Fréttablaðið - 05.03.2007, Page 11

Fréttablaðið - 05.03.2007, Page 11
FRÁBÆRT NETTILBOÐ TIL ÞRIGGJA BORGA TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ – SÖLUTÍMABIL 1. MARS - 7. MARS Boston - Ferðatímabil 17. apríl - 21. maí (síðasta heimkoma) Frankfurt - Ferðatímabil 23. apríl - 31. maí (síðasta heimkoma) Stokkhólmur - Ferðatímabil 19. apríl - 14. maí (síðasta heimkoma) Einungis bókanlegt á Netinu. + Nánari upplýsingar á www.icelandair.is Vildarpunktar Ferðaávísun gildir * Innifalið: Flug og flugvallarskattar; lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags. FRANKFURT VERÐ FRÁ 24.900 kr.* (Gefur 3.600 Vildarpunkta) 70 ÁRA AFMÆLISTILBOÐ STOKKHÓLMUR VERÐ FRÁ 19.900 kr.* (Gefur 3.000 Vildarpunkta) 70 ÁRA AFMÆLISTILBOÐ BOSTON VERÐ FRÁ 39.900 kr.* (Gefur 4.200 Vildarpunkta) 70 ÁRA AFMÆLISTILBOÐ ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 65 50 0 3 .2 0 0 7 MINNEAPOLIS – ST. PAUL ORLANDO BOSTON HALIFAX GLASGOW LONDON STOKKHÓLMUR HELSINKI KAUPMANNAHÖFN OSLÓ BERLÍN FRANKFURT MÜNCHEN MÍLANÓ AMSTERDAM BARCELONA MADRID MANCHESTER PARÍS NEW YORK BALTIMORE – WASHINGTON BERGEN GAUTABORG REYKJAVÍK AKUREYRI Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um íslenska alþjóðlega skipaskrá sem heimilar skráningu kaup- skipa hér á landi. Jafnframt hefur verið unnið frumvarp í fjármála- ráðuneytinu um þau skattalegu og rekstrarlegu atriði sem nauðsyn- legt er að taka á til að slík skrá verði virk. Engin íslensk kaupskip eru skráð hérlendis og því engin íslensk kaupskip í siglingum hvort sem er milli landa eða í strandsiglingum. Engar tekjur eru því af slíkri skrá hér á landi hvort heldur er í formi skatta né með öðrum hætti, en gera má ráð fyrir því að slíkri skrá fylgi ýmiss konar hliðarstarfsemi. Íslensk alþjóð- leg skipaskrá Fjármálaeftirlitið (FME) varar við tilboðum útlendinga sem hafi milligöngu um hluta- bréfaviðskipti í erlendum fyrirtækjum. Hlynur Jónsson, sviðsstjóri verðbréfasviðs FME, segir á vef eftirlitsins að mikil umfjöllun um íslenskan fjármálamarkað í erlendum fjölmiðlum síðastliðin tvö ár hafi vakið áhuga ýmissa í útlöndum. Þar séu fjársvikamenn ekki undanskildir. Hann leggur áherslu á að fólki beri að varast tilboð sem þessi og ítrekar að fólk kanni bakgrunn þeirra sem slíkt bjóði. Fjármálaeftirlitið birtir líka á vef sínum aðvaranir, sambæri- legar við það sem gert er hjá systurstofnunum FME í Evrópu. Varað við erlend- um gylliboðum Heilbrigðisyfir- völd stefna að rafvæðingu helmings allra lyfseðilssendinga í lok ársins. Til að byrja með verða sendingar lyfseðla rafvæddar frá flestum heilsugæslustöðvum, heilbrigðisstofnunum og sjúkra- húsum landsins. Þetta verður gert með því að þær verði settar inn í nýja þjónustugátt heilbrigðisupp- lýsinga, sem nefnist Hekla. Seinna munu sendingar frá öðrum læknum einnig fylgja. Heildarfjöldi lyfseðla árið 2004 var tæplega 1,9 milljónir. Með Heklu heyra faxsendingar lyfseðla sögunni til og símalyf- seðlum fækkar verulega. Rafvæðing lyf- seðla í lok árs Brunamálaskólinn hefur fengið fast aðsetur á Miðnesheiði. Skólinn annast menntun og þjálfun á þriðja hundruð manns árlega. Jónína Bjartmarz umhverfis- ráðherra fagnar tímamótunum og segir að verkefnum slökkvi- liða við björgun vegna slysa, elds og náttúruhamfara hafi fjölgað á undanförnum árum. Hún bendir enn fremur á að ástandið í heimsmálum hafi orðið til þess að þjóðfélagið leggi síaukna áherslu á innra öryggi og þar gegni slökkviliðin lykilhlutverki. Nýr skóli á Miðnesheiði Vísindamenn segja að niðurstöður nýrr- ar viðamikillar rannsóknar á einhverfu muni hjálpa til við að finna nýjar meðferðarleiðir við þessum flókna heilakvilla. Með því að rannsaka stærsta úrtak fjöl- skyldna með margvíslegar gerðir af einhverfu sem notað hefur verið tókst vísindamönnum að finna gen sem þeir telja að hafi mikilvæg áhrif á einhverfu. BBC greinir frá þessu á fréttavef sínum. Vísindamenn hafa lengi talið að villur í genauppbyggingu einstaklinga geti að ein- hverju leyti valdið einhverfu. Niðurstöður þessarar nýju rannsóknar leiddu til uppgötv- unar á geni sem kallast neurexin 1 á litningi númer ellefu. Neurexin tilheyrir genafjölskyldu sem hjálpar til við samskipti á milli taugafruma og vísindamennirnir telja að það spili lykilhlut- verk varðandi þá kvilla sem tilheyra ein- hverfu. Yfir 120 vísindamenn frá nítján löndum unnu að rannsókninni, sem hófst fyrir fimm árum. John Burn, prófessor við Mannerfða- fræðistofnunina við Háskólann í Newcastle, sagði að þótt þessi eina uppgötvun gæfi ekki skýr svör um orsakir einhverfu væri hún lykilskref í þróun á meðferðum þar sem hún myndi nýtast við lyfjaþróun. Stuðlar að nýrri meðferð við einhverfu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.