Fréttablaðið - 12.02.2007, Page 20

Fréttablaðið - 12.02.2007, Page 20
Nýjar gerðir gólfhreinsitækja komu til landsins í liðinni viku á vegum fyrirtækisins Hreinsi- véla. Þær eru bandarískar frá Factory Cat. Hreinsivélar hafa flutt inn stór tæki til gólfþvotta í tíu ár en hin nýkomnu tæki eru mun minni og liprari og henta betur smærri fyrirtækjum og skólum að sögn Jakobs Baldurssonar, fram- kvæmdastjóra og annars eiganda Hreinsivéla. „Tækin sópa og skúra samtímis og gólfið þornar um leið og þvotti er lokið því vélarnar þurrka allt strax. Þær nýtast þess- vegna vel þar sem margir ganga um og þrífa þarf hratt og vel,“ segir hann og nefnir iðnaðargólf, plön, bílastæðahús og flugstöðvar- byggingar sem dæmi um kjörinn vettvang fyrir vélarnar. Nokkrar gerðir þeirra eru fáanlegar. „Þessar litlu vélar hafa ekki verið í boði áður því þær eru ný framleiðsla frá Factory Cat og það er ný hugsun og hönnun á bak við þær,“ segir Jakob. Hann fullyrðir að þær séu vandaðar því Factory Cat „keyri á gæðum“. „Þarna erum við með mótora sem knýja burst- ana beint og engar reimar á milli,“ segir hann og ætlast til að blaða- maður skilji það. Spurður hvort vandasamt sé að stjórna græjun- um brosir hann og segir það ekk- ert mál. „Það eru digitalmælar á þeim sem segja hvað vélin er gera, hvort hún þurfi meira vatn, hvort losa þurfi tanka og annað slíkt,“ útskýrir hann. Fyrirtækið Hreinsivélar hefur verið til frá árinu 1996. Það hefur meðal annars flutt inn sópbílana sem hreinsa borgina, sérútbúna vatnsbíla og ryksugukerfi. Það býður uppá snjótennur, sorpbíla og saltdreifara. Einnig stórar Factory Cat vélar sem Jakob segir henta hér á landi í álverum og stórum vöruhúsum. „Þær eru eins og skriðdrekar miðað við þessar litlu,“ segir hann hlæjandi. Heima- síða fyrirtækisins er www. hreinsivelar.is Sópa, skúra og þurrka gólfin K ó p a v o g u r . S m i ð j u v e g i 6 8 - 7 0 . s í m i 5 4 4 5 0 0 0 . N j a r ð v í k | S e l f o s s . w w w. s o l n i n g . i s Triangle dekkin eru flutt til landsins beint frá framleiðanda og því getur Sólning boðið þau á einstaklega hagstæðum kjörum. Búkolludekkin frá Triangle eru rómuð fyrir gott grip og frábæra endingu. Hafðu samband við sölumenn Sólningar og kynntu þér frábært verð á búkolludekkjum frá Triangle Að auki er Sólning með úrval annara vinnuvéladekkja frá ýmsum framleiðendum. Sólning kynnir búkolludekk frá Triangle á frábæru verði 90% heimila ná Sirkus TV á ADSL kerfinu, Breiðbandinu, Digital Ísland en einnig er hægt að ná Sirkus TV með venjulegu UHF loftneti

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.