Fréttablaðið - 12.02.2007, Side 13

Fréttablaðið - 12.02.2007, Side 13
Skerpa, stofnuð: 1989 Fjöldi starfsmanna: 4 Snúningar á dag: 7200 Kaffitími: 15 mín. Þín starfsemi skiptir okkur öll miklu máli VÍGSLA NÝRRAR VIÐBYGGINGAR MH Miðvikudaginn 14. febrúar verður ný, glæsileg og langþráð viðbygging Menntaskólans við Hamrahlíð formlega vígð. Athöfnin hefst kl. 11.00 og eru fyrrum kennarar, starfsfólk, nemendur og aðrir velunnarar skólans velkomnir. Vígslan fer fram í aðalíþróttasal byggingarinnar, en að henni lokinni verður húsið allt til sýnis. Loksins! Menntaskólinn við Hamrahlíð F í t o n / S Í A Sex létust eftir að hafa andað að sér eitruðum gastegund- um þegar hópur vísindamanna og náttúruunnenda varð innlyksa neðanjarðar í Los Silos-göngunum á Tenerife, sem er ein af Kanarí- eyjunum, á laugardag. Einn náði að koma sér út úr göngunum og gera yfirvöldum viðvart. Björgunaraðgerðir voru erfiðar á vettvangi vegna hinna eitruðu gastegunda og þrengsla í göngunum. Sex voru látnir þegar björgun- arfólk kom á staðinn og sex aðrir voru fluttir á sjúkrahús með þyrlu að sögn yfirvalda á staðnum. Þrjátíu urðu innlyksa Bílskúr sem stóð milli tveggja íbúðarhúsa við Suðurgötu á Akranesi brann til kaldra kola á níunda tímanum á laugardagskvöld. Mikil mildi þykir að eldurinn barst ekki í íbúðarhúsin. Lögreglan á Akranesi fékk til- kynningu um eldinn klukkan 20.40 og var allt tiltækt slökkvilið sent á staðinn. Slökkviliðið náði að slökkva eldinn á skömmum tíma. Að sögn lögreglunnar varð bíl- skúrinn alelda stuttu eftir að eldurinn kom upp. Lögreglan telur að ekki hafi verið um íkveikju að ræða en eld- supptök eru ókunn. Málið er í rannsókn hjá rannsóknardeild lög- reglunnar á Akranesi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.