Fréttablaðið - 22.12.2006, Side 38

Fréttablaðið - 22.12.2006, Side 38
ÍFréttablaðinu, hinn 1. desem-ber sl., fer Hannes Hólmsteinn Gissurarson mikinn yfir ráð- stefnu sem haldin var í Háskóla Íslands hinn 11. nóvember um tímabil Mao Zedong í Kína. Hann- es spyr, augljóslega hneykslaður, „hvað hefði verið sagt, ef svipuð ráðstefna hefði verið haldin um Adolf Hitler?“. Í því sambandi vísar hann til Heimsmetabókar Guinness og nýlega útkominnar ævisögu Maos eftir Jung Chang og Jon Halliday, en samkvæmt þessum heimildum er Mao heims- meistari í fjöldamorðum. Málflutningur Hannesar ein- kennist því miður af fáfræði og þröngsýni og er því rétt að upp- lýsa hann um nokkur grundvall- aratriði sem ráðstefnunni tengj- ast. Fyrst ber að nefna að Hannes vísar ranglega til skipuleggjenda ráðstefnunnar. Þeir nefnast ekki „vinir Kínverska alþýðulýðveld- isins“ heldur Kínversk-íslenska menningarfélagið og stóð félagið að ráðstefnunni í samvinnu við Asíuver Íslands sem er miðstöð asískra fræða við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands. Fyrirlesarar hennar voru sér- fræðingar um málefni Kína sem komu frá virtum evrópskum og bandarískum menntastofnunum. Í öðru lagi er augljóst að Hannes hefur látið hjá liggja að kynna sér efni ráðstefnunnar. Allt sem hann segir um hana tekur hann beint og orðrétt upp af bloggsíðu Guðmundar Magn- ússonar sagnfræðings (sem aug- ljóslega hefur ekki kynnt sér hana heldur). Hannes veit því augljóslega ekki að ráðstefnan fjallaði um tímabil Mao Zedong í Kína, þ.e. frá stofnun Alþýðulýð- veldisins árið 1949 til dauða Maos árið 1976. Þetta kom skýrt fram í öllum auglýsingum og kynningum á ráðstefnunni. Hún er þar með innlegg í þá miklu umræðu sem á undanförnum árum hefur farið fram um þetta afdrifaríka tímabil í sögu Kína og þátt Maos í því. Það er hrein- lega rangt hjá Hannesi að áhugi á atburðum þessa tímabils sé lít- ill. Mikill fjöldi ráðstefna, erinda og greinar- og bókaskrifa um þá, jafnt á Vesturlöndum sem í Asíu, sýnir að áhuginn er verulegur og fer einmitt vaxandi. Hafa „svipaðar“ ráðstefnur um Adolf Hitler ekki verið haldn- ar á akademískum vettvangi? Hefur tímabilið 1933-45, þ.e. stjórnartíð Hitlers og nasismans, ekki einmitt verið á meðal tíð- ræddari viðfangsefna nútíma sagnfræði? Það væri þá fyrst ástæða til að láta í sér heyra ef ekki mætti halda slíkar ráðstefn- ur. Í þriðja lagi ber að athuga að þótt ævisaga Maos eftir Jung Chang og Jon Halliday sé á margan hátt merkilegt rit, eink- um vegna hinnar miklu heimilda- vinnu sem henni liggur að baki, er hún langt frá því að teljast áreiðanlegasta heimildin um Mao. Fræðimenn eru langflestir á einu máli um það að ritið sé svo hlutdrægt í efnistökum sínum að varast beri að taka of mikið mark á því. Höfundar keppast með hálf kjánalegum hætti við að innræta Mao einhvers konar „illt eðli“ og sýna fram á að allt frá barnæsku hafi útsmogin sjálfhverf mark- mið búið að baki hverri einustu athöfn hans. Úr verður mann- skrímsli sem samræmist illa þeirri staðreynd að Mao naut í raun vinsælda og virðingar á meðal fjölmargra náinna sam- starfsmanna um langt skeið. Nú þegar jafnvel Hitler er leyft að tjá mannlega eiginleika (t.d. í nýlegri þýskri kvikmynd um hann og í nýlegum niðurstöðum varalesturs á gömlum þöglum upptökum frá stjórnartíð hans) er hér ríghaldið í barnalega „ljó- takallsímynd“ af Mao. Hvernig á slík ofureinfölduð einvíddar- mynd að gera okkur kleift að öðl- ast skilning á þessum marg- brotna persónuleika og hinu flókna hlutverki sem hann lék í stofnun og framvindu Kína á 20. öld? Það er heldur betur miðalda- bragur á því að rekja örlög kín- versku þjóðarinnar á öldinni til þess eins að Mao hafi verið hald- inn illum anda. Þekking á stjórnartíð Mao og á manninum sjálfum er einmitt einn lykillinn að skilningi á þróun Kína á nýliðinni öld og umbylt- ingu yfir í gjörbreytt samfélags- og hagkerfi. Og það hlýtur að vera hlutverk fræðafólks að kynna sér þetta tímabil með opnum en gagnrýnum huga. Þegar Hannes vitnar til orða Arnþórs Helgasonar eru þau því algerlega rifin úr samhengi. Arn- þór segir hlutlæga umræðu nauð- synlega og á að sjálfsögðu við að fordómar mega einmitt ekki loka á gagnrýna umræðu – ráðstefnu sem þessa ber að halda óháð því hvaða persónulega eða pólitíska álit við kunnum að hafa á Mao Zedong, kommúnisma eða Kína yfirhöfuð. Og í fjórða lagi fór ráðstefnan að sjálfsögðu ekki varhluta af gagnrýninni umræðu frekar en lagt var upp með. Einn af aðal- fyrirlesurum ráðstefnunnar var Michael Schoenhals, dósent í kín- verskum fræðum við Háskólann í Lundi, og einn af óvægustu gagnrýnendum kínversku menn- ingarbyltingarinnar og, á stund- um, kínverskra stjórnvalda. Hinir erlendu fyrirlesararnir, ekki síst hinn heimsþekkti Richard Baum frá Ríkisháskóla Kaliforníu í Los Angeles, hafa sömuleiðis allir látið til sín taka í gagnrýninni umfjöllun um Kín- verska alþýðulýðveldið. En sam- tímis hafa þeir einnig fagnað þeim framförum sem þar hafa átt sér stað á undanförnum ald- arfjórðungi. Í fimmta lagi er það einmitt til marks um þessar framfarir að kínverska sendiráðið stóð fyrir lokahófi ráðstefnunnar. „Veislu- glaumurinn“ þar kæfði engar gagnrýnisraddir. Því er öðru nær. Kínverska sendiráðið fagn- aði fræðilegri umræðu um þetta tímabil og lét sérfræðingunum einum eftir að deila rannsóknum sínum hver með öðrum og með ráðstefnugestum. Hannes kvart- ar yfir því að miðað við umfjöll- un um nasisma Þriðja ríkisins hafi „ekkert sambærilegt upp- gjör ... farið fram um kommún- isma“. Um leið hneykslast hann yfir því að þessi ráðstefna – sem var einmitt hógvært framlag til slíks uppgjörs – sé haldin. Þetta er merkileg mótsögn. Loks ber að nefna að á Íslandi hefur lengi skort fræðilega umræðu um málefni og samfélög Asíu, bæði vegna þess að hér á landi eru fáir sérfræðingar á þeim sviðum en einnig vegna þess að fordómar á borð við þá sem Hannes tjáir í grein sinni stuðla að því að útiloka slíka umræðu. Á tíma hnattvæðingar og aukinna alþjóðasamskipta verður varla of mikið gert úr gildi þess að Íslendingar auki skilning sinn á álfunni, söguleg- um og menningarlegum forsend- um hennar og samfélagsháttum. Með alþjóðlegri ráðstefnu um tímabil Mao Zedong í Kína tóku Kínversk-íslenska menningarfé- lagið og Asíuver Íslands fyrsta skrefið í þá átt að breyta þessu. Fleiri skref eru í vændum, enda sýna m.a. skrif Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar að ekki er vanþörf á. Höfundur er forstöðumaður Asíuvers Íslands og lektor við Háskólann á Akureyri. Fordómar hugmyndafræðinga og skilningsleit fræðimanna Nú eru alveg að koma jól. Þá fara flestir á taugum, rjúka út í búðir til að kaupa auglýsing- arvörur á uppsprengdu verði af hálf biluðum fyrirtækjum. Allir hamast við að skreyta meira en Jón í næsta húsi og baka betri smákökur en Jóna frænka. Bilunin og æsingurinn í kring- um jólin er orðinn svo mikill að allir eru löngu búnir að gleyma því hvað jólin snúast um þegar þau loksins koma. Loksins koma? Það er bara hjá börnunum sem jólin „loksins“ koma. Þau bíða spennt eftir jólunum, njóta hvers augnabliks af spennunni og hlakka þessi ósköp til. Þau leika sér í snjónum, syngja jólalög, dást að skreytingunum og borða kökurnar. Á meðan börnin njóta jólanna dragnast foreldrarnir um með hálftómt veskið, hausverk, áhyggjur og við það að fá hjarta- slag. Foreldrarnir eiga ósköp erf- itt með að njóta jólanna. Þegar þeir horfa á snjóinn sjá þeir fram á að þurfa að þurrka blaut föt, sitja fastir í snjóskafli tímunum saman eða að þurfa að hita kakó handa 100 manns. Við lifum á tímum þar sem allt geysist áfram á fleygiferð, stoppar aldrei og fylgir þess vegna straumnum umhugsunarlaust og gerilsneitt alls tilgangs. Fólk fer á taugum þegar minnst er á frí, jól, afmæli, hátíðir og ekki síst gleði. Flestir hlakka bara til þess að leggjast upp í rúm og fara að sofa. Ef við myndum öll stoppa og hugsa okkur um væri þá sam- róma niðurstaða þjóðarinnar að það er bara alger vitleysa að gera það sem fólk fyrir 50 árum hlakk- aði til að gera að einhverju til að kvíða fyrir? Það er bara spurn- ing. Höfundur er grunnskólanemi. Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó Opið í dag: 10:00-22:00 á morgun 10:00-20:00
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.