Fréttablaðið - 12.02.2007, Side 34
fréttablaðið fasteignir 12. FEBRÚAR 2007 MÁNUDAGUR12
Aðalfundi húsfélaga ber að halda
árlega fyrir lok apríl. Það er
megineinkenni aðalfundar að
dagskrá hans er í aðalatriðum
ákveðin í fjöleignarhúsalögunum.
Sú skylda hvílir á stjórnin að
undirbúa aðalfund af kostgæfni,
bæði fundarboðið, tillögur,
skiplag, umgjörð og stjórn
fundarins þannig að hann megi
verða markviss, málefnalegur og
árangursríkur en ekki ruglings-
legt kaos eins og stundum vill
verða.
BOÐLEG FUNDARAÐSTAÐA
Það er t.d. mjög mikilvægt að
húsnæði fundar sé hæft til fundar
þannig að hann geti þjónað
tilgangi sínum. Yfirleitt er betra
er að halda húsfundi annars
staðar en í viðkomandi húsi.
Fundir á hlutlausu svæði þar sem
fullnægjandi fundaraðstaða er
lukkast miklu betur en hinir. Það
er ekki boðlegt að halda stóra
fundi í sameign húsa, í stigagangi,
þvottahúsi eða geymslum, við
bágar fundaraðstæður. Það rýrir
virðingu fundarins og eyðileggur
fundarformið. Sama má segja um
fundi inni í einstökum íbúðum.
Þeir fá ávallt á sig óformlegan
blæ og verða yfirleitt langir,
ómarkvissir og ómálefnalegir.
Fólk talar og þrasar þvers og
kruss hvert ofaní annað.
EKKI ALMENN SKYLDA TIL FUNDAR
SETU
Stjórnarmenn, framkvæmdastjóri
og húsvörður, eru almennt skyldir
til að mæta á aðalfund. Rétt til að
sækja aðalfund hafa annars
eigendur, makar þeirra og
sambúðarfólk. Ekki hvílir bein
skylda á eigendum að mæta á
fundi en fjarvera getur haft
afdrifaríkar afleiðingar því
ákvarðanir fundar eru almennt
bindandi fyrir eiganda hvort sem
hann mætir eða mætir ekki.
UMBOÐ
Eiganda er heimilt að veita
hverjum lögráða manni umboð til
að mæta á húsfundi og greiða þar
atkvæði. Umboðið verður að vera
skriflegt og dagsett. Það getur gilt
fyrir einn fund eða fleiri og það
getur verið takmarkað eða
ótakmarkað. Ekki eru neinar
takmarkanir á því hversu mörg
umboð sami umboðsmaður má
hafa.
EIGENDASKIPTI. LEIGJENDUR
Sé eign seld fer þinglýstur
eigandi með atkvæðisrétt á
húsfundi en ef kaupandi mætir og
sannar rétt sinn, t.d. með kaup-
samningi, öðlast hann rétt til
fundarsetu og atkvæðisrétturinn
er hans. Aðalfundurinn getur með
heimilað leigjendum í húsinu að
sitja fundinn og hafa þar mál-
frelsi í málum sem þá varða en
hvorki tillögu og atkvæðisrétt.
FUNDARSTJÓRN
Aðalfundi er yfirleitt stjórnað af
formanni húsfélagsins. Stjórn er
þó heimilt að fá ráðgjöf og aðstoð
sérfræðinga við aðalfundi
(undirbúning, boðun, fundarstjórn
og fundargerð). Í mörgum
tilvikum er það nauðsynlegt til að
rjúfa sjálfheldu sem húsfélagið
eða einstök mál eru komin í vegna
deilna í húsfélaginu. Oft er
formaður deiluaðili eða blandast í
mál með þeim hætti að hann getur
trauðla talist hlutlaus fundar-
stjóri. A.m.k. er hætt við að
tortryggni í hans garð. Er þá
affarasælast að sá kaleikur sé frá
honum tekinn og fenginn hlutlaus-
um sérfræðingi. Eins er það
skynsamleg öryggisráðstöfun
fyrir bæði eigendur og viðsemj-
endur húsfélags, banka og
verktaka, svo tryggt sé að fundir
séu löglegir og ákvarðanir
óvefengjanlegar.
HÚSFUNDAÞJÓNUSTA HÚSEIGENDA
FÉLAGSINS
Húseigendafélagið býður upp á
vandaða húsfundaþjónustu sem
tekur til allra framangreindra
þátta. Húsfélög fá lögfræðilega
ráðgjöf og eru aðstoðuð við
fundarboð og tillögur. Lögmaður
með reynslu og sérþekkingu á
þessu sviði annast fundarstjórn
og ritun fundagerðar er í höndum
laganema. Fundur sem er
undirbúinn af kostgæfni og stýrt
af kunnáttu og fagmennsku
verður vitaskuld markvissari,
málefnalegri og árangursríkari en
ella. Þetta er mjög þörf og
eftirsótt þjónusta og húsfélög
ættu að tryggja sér hana sem
fyrst
Fundarstjórn er vandasöm og
fundarstjóri hefur mikið vald.
Fundarstjórinn er æðsti maður
fundarins og túlkar lög og
fundarsköp og sker úr um
vafatilvik. Hann á að gæta fyllsta
hlutleysis í öllum störfum sínum.
Fundarstjóri verður að kunna góð
skil á fjöleignarhúsalögunum og
almennum fundarsköpum.
Meginhlutverk hans er að sjá um
að fundur fari löglega fram og að
málin hljóti afgreiðslu í samræmi
við vilja meiri hluta fundarmanna
en án þess þó að skoðanir
minnihlutans séu fyrir borð
bornar. Hlutverk hans er mjög
víðtækt og vald hans er mikið og
það er undir honum komið hversu
vel fundurinn starfar og hve
miklum árangri hann nær.
LÖGMÆTI FUNDAR. MÆTINGARLISTI.
EIGNASKIPTAYFIRLÝSING
Yfirleitt er það fyrsta verk
fundarstjóra að ganga úr skugga
um lögmæti fundarins, hvort hann
sé löglega boðaður og ákvörðunar-
fær. Fundarstjóri kannar rétt
eigenda, t.d. við kosningu og
atkvæðagreiðslu. Hann verður að
halda nafna- og mætingarskrá og
hafa handbæra eignaskiptayfir-
lýsingu þar sem hlutfallstölur
koma fram. Honum ber að
framfylgja dagskrá fundarins og
sjá til þess að henni sé fylgt. Hann
heldur mælendaskrá og stjórnar
umræðum.
FUNDARREGLA
Mikilvægt er að fundarstjóri byrji
fund á tilsettum tíma og tilkynni
fyrirfram tímalengd hans. Honum
ber að ýta undir umræður og sjá
um að öll sjónarmið komi fram og
verja rétt minnihlutans. Hann á
að halda fundarmönnum við efnið
og gæta þess að umræður fari
ekki út um víðan völl. Hann á að
stöðva gjamm og innbyrðis
skvaldur og gæta þess að sá sem
orðið hefur geti flutt mál sitt
truflunarlaust. Hann á að ýta eftir
niðurrstöðu og gæta þess að allar
ákvarðanir séu rétt til bókar
færðar.
MÁLEFNALEGAR UMRÆÐUR OG
FUNDARAGI
Í umræðum á húsfundum er brýnt
að menn séu gagnorðir og
málefnalegir og setji fram
skoðanir sínar og rökstyðji þær
skilmerkilega þannig að aðalatrið-
in séu skýr en fundartíma sé ekki
sólundað í aukaatriði. Það er
mikilvægt að á húsfundum ríki
góður andi og góð fundarregla.
Það er frumforsenda árangurs-
ríkra, málefnalegra og mark-
vissra fundarstarfa að friður sé á
fundi og menn fái gott hljóð og
færi á að koma málflutningi
sínum til skila. Sífellt gjamm og
kliður og vapp fundarmanna
getur hæglega eyðilegt fund og
gert hann óstafhæfan. Fundar-
stjóra ber að áminna fundarmenn
sem blanda óskyldum málum inn í
umræður og taka af þeim orðið ef
áminningu er ekki sinnt. Hann
heldur uppi reglu og hann getur
frestað fundi og jafnvel slitið
honum ef upplausn verður.
ATKVÆÐAGREIÐSLUR OG KOSNINGAR
Í fyrsta lagi geta þær verið
munnlegar og opinberar með
handauppréttingu eða nafnakalli.
Í öðru lagi getur atkvæðagreiðsla
verið leynileg og þá jafnframt
skrifleg. Almennt er talið að leyni-
legar kosningar séu mikilvægur
réttur vegna þess að þá séu menn
frjálsari og síður undir þrýstingi.
Þess vegna er það meginregla í
félögum að skylt sé að verða við
kröfu um leynilega kosningu. Á
húsfundum gengur þetta ekki
allskostar upp vegna séreðlis
húsfélaga. Atkvæði eiganda
miðast að meginstefnu til við
eignarhlutdeild hans og þegar
eignir eru misstórar og hafa
misháa hlutfallstölu er illfram-
kvæmanlegt að koma við fullkom-
lega leynilegri atkvæðagreiðslu
eða kosningu á húsfundum.
VÖNDUÐ FUNDARGERÐ ER NAUÐ
SYNLEG
Undir umsjá og á ábyrgð fundar-
stjóra skal rita fundargerð um
meginatriði þeirra mála sem tekin
eru fyrir og allar ákvarðanir sem
teknar hafa verið og hvernig
atkvæði hafa fallið. Fundargerðin
skal lesin upp í lok fundar, hún
leiðrétt og athugasemdir skráðar.
Hún skal undirrituð af fundar-
stjóra og af a.m.k. einum fundar-
manna sem fundurinn hefur
kostið til þess, sem yfirleitt er
ritari fundarins.
FUNDARGERÐ ERU SÖNNUNARGAGN
SEM EIGENDUR EIGA RÉTT Á
Fundargerð er heimild og sönnun
um fund og það sem á honum
hefur gerst. Hún verður að vera
traust, færð af fullkomnu
hlutleysi. Fundargerð er skýrsla
um ályktanir og ákvarðanir
húsfundar og verður að vera
áreiðanleg og nægilega nákvæm
án þess þó að aðalatriði séu
kaffærð í smáatriðum og sparða-
tíningi. Það er ekki þörf á því að
bóka orðrétt málflutning eða
vaðal sem fer út og suður.
Fundargerðir húsfunda eiga að
vera aðgengilegar fyrir alla
eigendur og þeir eiga rétt á því að
fá ljósrit af þeim.
Aðalfundir húsfélaga. Undirbúningur.
Framkvæmd. Fundarstjórn.
Húseigendamál
Sigurður Helgi Guðjónsson hrl., formaður Húseigendafélagsins,
svarar spurningum
Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið huseigandi@frettabladid.is
NÝBYGGINGAR
ALLT AÐ 90% LÁN
Fjarðargötu 17
Hafnarfirði
Sími 520 2600
Fax 520 2601
Netfang as@as.is
www.as.is
Opið virka daga
kl.9–18
Kári Halldórsson, löggiltur fasteignasali
Fr
um
DREKAVELLIR 4 - HAFNARFJ.
Glæsilegar 136-157 fm 5 herb.
sérhæðir í nýju fjórbýlishúsi. Verð
frá 29,9 millj. 10062
ENGJAVELLIR 1 - HFJ.
Sérlega vandaðar 4-6 herb. íbúð-
ir í sex íbúða húsi. Verð frá 29,6
millj. 10085
BERJAVELLIR 3 - HFJ.
Fallegar 128 fm 4ra herb. íbúðir,
verð 25,2 millj. 5476
FJÓLUVELLIR 2 - HFJ.
Glæsileg hannð endaraðhús á
einni hæð m/bílskúr. Áhvíl. 17
millj. til 40 ára hjá Íbúðalsj. Verð
30,9 millj. 5395
FJÓLUVELLIR 10-14 - HFJ.
244 fm raðhús á einni hæð
m/bílskúr, verð frá 30,4 millj. -
frábært fermetraverð
ENGJAVELLIR 3 - HFJ.
Falleg og vönduð 4ra herb. íbúð á
jarðhæð m/sérinng. Fullbúin með
glæsilegum gólfefnum. Verð 29,3
millj. 5386
KIRKJUVELLIR 3 - HFJ.
Glæsilegar 3ja og 4ra herb. íbúð-
ir, verð frá 19,4 millj. 5298
AKURVELLIR 1 - HFJ.
Nýjar og glæsilegar 4ra herb.
íbúðir. Ísskápur og uppþvottavél
fylgir. Verð frá 24,8 millj.
EINIVELLIR 7 - HFJ.
Falleg 4ra herb. ENDAÍBÚÐ á 2.
hæð m/stæði í bílag. Verð 23,4
millj.
DREKAVELLIR 18 - FULLBÚNAR
Glæsilegar 4ra herb.
""FULLBÚNAR"" íbúðir m/parketi
og flísum á gólfum. Verð frá 26,1
millj.
ESKIVELLIR 7 - HAFNARFJ.
Fallegar 3ja-5 herb. íbúðir, verð
frá 21,9 millj.
Afhending í feb.-apríl
DREKAVELLIR 26 - HFJ.
Vandaðar 4ra herb. íbúðir, verð frá
24,9 millj. Afhending við
kaupsamning.
EIN
EF
TIR
EIN
EF
TIR
SELD