Fréttablaðið - 12.02.2007, Page 19

Fréttablaðið - 12.02.2007, Page 19
Yamaha YSP-1100 er einn hátalari sem skilar raunhæf- um heimabíóhljómi. Tækið endurvarpar hljóði af veggjum og gefur þannig þá tálheyrn að hljóðið komi aftan frá. Þegar „surround“-heimabíókerfi fóru að seljast jafn vel og raun ber vitni fóru framleiðendur að leita að nýjum leiðum í þróun kerfanna. Einn augljósasti gallinn við þau er hversu plássfrekt þau eru og oft á tíðum frek á sjónræna athygli. Þetta er ekkert mál fyrir bíófíkla sem dreymir um það eitt að eiga bíósal í stað stofu, en fyrir Jón og Jónínu sem vilja bara horfa á Evróvisjón í almennilegum græj- um eru tveggja metra gólfhátalar- ar það sem kallast á fagmáli „over- kill“. Ein lausnin var að þróa minni kerfi og samfara því fóru þráð- lausir hátalarar að skjóta upp koll- inum. Vandamálið var ennþá það sama því þessar lausnir byggja allar á fimm til sjö hátölurum sem komið er fyrir í kringum áhorf- anda og -heyranda. Fyrir nokkrum árum komu hinsvegar á markað- inn kerfi sem byggja á endurvarpi hljóðs af veggjum sem myndar einskonar gervi-„surround“. Hljóðið kemur þá einungis úr einum eða tveimur hátölurum og eru kostirnir einfaldlega of aug- ljósir til að telja upp. Þessi tækni er nú orðin raunverulegur val- kostur hvað varðar bæði gæði og verð. Þessi tækni hefur verið þróuð af ýmsum framleiðendum en flest- ir eru sammála að Yamaha sé fremst meðal jafningja á þessu sviði enda fáir jafn miklir tækja- fíklar og fjarlægir frændur okkar Japanir. Kerfi Yamaha kallast YSP-1100 og er þriðja kynslóð heimabíós sem byggir á fjölmörg- um hátölurum sem komið er fyrir í einni heild þannig það lítur út sem einn hátalari. Tækið vinnur þannig að sumir hátalar- anna virka sem miðjuhátalar- ar og aðrir sem fram- hátalarar á meðan aðrir skjóta hljóðinu til hliðanna í veggi eða aðra fleti sem endurkasta hljóði þannig að það berst aftur fyrir áheyranda. Lang- einfaldast er að skoða skýr- ingarmynd og skilja eftir meira pláss fyrir auglýsingarnar sem borga laun þess sem skrifar. Það kann að hljóma flókið að stilla tækið þannig að það kasti hljóðinu nákvæmlega eins og þarf. Það er hins vegar ekki flóknara en að koma þar til gerðum hljóðnema fyrir (hann fylgir tækinu) og ýta á „auto“-takkann. Hvert þriggja ára barn getur ráðið fram úr þessu en fyrir þá hörðustu er hægt að stilla tækið handvirkt. Helsti kostur tækisins, fyrir utan að taka lítið pláss, líta vel út og hljóma vel, er að það virkar. Ótrúlegt en satt, tækið gefur mjög góðan hljóm og surroundið virkar. Hljómurinn er ekki eins og í hefð- bundnu heimabíói en það er vel þess virði að skoða tækið því þarna er á ferð góð lausn á leiðinda- vandamáli. Heimabíóhljómur úr einum hátalara

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.