Tíminn - 27.06.1979, Qupperneq 13
Miðvikudagur 27. júni 1979.
ÍÞRÓTTIR
IÞROTTIR
„Við fáum aðeins
4 daga sumarfrí”
— segir Teitur Þórðarson, en Öster
keppir í TOTO bikarkeppninni
— Þaö verður ekki mikið
sumarfrí,sem við fáum — aöeins
fjórir dagar, sagði Teitur Þórðar-
son, landsliðsmiöherji, sem
leikur með öster i Sviþjóð. Sviar
taka alltaf eins mánaðar sumar-
fri f „Allsvenskan” yfir há-
sumarið, en það timabil notar
öster til að taka þátt i
TOTO-bikarkeppninni i Evrópu.
— Við leikum i riðli með tékk-
neska liðinu Banik Ostrava,
Darmstad 98 frá V-Þýskalandi og
liði frá .Austurriki, sagði Teitur.
— Hvernig gekk hjá öster i
„Allsvenskan” um helgina?
— Við máttum þola tap fyrir
Hammerby 0:1 á útivelli, þrátt
fyrir að við náðum aö sýna ágæt-
an leik. Hammerby skoraði
sigurmarkið 15.min. fyrir leiks-
lok og sigur þeirra var alls ekki
óréttlátur.
— Ef við hefðum náð að vinna
sigur i Hammerby, hefðum við
skotist upp i þriðja sætið. I „All-
svenskan” — við erum nii 5 stig-
um á eftir toppliðinu.
—SOS
# Teitur Þórðarson.
Pétur Ormslev---geröi varnarmönnum Skagamanna oft llfið
leitt. Hér er hann búinn aö leika á Guðjón Þórðarson. Pétur hefur
skorað 9 mörk fyrir Fram f sumar — 5 i 1. deildarkeppninni.
(Timamynd: Tryggvi)
„Ég mun biðja
þakkarbæn...
fyrir að fá stig gegn Fram”, sagði
Hilpert, þjálfari Skagamanna
— Ég mun fara I kirkju i
fyrramálið og biðja þar
þakkarbæn — við vorum svo
sannarlega heppnir að fá þetta
stig, sagði Klaus-Jörgen
HOpert, þjálfari Skagamanna
eftir leikinn gegn Fram.
— Þetta var mikill baráttu-
leikur og hvorugt liðið vildi
tapa, þess vegna var engin
áhætta tekin. Framarar voru
stórhættulegir, eftir aö við
höföum jafnaö þeir tóku öll
völd á miðjunni og við vorum
heppnir aö fá ekki á okkur
mörk, sagöi Hilpert.
—Kom Fram-liöiö þér á
óvart?
—Nei, ég veit að Fram-liðið
er mjög gott liö og Framarar
hafa tvo mjög hættulega
framlínumenn, sem gera
hvaða vörn sem er erfitt fyrir.
—sos
Hilpert.
min. þegar Sigþór ömarsson,
, skaut fram hjá marki Fram i
dauðafæri. Aðeins þremur min.
siðar náöu Skagamenn áö jafna —
Kristján Olgeirsson tók auka-
spyrnu fyrir utan vitateig vinstra
megin og sendi hann knöttinn vel
fyrir mark Framara, þar sem
Sigurður Halldórssonstökk hærra
en allir aðrir og skallaði knöttinn i
netiö — 1:1.
Eftir markiö fóru Framarar að
láta virkilega að sér kveöa — þeir
tóku völdin á miöjunni og sóttu
stift að marki Skagamanna, en
sóknarþungi þeirra bar ekki
árangur — Skagamenn sluppu
með „skrekkinn”.
Annars byrjuðu Skagamenn
leikinn af miklum krafti, en
Framarar voru fastir fyrir og
vörðust vel — þeir tóku svo smátt
og smátt aö ná yfirhöndinni og
gera miðvallarspil Skagamanna
hættulitið. Framarar fengu eina
hættulega tækifæriö i fyrri hálf-
• leik — Guömundur Steinsson hitti
þá knöttinn illa i dauðafæri á
markteigslinu.
Fram-liöið lék vel i gærkvöldi
— vörnin var traust meö þá Mar-
tein og Trausta sem aðalmenn, en
Simon átti marga góöa spretti.
Rafn Rafnsson, Asgeir Eliasson
og Gunnar Bjarnason voru
sterkir á miöjunni og sömuleiðis
Gunnar Guðmundsson, sem var
alltaf á feröinni. Pétur Ormslev
var mjög góður i framlinunni og
gerði varnarmönnum Skaga-
manna lifiö leitt.
Bestu menn Skagaliðsins voru
þeir Jóhannes Guðjónsson, Jón
Þorbjörnsson, markvörður.
Sigurður Lárusson, sem lék nú
sem bakv. og Arni Sveinsson.
Arnór Öskarsson dæmdi leikinn
og slapp hann vel frá honum,
nema hvað hann dæmdi of mikið
á ýmis smábrot. Linuverðirnir
voru ekki beint með á nótunum i
leiknum — voru oft alltof fljótir að
dæma rangstööur — sérstaklega
þegar enginn leikmaður var
rangstæður.
MAÐUR LEIKSINS: Rafn
Rafnsson, Fram, sem lék mjög
vel. — SOS
STAÐAN
Staðan er nú þessi i 1. deildar-
keppninni i knattspyrnu, eftir
ieikinn i gærkvöidi:
Fram — Akranes.............1:1
Keflavlk .... 6 3 3 0 11:2 9
Fram 2 4 0 10:5 8
Akranes 3 2 1 11:8 8
KR 3 1 1 6:4 7
Vestm.ey .... 6 3 1 2 8:3 7
Valur 6 1 3 2 7:7 5
Vikingur 6 2 1 3 7:9 5
KA 6 2 0 4 7:12 4
Þróttur 1 I 3 4:9 3
Haukar 6 1 0 5 3:16 2
Markhæstu menn:
Pétur Ormslev, Fram........5
Sveinbjörn Hákonars ., Akran .. 5
Næsti leikur: KR og Þróttur
leika i Laugardalnum í kvöld ki.
8.
Man. Gity
keypti
óþekktan
strák...
— á 750 þús. pund
Manchester City festi kaup
á óþekktum knattspyrnu-
manni frá Preston — Michael
Robinson. City borgaði
Preston 750 þús. pund fyrir
Robinson, sem er nú orðinn
næst dýrasti knattspyrnumaö-
ur Englands — aðeins Trevor
Francis hjá Nottingham
Forest er dýrari — ein milljón
pund.
Þá keypti Newcastle Ian
Davies á 175 þús. pund i gær-
kvöldi.
Grímur í
leikbann
Grímur Sæmundsen, bak-
vörður Valsliðsins, var dæmdur
I eins leiks keppnisbann i gær-
kvöldi, þar sem hann hafði hlot-
ið meira en 10 refsistig. Adolf
Guðmundsson, Hugni fékk einn-
ig eins leiks bann svo og Ar-
menningurinn Smári Jósafats-
son, sem var visað af leikvelli
fyrir stuttu.
— SOS
Framarar þurftu að sætta sig við
jafntefli 1:1 gegn Skagamönnum:
■ Ska^amfinn
voru mjög
heppnir....
að ná stigi af okkur”, sagði Hólm-
bert Friðjónsson, þjálfari Framara
— Ég er ekki ánægður með
að hafa þurft að sjá á eftir
öðru stiginu til Skaga-
manna — með smá heppni
höfðum við átt að gera út
um leikinn i seinni hálf-
leiknum, en þá léku strák-
arnir mjög vel/ sagði
Hólmbert Friðjónsson,
þjálfari Framara, sem
urðu að sætta sig við jafn-
tefli 1:1 gegn Skaga-
mönnum á Laugardals-
vellinum í gærkvöldi í f jör-
ugum leik.
Framarar léku mjög vel gegn
Skagamönnum og náöu foryst-
unni á 52. min. þegar Trausti
Haraldsson átti frábæra sendingu
fram völlinn, þar sem Pétur
Ormslev tók viö knettinum og
sendi hann fram hjá Jóni Þor-
björnssyni, markverði Skaga-
manna, sem kom á móti Pétri.
Eftir markið geröi Pétur
mikinn usla i vörn Skagamanna á
56.min. lék hann skemmtilega á
tvo varnarleikmenn Skagamanna
og skaut þrumu skoti að marki,
en Jón Þorbjörnsson náöi aö
verja á siðustu stundu. Stuttu
siðar komst Pétur einn inn fyrir
vörn Skagamanna, en þá brást
honum bogalistin. — Ég sá
markið galopið, en ég hitti
knöttinn mjög illa, sagði Pétur
eftir leikinn.
Skagamenn fengu sitt hættu-
legasta tækifæri i leiknum á 22.