Fréttablaðið - 22.12.2006, Page 39
Smáauglýsingasími
550 5000
Auglýsingasími Allt
550 5880
Þú getur pantað
smáauglýsingar á visir.is
Kristrún Jónsdóttir, eða Ditta, lærði að matreiða úr
grænmeti fyrir þrjátíu árum.
Ditta var aðeins sautján ára þegar áhuginn fór að þokast í
átt til hollustu og heilbrigðs mataræðis, en þá voru þær
nokkrar vinkonur sem smituðust af þessu áhugamáli. og
sumar þeirra reka grænmetisveitingastaði í dag, eða hafa
gert um árin.
„Ég byrjaði að elda mat úr grænmeti um svipað leyti og
ég fór að búa, einhvern tíma í kringum 1973-74. Þá var ég
sautján ára og barnshafandi, en fyrsta barnið mitt er ein-
mitt lífrænt ræktað,“ segir Ditta kankvís og bætir því við
að áhugi hennar á matargerð komi úr sömu átt og áhugi
fyrir annarri sköpun „Sköpun gengur út á svo margt. Til
dæmis að mála myndir, sauma flíkur eða búa til börn. Þetta
er bara þörf sem þarf að fá útrás,“ segir hún og hlær inni-
lega.
Fyrst um sinn notaði Ditta mikið matreiðslubók sem var
gefin út af Náttúrulækningafélagi Íslands, en þegar hún
öðlaðist meiri reynslu fór hún að þreifa sig áfram og búa til
uppskriftir. Síðar tók hún aftur kjöt og fisk inn í mataræðið
en segist alltaf búa að grænmetisárunum.
„Mér þótti frekar erfitt að ala börnin upp á grænmetis-
fæði eingöngu, svo ég bætti inn kjöti og fiski. Ég nota samt
grænmeti á hverjum degi með öðrum mat og gæti aldrei án
þess verið. Fyrir vikið taka börnin mín öllu grænmetisfæði
sem öðrum mat og líta alls ekki á hann sem neitt framandi
og skrítið,“ segir Ditta að lokum og þetta hlýtur að teljast
ótvíræður kostur því allir hafa gott af meira grænmeti.
Fyrsta barnið
lífrænt ræktað
Brautryðjandi og
læknir af Guðs náð
Minningabrot Hjalta Þórarinssonar læknis
Athyglisverðar
frásagnir
af einstökum
læknisverkum
Spaugsemi
og leiftrandi
hagmælska
Dreifing:
Sími 663 1224