Fréttablaðið - 12.02.2007, Síða 86

Fréttablaðið - 12.02.2007, Síða 86
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Þetta er á síðustu metrunum en betur má ef duga skal,“ segir Björn Steinbekk tónleikahaldari, en nú hillir undir það að verðlauna- afhending MTV-sjónvarpsstöðv- arinnar verði haldin í höfuð- borginni, annað hvort árið 2009 eða 2010. „Við erum komnir með viljayfirlýs- ingu frá MTV þar sem því er lýst yfir að áhugi sé á að halda hátíðina annað hvert ár,“ bætir Björn við. Hann vildi ekki gefa upp hve- nær þetta myndi skýrast en sagði ekki langt í það. „Þegar við reyndum síðast árið 2006 var skortur á fimm stjörnu gistingu en það ætti að leysast með nýju hóteli sem á að rísa við hliðina á nýja tón- listarhúsinu,“ segir Björn. Til mikils er að vinna fyrir íslenskt efnahagslíf. Fyrir utan þá gríðarmiklu land- kynningu sem þarna er í boði má reikna með að töluvert fjármagn muni streyma um götur höf- uðborgarinnar enda stjörnurnar ekki þekktar fyrir að sitja á aur- unum eins og ormar á gulli. „Kaup- mannahafn- arborg kynnir í næstu viku skýrslu þar sem áhrif MTV-hátíðarinnar í fyrra eru metin. Sam- kvæmt þeirri skýrslu er bein innspýting inn í viðskiptalíf Kaup- mannahafnar talin hlaupa á einum og hálfum milljarði og ef þeir hefðu ákveðið að fara af stað með svona landkynningu hefði hún kostað í kringum fimm milljarða,“ upp- lýsir Björn. Yfirvöld í Kaupmannahöfn meta því áhrif hátíðarinnar upp á tæpa sjö milljarða. Björn segir að nokkrum fjár- hæðum hafi verið eytt til að fá hátíðina hing- að til lands. Íslenska ríkið hefur styrkt verkefnið um þrjár milljónir en samtals hljóðar kostnaðurinn hingað til upp á fimmtán milljónir. Nú stefnir allt í það að þessum fjármunum hafi ekki verið kastað á glæ. MTV-verðlaunahá- tíðin er ein sú stærsta í heiminum en þar troða upp margar af skærustu stjörnum poppheimsins og er talið að milljónir manna horfi á beina útsendingu frá henni. MTV-hátíð handan við hornið í Reykjavík „Við vissum að þarna hefði ofbeldi átt sér stað, en ekki að það var kyn- ferðislegt,“ segir Guðný Halldórs- dóttir leikstjóri um Breiðavíkur- málið. Guðný vinnur að myndinni Veðramót, sem fjallar um börn og starfsmenn á ótilteknu betrunar- heimili úti á landi um miðjan 8. áratuginn. Handritið byggir Guðný lauslega á reynslu sinni þegar hún vann í Breiðavík um miðjan 8. ára- tuginn, eftir að harmleikurinn sem nú er í umræðunni átti sér stað. Guðný segir að á þessum tíma hafi verið gerð bylting í rekstri betrun- arheimila og hann færður til nútímahorfs. „Við fórum til Breiða- víkur, nokkrir ungir og hressir hippar. Það hafði greinilega eitt- hvað gerst þar, var skítalykt af því máli en við vissum aldrei almenni- lega hvað hafði gerst. Sumir drengjanna sem voru þarna áður og höfðu sætt ofbeldi voru áfram hjá okkur og sögðu okkur undan og ofan af því hvað hafði gerst. Aðrir drengir sem höfðu sætt ofbeldi í Breiðavík heimsóttu staðinn á sumrin og sögðu okkur hluta af því sem hafði gerst.“ Guðný segir að sú regla sem höfð var á þegar hún vann í Breiða- vík var að koma fram við ungling- ana eins og jafningja í staðinn fyrir að beita þá harðræði. „Þetta voru börn sem höfðu gengið í gegnum ýmislegt, í flestum tilfellum var ástandið áskapað og ekki þeim að kenna. Fyrir þá sem voru þarna áfram tók veröldin stakkaskiptum og sumir hafa lýst því að þetta hafi verið yndislegustu stundir ævi þeirra.“ Á þeim tíma sem Guðný var í Breiðavík var tekin upp sú nýbreytni að stúlkur voru einnig sendar á betrunarheimilið. „Stúlk- urnar sem voru sendar á heimilið höfðu flestar orðið fyrir sifjaspell- um. Þær voru sendar í hálfgerða fangavist út á land á meðan pabbar þeirra og afar sem höfðu misnotað þær héldu áfram uppteknum hætti í bænum. Það er ýmislegt sem á eftir að koma í ljós í þessu máli.“ Tökum á Veðramótum lauk á fimmtudag og nú tekur eftirvinnsl- an við. Guðný býst við að myndin verði frumsýnd í ágúst í sumar og vonar að hún verði gott innlegg í þarfa umræðu um ofbeldi gegn börnum. ... fá séra Einar Sigurbjörnsson og aðrir sem unnu að glæsilegri nýrri þýðingu á Biblíunni sem kemur út í haust. „Þeir eru alveg til í þetta rokk, Norðmenn eru ekki eins leiðinlegir og ég bjóst við,“ segir Valdimar Jóhannsson, bassaleikari hljóm- sveitarinnar Reykjavík! Valdimar var staddur á norsku tónlistar- hátíðinni by:Larm í Þrándheimi um helgina en Íslendingar voru afar áberandi á hátíðinni. Auk Reykjavíkur! spiluðu Lay Low og Últra Mega Teknóbandið Stefán á hátíðinni um helgina. Strax fyrir helgi var ljóst að beðið var komu Íslendinganna til Þrándheims með eftirvæntingu. Blað hátíðar- innar var undirlagt af greinum um þá og fólki tilkynnt að það mætti ekki missa af tónleikum þeirra. Löng grein var um Lay Low og undraverðan frama hennar á stutt- um tíma. Reykjavík! var hampað sem frábærri rokksveit og söngv- ara Últra Mega Teknóbandsins Stefáns var hrósað í hástert. Sagt var að ef Sid Vicious væri enn á lífi hefði hann öfundað þennan 16 ára gamla dreng, svo góður sviðsmað- ur væri hann. Valdimar kannast við það að við- brögð Norðmanna hafi verið mis- jöfn: „Það eru nokkuð margir búnir að spyrja hvort við séum geðveikir. Ég gæti trúað því að þeir hafi kom- ist að þeirri niðurstöðu eftir að hafa séð okkur og ÚMTBS, þetta er svo- lítið veruleikafirrt sjóv hjá okkur.“ Íslenskt æði í Þrándheimi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.