Fréttablaðið - 13.01.2007, Síða 55
Eskimos Ævintýrasmiðja hefur
tekið upp Murder Mistery-
þema-partíin á nýjan leik.
Eskimos Ævintýrasmiðja hefur
lengi boðið upp á skemmtanir og
ævintýraferðir fyrir hópa stóra
sem smáa. Nú hefur Eskimos tekið
upp að nýju það sem kallast Murd-
er Mistery kvöldverðir. Um er að
ræða þema og hlutverkapartí sem
gerist í hringiðu morðmáls. Þessir
kvöldverðir hafa þótt skemmtileg
leið til að halda góða veislu.
Nokkuð fyrir veisluna fá gestir
boðskort þar sem þeim er boðið að
taka þátt í að leysa morðið. Jafn-
framt fá þeir send sín hlutverk og
hvað þau eigi að gera í veislunni.
Leikurinn fer þannig fram að
hópnum er tilkynnt um að framið
hafi verið „morð“ og einn úr hópn-
um er sá seki. Leikurinn gengur
svo út á að finna út hver morðing-
inn er.
Í upphafi veislunnar eru gest-
irnir kynntir, farið yfir hlutverk
þeirra og hvernig viðkomandi
tengist „fórnarlambinu“. Við for-
drykkinn fara gestir af stað og
byrja á að „plotta“, bindast samn-
ingum og skiptast á upplýsingum
og varningi. Þegar líða tekur á
kvöldið fara gestir betur í sín hlut-
verk og smám saman kemur betur
í ljós hvernig gestirnir tengjast
fórnarlambinu sem og öðrum.
Í lokin er gestunum skipt upp í
nokkur lið, liðin eiga síðan að
koma með lausn á morðgátunni.
Það lið sem er næst lausninni eða
finnur út hver morðinginn er vinn-
ur en það er lögregluforinginn
sem les upp lausnina og útnefnir
sigurlið.
Hægt er að halda Murder Mist-
ery-veislu fyrir allt frá tólf til 42
manns. Einnig er hægt að sérsníða
veisluna að hópnum ef óskað er
eftir því.
Hægt er að halda þessar veislur
í Reykjavík en einnig á stöðum
eins og að Grímsá, Kríunesi við
Elliðavatn og víðar.
Nánari upplýsingar má finna á
www.eskimos.is
Morð í góðra vina hópi
Icelandair er með til sölu miða
á HM í handbolta sem fram fer
í Þýskalandi síðar í mánuðin-
um.
Eftir nokkra daga hefst heims-
meistaramótið í handknattleik í
Þýskalandi þar sem Ísland mun
keppa í undanriðli ásamt Ástral-
íu, Úkraínu og Frakklandi. Leik-
irnir fara fram dagana 20. til 22.
janúar. Icelandair er með til sölu
nokkra miða á leikina sem með
flugi kosta 44.410 krónur. Er
þetta viðbót við sérstaka ferða-
pakka á mótið sem seldust upp
um jólin.
Leikir í riðli Íslands fara fram
í Magdeburg. Icelandair hefur
sett upp aukavél sem flýgur til
Frankfurt 23. janúar sem mun þá
fljúga heim með íslensku hand-
boltaaðdáendurna. Einnig geta
stuðningsmenn íslenska hand-
boltaliðsins nýtt þá vél til að kom-
ast út og hvetja strákana okkar
áfram í milliriðlum komist þeir
upp úr undanriðli. Flogið er til
Frankfurt en þaðan eru tíðar lest-
arferðir til Magdeburgar, sem og
rútuferðir. Finna má hótelgist-
ingu í gegnum hótelbókunarvél
Icelandair á netinu.
Sjá nánari upplýsingar á www.
icelandair.is.
Ferðir á HM í handbolta
– ERU BETRI EN AÐRAR!www.kreditkort.is
Mundu eftir
MasterCard
ferðaávísuninni
F
ít
o
n
/
S
ÍA
m.v. 2 í
herbergi á
lúxushótelinu Gran
Tacande. Innifalið: Flug, skattar, gisting með morgunverði,
námskeið og námskeiðsgögn.
Verð: 84.650,-
19.–26. apríl 2007
m.v. 2 í herbergi á lúxushótelinu Gran Tacande. Innifalið:
Flug, skattar, gisting með morgunverði, námskeið og
námskeiðsgögn.
Bjargey Aðalsteinsdóttir
Verð: 99.411,-
1.–8. febrúar 2007
Hin geysivinsælu námskeið fyrir konur í umsjón Bjargeyjar Aðalsteinsdóttur í
samvinnu við Dale Carnegie á Íslandi. Námskeiðið er haldið á Hotel Gran Tacande
á Tenerife.
Ný og betri námskeið Sumarferða hafa
fengið frábærar viðtökur enda tilvalið að
tengja sólríkar utanlandsferðir við
gefandi lærdóm. Þaulvanir leiðbein-
endur sjá til þess að ferðalangarnir fái
sem allra mest út dvölinni.
Námskeið fyrir konur sem vilja
skemmta sér á yndislegum stað. Sóley Jóhannsdóttir og Bjargey Aðalsteinsdóttir
eru með fjölbreytta dagskrá, m.a. ýmsa leikfimi, göngu og fræðandi fyrirlestra.
Ef þú vilt læra um holla lifnaðarhætti og léttara líf, þá er þetta námskeið fyrir þig!
Nýr
og betri
lífsstíll!
Ný og betri kona
1.–8. febrúar
á Tenerife
Ný og betri kona
í samvinnu við Dale Carnegie á Íslandi
www.sumarferdir.is
Sími 575 1515
Nýr og betri lífsstíll
19. – 26. apríl – Tenerife
Ný og betri
á Hotel Gran Tacande
Sóley Jóhannsdóttir
Spennandi
námskeið
framundan