Fréttablaðið - 12.02.2007, Síða 83
Þetta einstaka tilboðsfargjald
gildir til allra áfangastaða
Flugfélags Íslands innanlands
er fyrir börn 2 - 11 ára í fylgd
með fullorðnum og í sömu bókun
gildir 15. feb. - 15. mar.
býðst eingöngu þegar bókað er
á netinu, www.flugfelag.is
bókanlegt frá 12. febrúar
ÍS
L
E
N
S
K
A
/ S
IA
.I
S
/ F
LU
36
06
1
02
/0
7
1 kr. aðra leiðina + 489 kr.
(flugvallarskattur)
Aðeins 1 króna fyrir börnin
www.flugfelag.is | 570 3030
Alvöru amerískir
AFSLÁTTUR
30%
GE kæliskáparnir eru öflugir,
endingargóðir og glæsilega innréttaðir
Breiðablik varð stiga-
meistari á Meistaramóti Íslands
sem fram fór um helgina.
Karlaliðið vann sína keppni en ÍR
vann í kvennaflokki.
Þrjú met féllu í fullorðins-
flokki í gær. Sveinn Elías Elíasson
úr Fjölni bætti eigið met í 200
metra hlaupi og tvö Íslandsmet
féllu síðan í boðhlaupum.
Stjarna mótsins var þó Helga
Margrét Þorsteinsdóttir úr USVH
sem sigraði í þremur greinum og
sló í gegn.
Breiðablik
meistari
Iceland Express-deild karla:
Njarðvík heldur efsta
sæti úrvalsdeildar karla en liðið
lagið Snæfell að velli, 77-67, í stór-
leik í Ljónagryfjunni í Njarðvík í
gær. Viðureignir þessara liða hafa
oft verið spennandi og leikurinn í
gær var ekki undantekning á því.
Það leit þó ekki út fyrir mikla
spennu á upphafskafla leiksins
þar sem Njarðvíkingar léku sér að
gestum sínum og höfðu 25-10 for-
ystu eftir fyrsta leikhluta. Snæ-
fellingar glopruðu boltanum í
sókninni hvað eftir annað og
heimamenn refsuðu.
Snæfellingum tókst þó að laga
það og söxuðu smátt og smátt for-
ystu Njarðvíkinga. Staðan var 41-
30 í hálfleik. Í upphafi fjórða leik-
hluta minnkaði Snæfell muninn í
þrjú stig en Njarðvík svaraði með
góðri rispu. Eltingaleikurinn hélt
áfram en Snæfellingar þurftu á
endanum að halda tómhentir
heim.
Segja má að Njarðvíkingar hafi
náð að koma fram hefndum í gær
þar sem þeir töpuðu fyrri viðreign
þessara liða í Stykkishólmi með
átján stiga mun. „Við vorum ekk-
ert að velta því fyrir okkur, við
ætluðum okkur bara að ná í tvö
dýrmæt stig með því að sigra og
það tókst,“ sagði Einar Jóhanns-
son, þjálfari Njarðvíkur.
„Ég er mjög ánægður með
varnarleikinn, við höldum þeim í
67 stigum og varnarleikurinn
fyrstu fimmtán mínúturnar skil-
aði góðu forskoti.
Við erum betri að elta uppi for-
skot andstæðingsins en að halda
forskotinu. Þeir komust óþarflega
nálægt en við settum góðar körfur
inn á milli og héldum þeim í góðri
fjarlægð. Við mættum grimmir til
leiks og sýndum strax hvað við
ætluðum okkur,“ sagði Einar.
Frábær byrjun lagði
grunninn að sigrinum