Fréttablaðið - 12.02.2007, Page 6

Fréttablaðið - 12.02.2007, Page 6
 Ragnar Hall, lögmaður Kristins Björnssonar fyrrverandi forstjóra Skeljungs, fékk leyfi fyrir því að senda grein lagapróf- essorsins Róberts Ragnars Spanó um álitaefni er tengjast sam- keppnislagabrotum, til Helga Magnúsar Gunnarssonar saksókn- ara efnahagsbrota, eftir að grein- in var gefin út í Tímariti lögfræð- inga. Greint var frá því í Fréttablað- inu í gær að grein Róberts Ragn- ars hefði borist Helga Magnúsi vikum áður en greinin birtist í tímaritinu. Voru þessar upplýsing- ar staðfestar af Helga Magnúsi og Ragnari Hall. Tölvupóstsamskipti Róberts Ragnars og Ragnars Hall í tengsl- um við greinina, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, sýna hins vegar með ótvíræðum hætti að Róbert Ragnar gaf Ragnari Hall leyfi til þess að senda greinina til saksóknara eftir að hún hafði verið gefin út, 31. október í fyrra. Greinin, sem var unnin eftir sjálfstæða rannsókn Róberts Ragn- ars, var ekki að neinu leyti unnin fyrir lögmenn Geirs Magnússonar, Einars Benediktssonar og Kristins Björnssonar, forstjóra stóru olíufé- laganna á árunum 1993 til 2001. Hún var meðal grundvallar- málsgagna lögmanna forstjóranna í máli ákæruvaldsins gegn þeim. Málinu var á dögunum vísað frá í héraðsdómi, meðal annars á þeirri forsendu að ekki væri lagaleg heim- ild fyrir því að lögsækja menn fyrir brot á samkeppnislögum. Send eftir að hún var gefin út Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur segir að skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt var í gær sé um margt athyglisverð, ekki síst fyrir það að Samfylking og Vinstri græn séu samtals komin með yfir fimmtíu prósenta fylgi. „Það er athyglisvert að báðir vinstri- flokkarnir eru að bæta við sig fylgi á sama tíma en oft hefur það verið svo að þegar einn vinstriflokkur bætir við sig tapar hinn.“ Einar segir jafnframt að lítið fylgi Framsóknarflokksins veki sérstaka athygli og hann hafi sennilega aldrei mælst með jafn- lítið fylgi og nú. „Við megum ekki gleyma því að hlutfall óákveð- inna mælist hátt og ósamræmi er á milli skoðanakannana undan- farnar vikur. Það þýðir að fylgið er á fleygiferð og fólk er að máta sig við flokkana en Framsóknar- flokknum hefur oft gengið vel á lokasprettinum í því að næla í óákveðna fylgið.“ Inntur eftir því hvaða ástæður geti legið fyrir því að óákveðnir eru mun fleiri nú en þegar Frétta- blaðið gerði könnun á sama tíma fyrir kosningarnar 2003 segir Einar að mikil umræða hafi verið um ný framboð eins og Framtíð- arlandið og framboð aldraðra og öryrkja. „Það er spurning hvort það valdi því að fleiri eru óákveðnir en áður. Kannski er gott gengi Samfylkingar og Vinstri grænna núna vegna þess að Framtíðarlandið ætlar ekki að bjóða fram undir nafni þeirrar hreyfingar.“ Einar segir að umhverfismál geti orðið eitt aðalkosningamálið. „Þjóðin virðist vera að vakna til vitundar um umhverfismál og það gæti verið einn þátturinn í því að skapa óvissu um hvernig fylgið raðar sér.“ Umhverfismál mjög mikilvæg Hættuna á strand- mengun vegna olíuslyss á sigl- ingaleiðinni við Suður- og Vestur- land er hægt að minnka verulega með því að færa hefðbundna sigl- ingaleið lengra frá landinu. Færsla siglingaleiðarinnar myndi koma alfarið í veg fyrir strandmengun vegna eðlisléttrar olíu sem er meirihluti þeirrar olíu sem hingað er flutt. Færsla siglingaleiðarinn- ar margfaldar viðbragðstíma við flestallar aðstæður. Þetta er á meðal niðurstaðna Önnu Fanneyjar Gunnarsdóttur landfræðings sem vann ítarlega rannsókn á dreifingu olíumengun- ar í hafi árið 2003. Þar voru bornar saman siglingaleiðir suðvestur af landinu, annars vegar hefðbundin siglingaleið olíuskipa og svokölluð ytri leið. Í ályktunum rannsóknarinnar segir Anna að samkvæmt niður- stöðum dragi um 50 prósent úr hættunni á að viðkvæm strand- svæði mengist ef siglingaleiðin væri færð utar. Kemur fram að ef olíuslys verður á vissum stöðum á innri siglingaleiðinni muni olíu undantekningarlaust reka að landi á næstu tveimur sólarhringum. „Aftur á móti var viðbragðstíminn mun lengri á ytri siglingaleiðinni og í þeim tilfellum þar sem um var að ræða eðlislétta olíu rakk olíuna aldrei upp í fjöru.“ Ástæðan fyrir því í mörgum tilfellum að olíuna rekur ekki í land er að á ytri leið- inni tekur olíuna allt að níu sólar- hringa að reka til lands og á þeim tíma gufar eðlislétt olía að mestu upp. Ef um eðlisþunga olíu er að ræða þá gufar hún seint upp og slys af völdum hennar er mun alvarlegra. Davíð Egilson, for- stjóri Umhverfisstofnunar, lýsti áhrifum af slysi með eðlisþunga olíu sem skelfilegum í viðtali við Fréttablaðið í gær. Það styður þá skoðun Önnu að tími til aðgerða er afar mikilvægur, en hann getur allt að því nífaldast ef ytri leiðin er farin. Sextíu olíuskip sigldu innri leiðina til hafnar við Faxa- flóa árið 2006 en tíu sigldu ytri leiðina. Þau báru um 800 þúsund tonn af olíu og allt að því fimmtíu þúsund tonn í hverri ferð. Kristján Geirsson, fagstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að hætt- an af siglingum skipa á innri leið- inni hafi verið umhverfis- og sam- gönguyfirvöldum ljós í tíu ár og tillögur um aðgerðir til að bregð- ast við þeim hættum hafa legið fyrir í að minnsta kosti átta ár, en stjórnvöld hafi ekki treyst sér til að færa siglingaleiðina fyrr en gagnasöfnun væri lokið. „Hins vegar hafa umhverfisyfirvöld lagt mikla vinnu í að bæta lagagrunn, auka viðbúnað og styrkja viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda.“ Koma má í veg fyrir olíumengun stranda Olíuslys á ytri siglingaleið olíuskipa er 50 prósentum ólíklegra til að menga strend- ur en ef óhapp verður á hefðbundinni leið nær landi. Viðbragðstími margfaldast með færslu leiðarinnar og eðlislétt olía gufar upp og nær aldrei til strandar. Forsetakosning- ar fóru fram í Túrkmenistan í gær og í fyrsta skipti gátu kjósendur valið á milli frambjóð- enda síðan landið fékk sjálfstæði eftir fall Sovétríkjanna. Kosningarnar voru þó án alls erlends eftirlits og frambjóðend- urnir sex komu allir úr eina flokkinum sem leyfður er í Túrkmenistan. Búist er við að starfandi forseti, Gurnabguli Berdymukh- amedov, muni sigra. Hann hefur gefið í skyn að umbætur séu fram undan, sem vekur vonir um að landið sé að opnast eftir tveggja áratuga einangrun og undirokun undir stjórn Saparmurat Niyazov sem lést í desember. Kjörsókn var 98,65 prósent að sögn yfirvalda. Túrkmenar kjósa forseta Lögreglumaður hjá lögreglunni á Blönduósi, sem býr á Ránarbraut á Skagaströnd, vaknaði við öfluga sprengingu klukkan sex á sunnudagsmorgun. Við athugun kom í ljós að kveikt hafði verið í flugeldi sem festur hafði verið niður við anddyri á heimili mannsins. Flugeldurinn fór því ekki upp í loft heldur sprakk eins og sprengja. Íbúar í nærliggjandi húsum vöknuðu einnig við hávaðann. Lögreglan á Blönduósi vinnur að rannsókn málsins og leikur grunur á að það sé ekki tilviljun að flugeldurinn hafi verið sprengdur við heimili lögreglu- mannsins. Vaknaði við sprengingu Þrjár ítalskar konur urðu fyrir hrottalegri líkamsárás á Grænhöfðaeyjum undan vestur- strönd Afríku á laugardag. Ein þeirra komst lífs af og hefur gefið lögreglunni skýrslu. Að sögn fórnarlambsins, sautj- án ára stúlku, buðu árásarmenn- irnir konunum í mat. Boðið breytt- ist hins vegar í blóðbað þegar mennirnir tóku konurnar höndum og fóru með þær út í skóg þar sem þeir grýttu þær. Stúlkan rankaði seinna við sér þar sem hún lá í skóginum og náði að leita sér hjálpar. Lögreglan leitar nú árásar- mannanna en hefur ekki orðið ágengt. Grýttu tvær konur til dauða Bandarískir hershöfðingjar í Írak hafa sýnt bandarískum þingmönnum gögn um að Íranar hafi útvegað íröskum uppreisnarmönnum sprengjur. Þetta fullyrðir öldungadeildar- þingmaðurinn Joe Lieberman. „Ég er handviss um að Íranar aðstoða fólkið sem er að myrða bandarísku hermennina í Írak,“ sagði Lieberman á laugardaginn. Sumir þingmenn hafa lýst yfir efasemdum, enda hafi rangar upplýsingar í líkingu við þessar verið notaðar til að styðja innrásina í Írak árið 2003. Segja Írana selja Írökum vopn 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Tekur þú mark á skoðana- könnunum fjölmiðla? Finnst þér stjórnmálaumræða áhugaverð?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.