Tíminn - 27.06.1979, Side 6

Tíminn - 27.06.1979, Side 6
6 Miövikudagur 27. júni 1979. r tJtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kl. 3.000.00 — á mánuði. Blaöaprent Samkomulagi fagnað Fyrir Framsóknarflokkinn er ástæða til að fagna þvi, að samkomulag hefur náðst milli Al- þýðusambands Islands annars vegar og Vinnu- málasambands samvinnufélaganna og Vinnuveit- endasambands íslands hins vegar um 3% grunn- kaupshækkun og óbreytta samninga að öðru leyti fram til áramóta. Þetta er i fullu samræmi við til- lögur þær, sem Framsóknarmenn lögðu fram i rikisstjórninni 15. mai siðastl. og hafa beitt sér fyrir siðan. Eftir að opinberir starfsmenn höfðu fengið 3% grunnkaupshækkun, var það orðið réttlætismál, að aðrir sætu við sama borð. Jafnframt þvi þurfti svo að tryggja það, að ekki yrði um frekari grunn- kaupshækkanir að ræða á árinu, þar sem útilokað væri að fást við hjöðnun verðbólgunnar að öðrum kosti. Sú var afstaða Framsóknarmanna að langæski- legast væri að aðilar vinnumarkaðarins næðu samkomulagi um þetta, enda er það i samræmi við ákvæði nýju efnahagslaganna um samráð stéttanna og rikisvaldsins. Tækist þetta sam- komulag ekki, gæti orðið óhjákvæmilegt að gripa til bráðabirgðalaga. Góðu heilli þarf nú ekki að fara þá leið, sem jafnan er neyðarúrræði, þótt hún geti reynzt óhjákvæmileg. Framangreint samkomulag er tvimælalaust verulegur áfangi i varnarbaráttunni gegn verð- bólgunni. Málin standa nú öðruvisi og betur en fyrir nokkrum vikum, þegar verkföll mjólkur- fræðinga og farmanna voru i fullum gangi og tak- markaðar likur á samkomulagi um 3% grunn- kaupshækkunina og festingu grunnkaupsins að öðruleyti til áramóta. Þá voru miklar horfur á, að efnahagsmálin væru alveg að leysast úr böndun- um. Margir hafa lagt hönd á plóginn til að koma i veg fyrir slika öfugþróun en engar ýkjur eru að segja, að þar hafa Framsóknarflokkurinn og ráð- herrar hans átt drýgstan þátt. Eins og málum er komið nú, hefur verið sköpuð aðstaða til að ná aftur tökum á verðbólgunni, en það verður þó örðugra vegna oliuverðhækkan- anna. Rikisstjórnin þarf að taka oliumálin traust- um tökum og það fyrr en seinna. 1 tillögum Framsóknarflokksins frá 15. maí var lögð á það mikil áherzla að i framhaldi 3% grunn- kaupshækkunarinnar og bindingu grunnkaupsins til áramóta, yrði hafizt handa um gerð kjarasamn- inga, sem giltu til tveggja ára frá næstu áramót- um. Þetta starf ættu aðilar vinnumarkaðarins að hefja strax. Hægt er að hugsa áe'r sömu vinnuað- ferð og i farmannadeilunni, þar sem unnið var fyrst að samkomulagi um öll önnur atriði en kaup- gjaldsliðinn. Við gerð kjarasamninga á undan- förnum árum hefur það oft orðið til mikillar trufl- unar á lokastigi, að eftir hefur verið að semjá úm ýms minni háttar atriði. Þetta ætti ekki að þurfa að gerast nú, ef hafizt yrði nógu timanlega handa um samningagerðina. Það er vissulega fagnaðarefni, hve greiðlega það gekk hjá aðilum vinnumarkaðarins nú að ná samkomulagi. Eftir þetta rikir annað andrúmsloft og betra en meðan verkbannshótun vofði yfir fjölda verkafólks, sem enga sök átti i sambandi við farmannaverkfallið. Nú ætti þvi að vera tækifæri til að hefjast handa um ný og bætt vinnubrögð. Það er mikilvægt, að stéttasamtökin láti þetta tækifæri sér ekkiúr greipumganga. Þ.Þ. Erlent yfirlit Flóttafólkið er illa séð í Suðaustur-Asíu Vandamál þess þvi torleystari en ella EF EINNI milljón Gyöinga vaeri skyndilega vísað frá Sovét- rlkjunum, myndu Bandarikja- menn óðara koma á loftbrú og flytja þá til Bandarikjanna, þar sem þeim yrði tekið opnum örmum. Fréttaritari Christian Science Monitor á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Louis Wiznitzer, hefur þessi ummæli eftir embættismanni, sem starfandi er i' utanrikisþjónustu vestræns rikis, en nafngreinir hann ekki að sjálfsögðu. Ummælin eru sögð i tilefni af flóttamanna- straumnum frá Vietnam og gefa óbeint til kynna, að i sambandi við hann haldi Bandarikin að sér höndum, enda þótt þeim sé málið skylt. Meginþorri flótta- mannanna frá Vietnam er kin- verskt miðstéttarfólk, en meðal þess áttu Bandarikjamenn traust fylgi meðan á Vietnam- styrjöldinni stóð. Þess hefur það ortiið að gjalda hjá hinum nýju valdhöfum ogþað ekki dregið úr andúðinnigegn Kinverjum, sem var rik fyrir hjá Vietnömum. Valdhöfum þarer þvi ósártum, þótt Kinverjar fari úr landi. Vafalaust stuðla stjórnarvöld þar að brottflutningunum. Það ýtir svo undir þá, að margir Kinverjanna telja sig eiga vin- um að fágna, þar sem séu Bandarik jamenn og fleiri vestrænar þjóðir, sökum stuðn- ings þeirra við Bandarikin i Vietnamstyrjöldinni. Tæplega er hægt að segja, að þeim hafi tíl þessa orðið að von sinni. Bandarikin hafa lofað að taka á móti 7000 flóttamönnum frá Vietnam á mánuði, en hafa tæplega efnt það. Sameinuðu þjóðirnar hafa nú farið þess & leit, að þau taki á móti 14000 á mánuði.en ekki er búizt við, aö Bandarikjastjórn hækki þessa tölu meira en upp i 10000. Vestur-Þjóðverjar hafa lofaö að taka á móti 5000 á ári, en hafa nýlega gefið i skyn, að þeir kunni að lækka þessa tölu. Frakkar hafa lofað að taka á móti 1000 á ári, en ræða nú um að lækka þessa tölu um helm- ing. Kanadamenn hafa nýlega hækkað sina tölu úr 9000 i 12000 á ári. Astraliumenn hafa lofaö að taka á móti 9000 á ári. VANDI flóttamannanna frá Vietnam er enn meiri sökum þess, að ekkert nágrannarikj- t anna vill taka á móti þeim, ekki einu sinni til bráöabirgða. Eitt þeirra, Malasia, hefurhótað að hrekja þá burtu með valdi, en hefur þó frestað enn að gera alvöru úr þvi. Ástæðan fyrir þessu er ekki sizt nú, að háð er hörð valdabarátta i Malasfu milli Malaja annars vegar og Kinverja hins vegar. Malajar telja um 45% ibúanna, en Ki'n- verjar 35%. Malajar hafa yfir- leitt haft betur á stjórnmála- sviðinu, en Kinverjar á sviði viöskipta og f jármála. Malajar vilja ekkert siöur en að Kinverj- um fjölgi i Malasiu og skýrir það afstöðu valdhafanna til flóttamannanna. 1 Indónesiu rikir mikil andúð i garö Kinverja, sem þar eru bú- settir og virðist afstaöa stjórnarvalda þar ekki ólik af- stöðu stjórnarvaldanna i Mala- siu. t Singaporeeru Kinverjar I miklum meirihluta og rlkir þvi annað andrúmsloft þar, en tak- markaðir möguleikar eru þar til að taka á móti flóttafólki. 1 Thailandi eru Kinverjar fá- mennastír I þessum löndum, en þangað sækja mest flóttamenn frá Kambódiu og Laos. Þaðnábúariki Vietnams, sem fúsast ætti að vera til aö taka á móti flóttamönnunum, er að sjálfsögðu Kina. En Kinverjar halda mjög að sér höndum Flóttamannabátur I höfninni I Hong Kong. þessum efnum og hindra flótta- menn i þvi að komast yfir landamærin. Flóttamenn, sem þangað hafa komizt, hafa orðið að fara sjóleiðina. Vegna lok- unar kinversku landamæra.nna hafa f ló11amennirnir orðiö að fara frá Vietnam á skipum og bátum, sem oftast má kalla hreinar manndráps- fleytur, enda margir farizt á leiðinni. Japanirhafa veriðmjög ófús- ir til að taka á móti flóttamönn- um frá Vietnam. Að sögn New York Times hafa þeir aðeins veitt þremur flóttamönnum frá Vietnam varanlegt landvistar- leyfi, en hafa lofað aö hækka þá tölu eitthvað. EN þótt flóttamennirnir frá Vietnam sæti ekki betri móttök- um hjá vestrænum þjóðum en að framan greinir, er þeim öllu meiri áhugi sýndur af alþjóðleg- um stofnunum en öðru fólki, sem svipað er ástatt um. Þess vegna hefur af hálfu Sameinuðu þjóðanna verið boðað til sér- stakrar alþjóðlegrar ráðstefnu um mál þeirra. Búizt er við, að ekki mæti þar fulltrúar frá nema þriðjungi þeirra þjóða, sem eru aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Þannig er ekki reiknað með þátttöku Afriku- þjóða, sem telja flóttamanna- vandamálið enn stærra i Afriku en Asiu, en þvi sé minna sinnt þar.Þá er búizt við litílli þátttöku frá rómönsku Amerlku. óvister um þátttöku kommúnistarikj- anna. Vestrænu rikin munu taka þátt i ráðstefnunni. Þátttaka Vietnams er óráðin. Valdhafar þar hafa látið I ljós, að þeir séu ófúsir til þátttöku, ef ráðstefnan á að verða karp um hverjum sé að kenna um flótt- ann frá Vietnam, en margir óttast, að svo getí farið. Þá hafa vietnömsk stjórnarvöld boðizt til að taka við flóttamönnunum aftur, en þó gegn vissum skil- yrðum. Sennilega er þetta boðið i traustí þess, að fáir kjósi að snúa heim aftur. I Vietnam eru taldir um 1,3 millj. Kínverjar. Kinverjar eru taldir um 70-80% af flóttamönn- um I Suðaustur-Asiu, en áætlað er að þeir séu orðnir um 300 þús- und. Talsverður hluti þeirra er frá Kambódiu og Laos, en meðal þeirra munu Kinverjar i meirihluta. Eins og er, mun mest þörf á þvi, að Flóttamannahjálp Sam- einuðu þjóðannafái fjármagn til að sjá flóttamönnunum fyrir vistum ogskýli til bráðabirgða, meðan unnið er að þvi að tryggja þeim bólfestu til fram- búðar. Annars munu hungur og sjúkdómar sækja þá heim i rik- um mæli. Þ.Þ. [ Hrisgrjónum skipt milli flóttamannaDuöa t Malasiu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.