Fréttablaðið - 13.01.2007, Side 82

Fréttablaðið - 13.01.2007, Side 82
Ræddi við Eyjólf Sverrisson um skiptin 6 Stuðningsmannasam- tökin Í blíðu og stríðu voru stofn- uð í Laugardalshöllinni með pompi og prakt. Félagið er hugsað sem vettvangur þar sem hver sem er getur gerst meðlimur og stutt dyggilega við bakið á „strákunum okkar“ í handboltalandsliði karla. Tekið er við skráningum á vefsíðu félagsins, ibliduogstridu.is, og geta þeir sem skrá sig átt kost á því að fá frímiða á landsleik Íslands og Tékklands í Laugar- dalshöllinni um helgina. Valinkunnir einstaklingar eru í heiðursstjórn samtakanna en þeir eru Geir H. Haarde forsætisráð- herra, Jón Karl Ólafsson forstjóri Icelandair, Magnús Skúlason geð- læknir, Jakob Sigurðsson fram- kvæmdastjóri, Halla Tómasdóttir hjá Viðskiptaráði, Árni Pétur Jónsson forstjóri Teymis, Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona og Sig- urður Valur Sveinsson handbolta- þjálfari. Landsliðið sjálft var einnig statt á stofnfundi samtakanna og var tilkynnt að leikmennirnir yrðu í sambandi við stuðnings- menn á heimasíðunni, bæði með því að skrifa á bloggsíðunnar og svara spurningum lesenda. Félagar verða að fara eftir „stuðningsboðorðunum“ tíu til að gerast gjaldgengir í samtökin sem snúast um að styðja landsliðið á jákvæðan máta í gegnum þykkt og þunnt. Guðjón Valur Sigurðsson þekk- ir vel hvernig það er að standa í ströngu með landsliðinu og hann segir að það sé lítill tilgangur að halda úti landsliði ef stuðningur- inn er enginn. „Eftir því sem árin líða og reynslan safnast lærir maður að meta þennan stuðning,“ sagði Guðjón Valur. „Það er afar gott að vita af þessum stuðningi og hann er okkur mikilvægur. Þegar við spilum á stórmótum erlendis fáum við fréttir af stemningunni heima en annars reynum við að halda okkur til hliðar og einbeita okkur fyllilega að verkefninu hverju sinni.“ Þegar íslenska landsliðið spilar á stórmóti fylgist meginþorri þjóðarinnar með og virðist sem flestir hafi sína skoðun á liðinu og gengi þess. „Við fögnum allri gagnrýni svo lengi sem hún á rétt á sér og er á málefnalegum nótum. Við vitum að handboltalandsliðið er sameiningartákn þjóðarinnar þegar mikið ber við og við gerum ávallt okkar besta.“ Íslenska landsliðið mætir því tékkneska tvívegis um helgina, klukkan 16.15 í Laugardalshöll í dag og á sama tíma á morgun. Hægt er að nálgast miða á fyrr- nefndri síðu og eru handboltaunn- endur hvattir til að mæta í Höllina og sýna stuðninginn í verki áður en alvaran byrjar í Þýskalandi eftir slétta viku. Stofnfundur stuðningsmannasamtakanna Í blíðu og stríðu var haldinn við hátíðlega viðhöfn í Laugardals- höll í gær. Í þeim fylkja stuðningsmenn handboltalandsliðsins sér um „strákana okkar“ sama hvað á dynur. Svo gæti vel farið að Ólaf- ur Ingi Skúlason, leikmaður enska 2. deildarfélagsins Brentford, verði samherji hins sænska Henriks Larsson næsta sumar. Ólafur Ingi heldur á morgun til Svíþjóðar þar sem hann mun dvelja í þrjá daga við æfingar hjá úrvalsdeildarliðinu Helsingborg. Henrik Larsson er samningsbund- inn liðinu en var fyrir áramót lán- aður til Manchester United eins og kunnugt er. „Hann gat valið um nokkur lið til að heimsækja en valdi að fara til Helsinborg,“ sagði Ólafur Garð- arsson, umboðsmaður Ólafs Inga. „Stuart Baxter er þjálfari liðsins og hef ég góða reynslu af honum frá því að hann þjálfaði Lyn en þá var Jóhann B. Guðmundsson samningsbundinn liðinu. Baxter hringdi í Arsene Wenger sem gaf Ólafi Inga sín bestu meðmæli.“ Wenger stóð fyrir því að Ólafur Ingi kom til Arsenal á sínum tíma en þar lék hann með varaliði félagsins þar til hann gekk til liðs við Brentford. Ólafur Ingi hefur átt við erfið meiðsli að stríða und- anfarin tvö ár en hann er nýbúinn að jafna sig á krossbandaslitum í hné. Ólafur til reynslu hjá Helsingborg Evrópumeistarar Frakka unnu öruggan sjö marka sigur á Dönum, 30-23, í seinni æfingaleik þjóðanna fyrir HM í handbolta. Danir unnu fyrri leikinn 28-25 en áttu nú aldrei möguleika gegn sterku frönsku liðið sem hafði sex marka forystu í hálfleik. Líkt og í fyrri leiknum var íslensk ættaði hornamaður Dana, Hans Lindberg, marka- hæstur með fimm mörk eins og Lasse Boesen. Hjá Frökkum skoraði Daniel Narcisse níu mörk og Bertrand Gille var með sex. Frakkland er eins og kunnugt er með íslenska landsliðinu í riðli. „Ég var að prófa mig áfram í byrjun og það gerir maður ekki á móti Frökkum án þess að vera refsað fyrir. Ég lagði hins vegar áherslu á að allir leikmenn liðsins væru búnir að spila fyrir HM og nú veit ég betur hvaða möguleika við höfum í hverri stöðu,“ sagði Ulrik Wilbek, þjálfari Dana, eftir leik. Frakkar bættu fyrir tapið Guðjón Valur Sigurðsson sagði að of mikið væri gert úr þeim meiðslum sem hann hefur glímt við undanfarna daga. „Ég fékk högg á ökklann og þurfti að sleppa æfingum í tvo daga. Ég æfi eins og venjulega í dag og spila svo um helgina. Ég er svo sem ekki búinn að jafna mig fyllilega en ég hef engar áhyggjur af þessu,“ sagði hann við Fréttablaðið í gær. Meiðslin smá- vægileg

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.