en tók fram neðanmáls að réttindi neðansjávarhryggja þyrfti að skoða betur. Þetta mál mun þvi koma til kasta fundar- ins, sem haldinn verður I New York I sumar. tslendingar þurfa að vera hér vel á verði, þvi að fleiri áhrifamiklir aðilar en Rússar vilja skerða réttindi neðansjávarhryggja. Island hefúr hér lika að gæta mikilla hagsmuna viðar en I sambandi við Reykjaneshrygginn og mun rætt um það síðar. menn og málefni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.