Fréttablaðið - 05.03.2007, Blaðsíða 60
„DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“
DAGUR VONAR
&
Systir mín keypti um
daginn bók með sög-
unni af Rauðhettu
handa dóttur sinni.
Hún varð heldur en
ekki hissa þegar hún
fór að lesa söguna
fyrir barnið. Í þessari
útgáfu át úlfurinn ekki ömmuna
því henni tókst að fela sig inni í
fataskáp og hann náði ekki heldur
að gleypa Rauðhettu litlu því hún
öskraði svo hátt að pabbi hennar
kom og bjargaði henni og úlfurinn
lagði á flótta. Systur minni þótti
þessi útgáfa heldur dapurleg og
komst ekki hjá því að velta því
fyrir sér hvort verið væri að rit-
skoða ævintýri fyrir börn til þess
að hlífa þeim fyrir mannætuúlfum
og öðrum óhugnaði. Sagan af Rauð-
hettu er ekki sérlega bitastæð
þegar ömmuátið hefur verið þurrk-
að út. Hins vegar megum við ekki
gleyma því að ævintýrin eins og
við þekkjum þau í dag eru alls ekki
eins og þau voru upprunalega. Þau
hafa tekið ýmsum breytingum í
aldanna rás og yfirleitt orðið aðeins
sakleysislegri en þau voru upp-
runalega. Blóðugar lýsingar hafa
víða verið þurrkaðar út og þótt
vondi kallinn (ja, eða stjúpan) fái
makleg málagjöld í sögulok eru
þau ekki nærri eins mannvonsku-
leg og í ýmsum eldri útgáfum.
Kannski er ósköp eðlilegt að
ævintýrin breytist í takt við breytta
tíma. Mörg þau vandamál sem við
lesum um í ævintýrunum er auð-
velt að leysa með nútíma tækni og í
dag höfum við alls konar meðferðar-
úrræði sem henta betur en harðar
refsingar. Litla ljót gæti til dæmis
skráð sig í raunveruleikaþáttinn
Extreme Makeover og líklega væri
vonda stjúpan hennar Öskubusku
svipt forræði hið snarasta og fjöl-
skyldan öll send í ráðgjöf.
Í sögunni af Mjallhvíti er þess
getið í sögulök að stjúpan vonda
hafi hlotið makleg málagjöld. Í
einni útgáfu er hún látin dansa á
glóðum þar til hún dettur niður
dauð en í nýlegri Disney-útgáfu
hleypur hún fyrir björg. Í framtíð-
inni hleypur hún kannski bara til
næsta sálfræðings eða lætur leggja
sig inn á meðferðarstofnun. Hver
veit?
Það kemur mér svolitið
á óvart að hann hafi ekki
ráðið við þetta, hann er
vanur að gleypa allt án
vandræða!
Vel notaður
fótbotaskór er of
mikið fyrir hvern
sem er
Afhverju starir þú
svona á varirnar á mér?
Er eitthvað að
þeim?
Fyrst þetta epli
er svona frábært,
afhverju borðar
þú það ekki?
Á ekkert að
opna gluggan
svo flugurnar
komist inn?
Húsið er eins og sprengja,
vaskurinn er fullur af óhreinum
diskum, krakkarnir görguðu í
allan dag og hárið á mér er eins
og klessa.
Mikið er ég heppinn, hugsa að
ég sé hamingjusamasti maður í
heiminum.
Í alvöru? Er það afþví
að fjölksyldan
er svo þér svo
mikilvæg?
Aðalvega afþví
að ég fæ að
vinna úti!