Fréttablaðið - 05.03.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 05.03.2007, Blaðsíða 32
fréttablaðið fasteignir12 5. MARS 2007 Vesturhluti Hringbrautar hefur tekið breytingum í tímans rás. Á vesturhluta Hringbrautar mætast fortíð og nútíð en þar er húsaþyrping sem er síðustu minjar um Bifreiðastöð Steindórs Helga Einarssonar, sem rekin var á árunum 1919-82. Steindór rak bílaverkstæði á horni Hringbrautar og Sólvalla- götu þar sem ein af byggingar- vöruverslunum Byko hefur haft aðstöðu undanfarin ár, en starf- semi hans teygði sig víðar, meðal annars til Hafnarstrætis og Aust- urstrætis. Húsin eru þau sömu og áður, nokkrar einnar hæðar bygg- ingar með góðri lofthæð og ein eldri og minni, sem kallaðist Kot og gegndi mörgum hlutverkum, þar á meðal sem bílageymsla. Skammt undan á Seljavegi eru húsnæði sem Steindór útvegaði nokkrum starfsmönnum og fjöl- skyldum þeirra, þar sem húsnæð- isvandi var mikill í Reykjavík á þessum tíma. Svæðið hefur tekið töluverðum breytingum frá því að Steindór flutti starfsemi sína þangað í byrjun, enda umhverfis- kröfur aðrar þá en nú. Hring- brautin var þá enn malarvegur sem teygði sig frá Ánanaustum að Snorrabraut, en stefna yfirvalda var að láta hann umlykja borgina. Fjaran á bak við bifreiðaverk- stæðið var þá notuð sem ösku- haugar og svipaði lítið til þess úti- vistarsvæðis sem þar er í dag. Er þá fátt upptalið. Í tímans rás hafa verslanir, veitingastaðir, heilsugæsla, elli- heimili, sundlaug og skóli risið þarna allt í kring og átt þátt í að gera svæðið að þægilegu íbúðar- hverfi. Enn er verið að vinna í uppbyggingu svæðisins og er nú ráðgert að þar muni íbúabyggð rísa, meðfram Framnesvegi, Hringbraut og Ánanaustum eða á reit Bifreiðaverkstæðis Stein- dórs, sem fellur bæði að nútíma lífskröfum borgarbúa og fyrra byggðarmynstri. - rve Úr bifreiðastöð í íbúðarreit Bifreiðastöð Steindórs var ein af fyrstu leigubílastöðvum landsins til að taka upp leigubílagjald samkvæmt gjald- mælingu og fyrst til að nota talstöðvar í leigubílaakstri. Vesturhluti Hringbrautar hefur tekið miklum breytingum í tímans rás eins og sjá má á þessari mynd. Starfsmenn Bifreiðaverkstæðis Steindórs unnu margir hverjir á svokallaðri Stein- dórsstöð, þar sem Ingólfstorg er nú, og Bílaverkstæðinu á horni Sólvallagötu og Hringbrautar. Steindór var talinn harður húsbóndi en jafnframt góður og tryggur. Til marks um það útvegaði hann starfsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra þak yfir höfuðið þegar húsnæðisvandi var í Reykkjavík. A u s t u r v e g i 3 8 – S í m i 4 8 2 4 8 0 0 – w w w . a r b o r g i r . i s Fr um HRAUNTJÖRN SELFOSSI Glæsilegt vel staðsett mikið endurnýjað 195 m2 einbýli með innbyggðum bílskúr. 4 svefnherbergi, góðar innréttingar og gólf- efni.Verð 33,9 millj. Atli Snær Sigvarðsson sölumaður Anna Dóra Jónsdóttir ritari/sölumaður Þorsteinn Magnússon sölumaður Guðjón Ægir Sigurjónsson hrl. Óskar Sigurðsson hrl. Sigríður Sigurbjartardóttir ritari LAUFSKÁLAR HELLU Virðulegt og velstaðsett 240 fm einbýlishús að meðtöldum bílskúr. Eignin er talsvert endurnýjuð og vel skipulögð. Verð 23,9 millj. FURUBERG HAFNARFIRÐI Stæðilegt einbýli innst í botnlanga með grónum garði í setberginu. 3-4 svefnher- bergi. góð stofa og eldhús. Frístandandi bíl- skúr. Verð 55 millj. ÞRASTARIMI SELFOSSI Vel staðsett 143 m2 endaraðhús í grónu hverfi. 4 svefnherb, gott skipulag. Lokafrá- gangur eftir, gott fyrir handlagna. Verð 22,9 millj. HELGASTAÐIR STOKKSEYRI Mikið endurbyggt fallegt einbýli með mikla sögu í frábæru umhverfi. Alls 270 m2 þar af 70 m2 nýlegur bílskúr. Eign sem vert er að skoða Verð 27,9 millj. BORGARSANDUR HELLU Gott velstaðsett, steypt einbýli innst í botn- langa. 4 svefnherbergi, rúmgóð stofa og eldhús, stór bílskúr og gróinn garður. Verð 21,9 millj. SÓLTÚN SELFOSSI Gott fullbúið endaraðhús í Fosslandinu. 4 svefnherbergi, góð gólfefni og gróinn afgirt- ur garður með skjólveggjum. Verð 24,8 millj. LÓURIMI SELFOSSI Vandað fullbúið einbýli með góðum bílskúr alls 182 m2. 4 svefnherbergi, góðar innrétt- ingar og gólfefni. Garður gróinn með palli og pott. Verð 30,5 millj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.