Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.03.2007, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 05.03.2007, Qupperneq 60
 „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR & Systir mín keypti um daginn bók með sög- unni af Rauðhettu handa dóttur sinni. Hún varð heldur en ekki hissa þegar hún fór að lesa söguna fyrir barnið. Í þessari útgáfu át úlfurinn ekki ömmuna því henni tókst að fela sig inni í fataskáp og hann náði ekki heldur að gleypa Rauðhettu litlu því hún öskraði svo hátt að pabbi hennar kom og bjargaði henni og úlfurinn lagði á flótta. Systur minni þótti þessi útgáfa heldur dapurleg og komst ekki hjá því að velta því fyrir sér hvort verið væri að rit- skoða ævintýri fyrir börn til þess að hlífa þeim fyrir mannætuúlfum og öðrum óhugnaði. Sagan af Rauð- hettu er ekki sérlega bitastæð þegar ömmuátið hefur verið þurrk- að út. Hins vegar megum við ekki gleyma því að ævintýrin eins og við þekkjum þau í dag eru alls ekki eins og þau voru upprunalega. Þau hafa tekið ýmsum breytingum í aldanna rás og yfirleitt orðið aðeins sakleysislegri en þau voru upp- runalega. Blóðugar lýsingar hafa víða verið þurrkaðar út og þótt vondi kallinn (ja, eða stjúpan) fái makleg málagjöld í sögulok eru þau ekki nærri eins mannvonsku- leg og í ýmsum eldri útgáfum. Kannski er ósköp eðlilegt að ævintýrin breytist í takt við breytta tíma. Mörg þau vandamál sem við lesum um í ævintýrunum er auð- velt að leysa með nútíma tækni og í dag höfum við alls konar meðferðar- úrræði sem henta betur en harðar refsingar. Litla ljót gæti til dæmis skráð sig í raunveruleikaþáttinn Extreme Makeover og líklega væri vonda stjúpan hennar Öskubusku svipt forræði hið snarasta og fjöl- skyldan öll send í ráðgjöf. Í sögunni af Mjallhvíti er þess getið í sögulök að stjúpan vonda hafi hlotið makleg málagjöld. Í einni útgáfu er hún látin dansa á glóðum þar til hún dettur niður dauð en í nýlegri Disney-útgáfu hleypur hún fyrir björg. Í framtíð- inni hleypur hún kannski bara til næsta sálfræðings eða lætur leggja sig inn á meðferðarstofnun. Hver veit? Það kemur mér svolitið á óvart að hann hafi ekki ráðið við þetta, hann er vanur að gleypa allt án vandræða! Vel notaður fótbotaskór er of mikið fyrir hvern sem er Afhverju starir þú svona á varirnar á mér? Er eitthvað að þeim? Fyrst þetta epli er svona frábært, afhverju borðar þú það ekki? Á ekkert að opna gluggan svo flugurnar komist inn? Húsið er eins og sprengja, vaskurinn er fullur af óhreinum diskum, krakkarnir görguðu í allan dag og hárið á mér er eins og klessa. Mikið er ég heppinn, hugsa að ég sé hamingjusamasti maður í heiminum. Í alvöru? Er það afþví að fjölksyldan er svo þér svo mikilvæg? Aðalvega afþví að ég fæ að vinna úti!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.