Fréttablaðið - 13.01.2007, Qupperneq 10
Samkvæmt tillögu fram-
kvæmdasviðs Reykjavíkurborgar
veltur ekki eingöngu á peningum
sem boðnir eru hver fær að kaupa
húsið á Fríkirkjuvegi 11.
Við mat á
kauptilboðum
verður einnig
tekið tillit til
sögu hússins og
áætlaðrar fram-
tíðarnotkunar
þess. Tilboð sem
berast verða
trúnaðarmál.
Unnið er að
því að afmarka
903 fermetra lóð
fyrir húsið þar sem það stendur í
Hallargarðinum. Ætlunin er að lóðin
sem fylgir nái um það bil sjö og
hálfan metra til vesturs og austurs
út frá húsinu og fimm metra í norð-
ur og suður. Sjálft húsið er tvær
hæðir og ris og alls 1.048 fermetr-
ar.
Aðkoma verður að húsinu frá
Laufásvegi með kvöð um að almenn-
ingur geti einnig nýtt þá leið sem
göngustíg. Þá verður kvöð um for-
kaupsrétt borgarinnar ef eignin
verður seld aftur.
Giskað er á að húsið seljist fyrir
upphæð sem verður nálægt einum
milljarði króna.
Tillagan um sölufyrirkomulagið
var samþykkt í borgarráði á
fimmtudag. Minnihlutinn í borgar-
ráði segir sölu hússins vera í þágu
stóreignamanna og andvíga hags-
munum almennings. Meirihlutinn
segir mestu skipta að húsinu verði
sýndur fullur sómi áfram.
Athygli vekur að borgin hyggst
líta til sögu hússins við mat á kaup-
tilboðum.
Athafnamaðurinn Thor Jensen
reisti húsið yfir fjölskyldu sína árið
1908. Laust fyrir seinni heimsstyrj-
öldina eignaðist templararegla
bindindismanna í Reykjavík húsið
sem í kjölfarið gekk undir nafninu
Bindindishöllin.
Reykjavíkurborg keypti húsið af
templurum árið 1963 og hefur
íþrótta- og tómstundaráð borgar-
innar og forverar þess haft þar
aðsetur. Reyndar fórst það fyrir í 43
ár að gefa út afsal fyrir eigninni
eftir þá sölu og var það loks gert í
október síðastliðnum.
Skömmu fyrir 1970 stóð til að
byggja hús fyrir Seðlabankann á
þessum stað. Áskoranir bárust um
að hlífa Thors-húsinu og var það
síðan friðað með svokallaðri B-frið-
un árið 1978.
Auðmaðurinn Björgólfur Thor
Björgólfsson hefur lýst áhuga á
kaupum á Fríkirkjuvegi 11. Sækist
Björgólfur eftir eigninni má búast
við því, í ljósi útboðsskilmálanna,
að hann vísi til þess að húsið er
byggt af langafa hans og var aðset-
ur Thors-fjölskyldunnar í um 30 ár.
Sagan skiptir máli
við sölu Thors-húss
Það verður ekki aðeins peningaupphæðin sem boðin er fyrir Fríkirkjuveg 11
sem ræður því hver fær húsið keypt af Reykjavíkurborg heldur verður einnig
litið til sögu hússins og fyrirætlana kaupandans. Tilboð verða trúnaðarmál.
– Vel lesið
Vertu inní
Fréttablaðinu
með þitt
kynningarefni
Áhugasamir auglýsendur vinsamlegast hafið samband
í síma 5505844 | orn.geirsson@365.is
Einblöðungar - bæklingar - blöð - umslög
Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni
Notaðu mest lesna* blað landsins til að
dreifa kynningarefni til þinna viðskiptavina
*Gallup maí 2006
Alcan hyggst ekki
leita sátta um starfslok við aðra
starfsmenn en þá þrjá sem samið
var við í vikunni. Aðrir fyrrver-
andi starfsmenn sitja eftir, sem
einnig telja sig hafa borið skarðan
hlut frá borði.
„Engan starfslokasamning hef
ég fengið og ég var búinn að vinna
þarna í 32 og hálft ár. Mér var hent
út svona alveg eins og þeim,“ segir
Markús Kristjánsson, fyrrum
starfsmaður. Hann telur að með
starfslokasamningi þeirra hafi
verið viðurkennd ákveðin mistök
af hendi Alcan, „og þá hlýtur það
sama að ganga yfir alla“. Markús
segir uppsögn sína sambærilega
við uppsagnir
hinna þriggja,
sérstaklega að
því leytinu að
Alcan hafi ekki
gefið skýringar
á þeim. Hann
telur að verka-
lýðsfélög ann-
arra fyrrum
starfsmanna
ættu að fylgja
fordæmi verkalýðsfélaga mann-
anna þriggja í þessu máli.
Kolbeinn Gunnarsson, formað-
ur Verkalýðsfélagsins Hlífar, seg-
ist vera með þessi mál til athugun-
ar, en vill ekki lýsa neinu yfir að
svo stöddu. Málið sé um margt
sérstakt sökum aðkomu ASÍ.
Hjá Alcan er einnig litið á
starfslokasamning mannanna
þriggja sem nokkuð sérstakan.
„Þetta mál er óskylt öllum öðrum,
þannig að við skoðum það eitt og
sér,“ segir Hrannar Pétursson,
upplýsingafulltrúi Alcan. Spurður
um hvað aðgreini mál þessara
þriggja frá hinum segir hann að
Alcan hafi staðið fyrir því að fara
sáttaleiðina eða í málaferli og því
var ákveðið að ljúka málinu.
Alcan semur ekki við aðra starfsmenn
Alfred Gusenbauer,
leiðtogi austurríska Sósíaldemó-
krataflokksins, kynnti á þriðju-
daginn ráðherralista nýju
samsteypustjórnarinnar sem
hann leiðir með þátttöku Þjóðar-
flokksins.
Varakanslari Gusenbauers
verður Wilhelm Molterer, sem
jafnframt verður fjármálaráð-
herra og tekur einnig við
leiðtogaembætti Þjóðarflokksins
af Wolfgang Schüssel, fráfarandi
kanslara. Schüssel ætlar að láta
sér nægja að vera formaður
þingflokks Þjóðarflokksins.
Ursula Plassnik úr Þjóðar-
flokknum verður áfram utanríkis-
ráðherra.
Schüssel verður
ekki ráðherra
Alls hefur 43,5 millj-
ónum verið veitt úr dánarbúi
Ásúnar Einarsdóttur, ekkju
Arons Guðbrandssonar, til góð-
gerðarfélaga og rannsóknar-
starfa. Háskóli Íslands og
Krabbameinsdeild Landspítal-
ans fá hæstu erfðagjafirnar: 8,7
milljónir hvort. Háskólinn fær
féð til rannsókna á hvítblæði en
Krabbameinsdeildin til eflingar
krabbameinslækningum.
Krabbameinsfélag Íslands,
Styrktarfélag vangefinna í
Reykjavík, Blindravinafélag
Íslands og Styrktarfélag lamaðra
og fatlaðra fá rúmar 6,5 milljónir
hvert.
Ásrún Ein-
arsdóttir lést
2. október
árið 2005 en
Aron eigin-
maður henn-
ar, sem jafn-
an er kenndur
við Kauphöll-
ina, lést árið
1981. Þau
gengu í hjóna-
band árið
1943 en varð ekki barna auðið. Í
erfðaskrá sinni gengu þau frá
því þannig að eigur þeirra skyldu
renna til góðgerðarfélaga og
rannsóknastarfa.
Guðrún Agnarsdóttir, for-
stjóri Krabbameinsfélags
Íslands, er afskaplega þakklát
fyrir gjöfina úr dánarbúinu. „Það
skiptir okkur miklu máli þegar
fólk hugsar til okkar á þennan
hátt og vill aðstoða okkur í þeirri
baráttu sem við eigum í gegn
krabbameini,“ segir Guðrún og
bætir því við að það sé nokkuð
algengt að félagið fái slíkar gjaf-
ir. „Krabbameinsfélagið er að
miklu leyti rekið fyrir velvild
fólksins í landinu, sem styrkir
okkur bæði með stórum gjöfum
og smáum og við erum afar þakk-
lát fyrir þær allar.“
43,5 milljónir í erfðagjafir
Atvinnuleysi var
að jafnaði 1,2 prósent í desember.
Atvinnuleysi hefur því aukist um
0,1 prósentustig frá því í nóvem-
ber þegar það mældist 1,1
prósent. Í desember 2005 var
atvinnuleysið nokkru hærra eða
1,5 prósent. Þetta kemur fram á
vef Vinnumálastofnunar.
Atvinnuleysi hefur aukist
heldur meira á landsbyggðinni.
Það var 1,5 prósent í desember en
1,3 prósent í nóvember. Á
höfuðborgarsvæðinu fór atvinnu-
leysið úr 0,9 prósentum í 1,0
prósent. Atvinnuleysi breytist
með líkum hætti meðal karla og
kvenna. Atvinnuleysi var 1,3% að
jafnaði árið 2006.
Aukist lítillega
frá nóvember