Fréttablaðið - 05.03.2007, Side 17

Fréttablaðið - 05.03.2007, Side 17
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Sagafilm fékk skemmtilega áskorun við gerð nýjustu Landsbankaauglýsingunni og sérpantaði erlendan tæknibúnað sem sjaldan sést hérlendis. Nýjasta auglýsing Landsbankans er hugar- fóstur auglýsingastofunnar Gott Fólk og var gerð hjá kvikmyndafyritækinu Saga- film í leikstjórn Sævars Guðmundssonar. Þar eru leikararnir Ilmur Kristjánsdótt- ir og Friðrik Friðriksson í ýmsum gervum og leika á móti sjálfum sér með hjálp tölvu- brellna. „Hugmyndin var tæknilega krefjandi svo við brugðum á það ráð að leigja inn „Motion control“ sem er stýribúnaður fyrir kvikmyndatökuvélar. Þess vegna gátum við fjölfaldað leikarana og notast við raunveru- lega sviðsmynd í staðinn fyrir að byggja hana í tölvu,“ segir Tómas Örn Tómasson kvikmyndatökumaður. Sviðsmyndin er hönnuð af Snorra Frey Hilmarssyni, sem kom fyrir 4.000 „post it“-miðum á tökustað. Í staðinn fyrir „Motion control“ hefði verið hægt að mynda leikarana í grænu stúdíói eins og gert er í Latabæ þar sem Tómas starfaði um skeið sem kvikmynda- tökumaður. „Íslendingar eru mjög færir í þeirri tækni sökum reynslu frá Latabæ. Þar eru leikarar myndaðir í grænu stúdíói og síðan klipptir út í tölvu og komið fyrir tölvuteikn- aðri sviðsmynd. Græna tæknin er hins vegar mjög tímafrek svo í þetta sinn hent- aði „Motion control“ betur til að geta skilað auglýsingunni hratt og vel,“ segir Tómas að lokum. Bleikar tölvubrellur Villtu vera í góðu formi? Tilboð dagsins! kjötbollur á 698.- kr.kg Grensásvegi 48 gallerykjot.isOpið virka daga frá kl 10 -18:30 Laugardaga frá kl 11 -17 - Steiktar kjötbollur í brúnsósu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.