Fréttablaðið - 05.03.2007, Side 12

Fréttablaðið - 05.03.2007, Side 12
Það hafði verið heldur rólegt á götunum í Nørrebro-hverfinu þar til útsendarar Fréttablaðsins mættu þangað um tíuleytið um kvöldið. Um leið og bílnum hafði verið lagt í lítilli hliðargötu fóru þó leikar að æsast. Táragnasfnykur lá yfir götun- um þegar lögreglan rak mann- skapinn áfram og reyndi að tvístra honum. Uppi í háloftunum fylgd- ist svo lögregluþyrla grannt með öllu sem fór fram. Þannig gekk á í um hálfa klukkustund en þá birt- ust allt í einu tugir lögreglubíla sem keyrðu í litlum hópum um þvergötur, stefnulaust að því er virtist. Að endingu söfnuðust flest- ir bílarnir saman og mynduðu þéttan kjarna. Inni á milli bryn- varinna lögreglubílanna voru sér- sveitarmenn með alvæpni. Nú skyldi gerð árás á lýðinn. Óróaseggirnir hentu nokkrum flöskum að lögreglumönnum og sendu þeim tóninn. Þeir virtust þó alls ekki líklegir til stórræða þetta kvöldið. Talið er að um 400 manns hafi safnast saman þetta laugar- dagskvöld. Lögreglan réðist til atlögu og það tók ekki langan tíma að tvístra ófriðarseggjunum. Þeir hörfuðu inn í eina hliðargötuna og veltu hjólum sem urðu á vegi þeirra til að torvelda lögreglunni eftirför. Íbúar í húsunum í kring biðu þess að hópurinn færi hjá og komu svo út úr húsum sínum til að huga að eigum sínum. Stuttu síðar dró til tíðinda þegar sérsveitarmenn náðu að króa lítinn hóp ófriðarseggja af. Á örskotsstundu streymdu tugir sér- sveitarmanna út úr bílum sínum og sneru ungmenni í jörðina. „Sestu niður!” og „Veriði róleg!” voru meðal kurteisari skipana sem heyrðust frá lögreglumönn- unum. Sérsveitarmenn umkringdu svæðið þar sem handtökurnar fóru fram en eftir nokkrar mínút- ur var fjölmiðlafólki leyft að koma inn á svæðið og fylgjast með aðgerðum lögreglunnar í návígi. Þá sást strax að hin handteknu voru flest barnung, á aldrinum 15- 16 ára. Mesta athygli fjölmiðla- fólksins vöktu tvær sænskar stelp- ur, enda létu þær skammaryrðin dynja á lögreglu og gerðu ekkert til að hylja andlit sín fyrir mynda- vélunum. Komið var fram yfir miðnætti þegar þessum látum linnti. Lög- reglunni virtist hafa tekist að sundra mannskapnum. Tugir brynvarðra bíla voru þó stöðugt á ferðinni fram og til baka. Þarna var maður farinn að sjá út á hvað þessi stöðugi akstur gekk. Bíl- arnir voru einfaldlega sífellt á ferðinni til þess að trufla og afvegaleiða óróaseggina. Við Runddelen, á horni Jagtvej og Nørrebrogade og rétt hjá Ung- domshúsinu, stóðu brynjaðir lög- reglumenn vörð. Brynvörðu bíl- arnir voru svo notaðir gegn allri hópamyndun, ef ærandi háar sír- enur nægðu ekki til þess að fólk hefði sig á brott þá keyrðu bílarn- ir þétt upp að því og ráku það burt eins og fé er smalað í Tungnárrétt. Áfram var þrammað um göturn- ar á Nørrebro í leit að möguleg- um átökum. Þau voru ekki til staðar og því tóku margir blaða- menn tal saman og báru saman bækur sínar. Í samtölum við danska blaðamenn kom fram að almenn samstaða virðist vera meðal Dana um að brjóta niður þessa uppreisnaröldu sem skap- ast hefur vegna Ungdómshúss- ins. Til að mynda sagði einn blaðamaður sögu af því að hann hefði verið í réttarsal þegar úrskurða átti nokkra óeirðaseggi í gæsluvarðhald. Verjandi þeirra taldi að nokkrar mínútur væru komnar fram yfir þær 24 klukku- stundir sem löggjafinn hefði til að fara fram á gæsluvarðhalds- úrskurð. Fulltrúar yfirvalda voru ekki lengi að leysa úr því álita- máli, hringdu í dönsku „klukk- una”, útskýrðu um hvað málið snerist og fengu fljótt úr því skorið að þeir væru rétt innan „leyfilegra” marka. Spaugilegasta atvik kvöldsins átti sér einmitt stað þar sem nokkrir blaðamenn stóðu og ræddu málin. Þá kom aðvífandi stór jarðýta, merkt lögreglunni, sem notuð er til að hreinsa upp eftir skemmdarverk. Ökumaður ýtunnar var þó hálf kindarlegur þegar hann parkeraði fyrir framan hópinn og skrúfaði niður rúðuna. „Hvar er Þórsgata?“ var spurningin en þangað átti hann að fara til að hreinsa til. Eftir þetta atvik var ljóst að helstu átökin voru að baki. Klukk- an var að ganga þrjú þegar útsendarar Fréttablaðsins röltu heim á leið. Á þeirri leið kom ber- lega í ljós að venjulegir Kaup- mannahafnarbúar ætluðu ekki að láta átökin eyðileggja gott laugar- dagskvöld. Mestu lætin komu frá skemmtistað á hliðargötu við Jagt- vej. Kvöldið áður höfðu tveir bílar verið brenndir fyrir utan staðinn. Verð á yfir 1000 prentlausnum! EINFALT OG FLJÓTLEGT AÐ KAUPA PRENTVERK O D D IH Ö N N U N P 07 .0 0. 42 2 Prentsmiðjan Oddi ehf. • Höfðabakka 3-7 • 110 Reykjavík • Sími 515 5000 • Pantaðu eintak á www.oddi.is Í miðju átaka í Kaupmannahöfn Óeirðir á götum Kaupmannahafnar héldu áfram á laugardagskvöld. Höskuldur Daði Magnússon og Haraldur Jónasson ljósmyndari urðu vitni að talsverðum átökum og fylgdust meðal annars með lögreglumönnum ganga vasklega fram í handtökum á ungmennum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.