Fréttablaðið - 05.03.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.03.2007, Blaðsíða 6
 Tuttugu og níu prósent þátttakenda í Þjóðarpúlsi Capacent Gallup bera traust til Alþingis. Hlutfallið er fjórtán prósentum lægra en í fyrra og hefur ekki verið jafn lítið síðan kannanir hóf- ust 1993. Sólveig Pétursdóttir, for- seti Alþingis, segir að breyta þurfi vinnubrögðum á þingi og minnka málþóf. Traust til dómskerfisins er 31 prósent samkvæmt könnuninni og lækkar um tólf prósent. Sjötíu prósent sögðust treysta heilbrigð- iskerfinu, 78 prósent bera traust til lögreglunnar og 85 prósent treysta Háskóla Íslands. „Þessar niðurstöður eru mikið áhyggjuefni fyrir þingið,“ segir Sólveig. „Ég held að það þurfi að breyta vinnubrögðum og setja skýrari ramma utan um starfið á þinginu. Það má vera að þessi könnun endurspegli eitthvað hvernig þetta fyrirkomulag hefur verið, langar umræður og jafnvel málþóf.“ Hún segist svo sannarlega vona að Alþingi rétti úr kútnum því þar sé afskaplega mikilvægt starf unnið. „Svo verðum við að hafa í huga að kosningar nálgast og þá er meiri hiti í mönnum.“ „Ég held að það sé vaxandi óánægja með ríkisstjórnina sem fólk tengir við Alþingi,“ segir Össur Skarphéðinsson, þing- flokksformaður Samfylkingar. „Mín skoðun er að minnkandi sjálfstæði Alþingis undir ofur- valdi ráðherraræðisins hafi leitt til þess að fólk hefur ekki sömu trú á sjálfstæði Alþingis og áður.“ Niðurstöður könnunarinnar koma Ragnari Arnalds, fyrrum þingmanni Alþýðubandalags, á óvart. „Augljóslega er eitthvað að, en hver skýringin er get ég ekkert sagt um að svo stöddu. Þetta er ótvírætt áhyggju- og um- hugsunarefni.“ Stefanía Óskarsdóttir stjórn- málafræðingur segir erfitt að segja til um hvað valdi niðurstöð- unni en bendir á að traust til stofn- ana á borð við þing og dómstóla fari almennt dvínandi á Vestur- löndum. Lífsstílsbreytingar og gagnrýnin hugsun fái fólk oft til að efast um valdið. „Síðan hefur málþófið um RÚV ohf. kannski haft áhrif á einhverja. Pólitísk umræða hefur verið mjög óvægin nú rétt fyrir kosningar, og eitthvað hlaut að gefa eftir.“ Breyta þarf vinnu- brögðum Alþingis Tæpur þriðjungur þjóðarinnar treystir Alþingi samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Traust til þingsins hefur ekki mælst minna síðan mælingar hófust. Þingforseti segir að breyta þurfi vinnubrögðum og setja skýrari ramma um starf Alþingis. Flugfélag Íslands býður í sumar í fyrsta sinn upp á flug milli Akureyrar og Keflavík- ur og milli Keflavíkur og Nuuk á Grænlandi. Haldið var upp á tíu ára afmæli Flugfélags Íslands á laugardag en það varð til með sameiningu innanlandsdeildar Flugleiða og Flugfélags Norðurlands. Farþegar félagsins voru rúmlega 370 þúsund í fyrra. Á þeim tíu árum sem flugfélagið hefur starfað hafa yfir þrjár milljónir farþega flogið með félaginu. Flýgur milli Akureyrar og Keflavíkur Forsaga þess að Sam- keppniseftirlitið gerði húsleit á föstudaginn hjá Samtökum ferðaþjónustunnar, Ferðaskrif- stofu Íslands og Heimsferðum/ Terra Nova er minnst sex mán- aða löng. Rannsóknin hófst með ábend- ingu sem ekki er dagsett í gögn- um þeim sem fylgja úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um húsleitarheimild. Á grundvelli þessarar ábend- ingar kallaði Samkeppniseftir- litið hinn 4. september eftir fundargerðum Samtaka ferða- þjónustunnar allt aftur til ársins 2000. Tveimur vikum síðar senda Samtökin gögnin á tölvutæku formi til Samkeppniseftirlits. Að auki er tilgreind í úrskurð- inum umfjöllun í DV frá fimmtu- deginum 2. febrúar 2006. Hún „styðji ennfremur að ferðaskrif- stofur eigi með sér samráð“. Þessi gögn telur Samkeppnis- eftirlit gefa „ríkar ástæður til að ætla að innan ferðaþjónustunnar eigi sér stað víðtækt samráð á ýmsum sölustigum“. Þau sýni að forsvarsmenn fyrirtækja innan Samtakanna hafi ítrekað rætt saman um verð- lagningu og álagningu fyrir þjónustu sína um árabil. Eftir að meirihluti atkvæða hafði verið talinn sýndu tölur að ríkisstjórn Eistland hélt velli í þingkosningunum sem fóru fram í gær. Er það í fyrsta skipti eftir að landið varð aðili að Evr- ópusambandinu sem sitjandi ríkis- stjórn heldur meirihluta eftir kosningar. Umbótaflokkurinn, sem er miðhægriflokkur, og Miðjuflokk- urinn, sem hallast til vinstri, mynda samsteypustjórn. Þegar að 60 prósent atkvæða höfðu verið talin var Umbótaflokkurinn með tæp 27 prósent atkvæða og Miðju- flokkurinn með tæplega 23 pró- sent. Stjórnmálaskýrendur sögðu meginspurninguna í þessum kosn- ingum snúast um hvor flokksleið- toginn muni verða næsti forsætis- ráðherra Eistlands og einnig hvort að þeir myndu þurfa að leita til þriðja flokksins til að mynda meirihluta í þinginu. Þeir hafa stjórnað undanfarið kjörtímabil með stuðningi lítils landbúnaðar- flokks. Talið er að kjörsókn hefði verið rúm 60 prósent en fyrirfram var aðeins var búist við að helmingur af þeim 895.000 Eistlendingum sem eru á kjörskrá myndu kjósa. Hægt var að kjósa á internetinu í fyrsta sinn og lýstu sumir yfir áhyggjum með að þessi aðferð byði upp á svik og kosningasvindl. Yfirvöld sögðu áhyggjur óþarfar og þessi aðferð hefði sannað gildi sitt í sveitastjórnarkosningum árið 2005. Ríkisstjórn Eistlands hélt velli Ferð þú til útlanda í sumar? Hefur þú fundið fyrir lækkun á matvælaverði?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.